Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

961. spurningaþraut: Rauða hernum rústað, og fleiri atburðir

961. spurningaþraut: Rauða hernum rústað, og fleiri atburðir

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna stillir sér upp með þáverandi eiginmanni?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1901 fékk hugvitsmaður einn fyrsta loftskeytið sem sent var yfir Atlantshafið með búnaði sem hann hafði smíðað. Hvað hét hugvitsmaður þessi?

2.  Hann eða öllu heldur búnaður hans komu við sögu þegar óvæntur atburður varð á Íslandi árið 1905. Fjöldi manna af tiltekinni stétt krafðist þess þá að lögð yrði áhersla á loftskeytabúnað þessa tiltekna hugvitsmanns, en ekki símann. Af hvaða stétt voru mótmælendur?

3.  Á þessum degi árið 1939 beið Rauði herinn sovéski fyrsta ósigur sinn í síðari heimsstyrjöldinni þegar hann var gersigraður í mikilli orrustu þrátt fyrir að hafa fjórfalt meira lið en andstæðingurinn. Rauði herinn missti allt að 5.000 manns og álíka margir særðust en andstæðingurinn missti 100 manns. Hver var þessi skeinuhættu andstæðingur?

4.  Á þessum degi árið 2012 sendi tiltekið ríki sinn fyrsta gervihnött út í geiminn, reyndar við heilmikil mótmæli flestra annarra þjóða. Gervihnötturinn var á sporbraut um Jörðu í nokkra daga að minnsta kosti. Hann var nefndur Gwangmyeongseong-3 ho 2-hogi, en hvaða ríki sendi hann út í geim?

5.  London — Amsterdam — Berlín — Prag — Varsjá. Þessar fimm höfuðborgir í Evrópu eru allar á svipaðri breiddargráðu. Og þó! Ein þeirra er sýnu sunnar á landakortinu en hinar fjórar. Hvaða borg er það?

6.  Farsí er útbreitt tungumál. Oftast er þó notað annað orð um tungumál þetta, það er að segja ... hvað?

7.  Í dag á afmæli íslenskur kvikmyndaleikstjóri sem sló fyrst í gegn árið 2003 þegar hann sendi frá sér mynd um ungan pilt sem bjó í afskekktum firði og var ekki nema í miðlungs góðum tengslum við umhverfi sitt. Leikstjórinn hefur síðan gert myndir eins og Voksne mennesker í Danmörk, The Good Heart á ensku og Fúsa hér á Íslandi. Og hann leikstýrði tveim þáttum úr síðustu seríu Borgen. Hvað heitir þessi leikstjóri?

8.  En hvað hét myndin frá 2003 um unga „skrýtna“ piltinn sem Tómas Lemarquis lék eftirminnilega?

9.  Á þessum degi árið 1915 fæddist söngvari vestur í Bandaríkjunum sem einna frægastur var fyrir að syngja lagið My Way. Og hann hét ... hvað?

10.  Þann 12. desember 1947 unnu björgunarmenn mikið afrek þegar þeir björguðu 12 manns úr strönduðum breska togara undir bjargi einu miklu í aftakaveðri. Hvaða bjarg var það?

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn á myndinni dó á þessum degi fyrir tveim árum. Hann var rithöfundur. Hvað kallaði hann sig?  — Svo er lárviðarstig í boði fyrir þá sem vita hvað hann hét í raun og veru!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marconi.

2.  Bændur.

3.  Finnar.

4.  Norður-Kórea.

5.  Prag er langsyðst af borgunum fimm.

6.  Persneska.

7.  Dagur Kári.

8.  Nói albinói

9.  Frank Sinatra.

10.  Látrabjarg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Tina Turner.

Á neðri myndinni er John Le Carré — hann hét réttu nafni David Cornwell.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár