Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

961. spurningaþraut: Rauða hernum rústað, og fleiri atburðir

961. spurningaþraut: Rauða hernum rústað, og fleiri atburðir

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna stillir sér upp með þáverandi eiginmanni?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1901 fékk hugvitsmaður einn fyrsta loftskeytið sem sent var yfir Atlantshafið með búnaði sem hann hafði smíðað. Hvað hét hugvitsmaður þessi?

2.  Hann eða öllu heldur búnaður hans komu við sögu þegar óvæntur atburður varð á Íslandi árið 1905. Fjöldi manna af tiltekinni stétt krafðist þess þá að lögð yrði áhersla á loftskeytabúnað þessa tiltekna hugvitsmanns, en ekki símann. Af hvaða stétt voru mótmælendur?

3.  Á þessum degi árið 1939 beið Rauði herinn sovéski fyrsta ósigur sinn í síðari heimsstyrjöldinni þegar hann var gersigraður í mikilli orrustu þrátt fyrir að hafa fjórfalt meira lið en andstæðingurinn. Rauði herinn missti allt að 5.000 manns og álíka margir særðust en andstæðingurinn missti 100 manns. Hver var þessi skeinuhættu andstæðingur?

4.  Á þessum degi árið 2012 sendi tiltekið ríki sinn fyrsta gervihnött út í geiminn, reyndar við heilmikil mótmæli flestra annarra þjóða. Gervihnötturinn var á sporbraut um Jörðu í nokkra daga að minnsta kosti. Hann var nefndur Gwangmyeongseong-3 ho 2-hogi, en hvaða ríki sendi hann út í geim?

5.  London — Amsterdam — Berlín — Prag — Varsjá. Þessar fimm höfuðborgir í Evrópu eru allar á svipaðri breiddargráðu. Og þó! Ein þeirra er sýnu sunnar á landakortinu en hinar fjórar. Hvaða borg er það?

6.  Farsí er útbreitt tungumál. Oftast er þó notað annað orð um tungumál þetta, það er að segja ... hvað?

7.  Í dag á afmæli íslenskur kvikmyndaleikstjóri sem sló fyrst í gegn árið 2003 þegar hann sendi frá sér mynd um ungan pilt sem bjó í afskekktum firði og var ekki nema í miðlungs góðum tengslum við umhverfi sitt. Leikstjórinn hefur síðan gert myndir eins og Voksne mennesker í Danmörk, The Good Heart á ensku og Fúsa hér á Íslandi. Og hann leikstýrði tveim þáttum úr síðustu seríu Borgen. Hvað heitir þessi leikstjóri?

8.  En hvað hét myndin frá 2003 um unga „skrýtna“ piltinn sem Tómas Lemarquis lék eftirminnilega?

9.  Á þessum degi árið 1915 fæddist söngvari vestur í Bandaríkjunum sem einna frægastur var fyrir að syngja lagið My Way. Og hann hét ... hvað?

10.  Þann 12. desember 1947 unnu björgunarmenn mikið afrek þegar þeir björguðu 12 manns úr strönduðum breska togara undir bjargi einu miklu í aftakaveðri. Hvaða bjarg var það?

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn á myndinni dó á þessum degi fyrir tveim árum. Hann var rithöfundur. Hvað kallaði hann sig?  — Svo er lárviðarstig í boði fyrir þá sem vita hvað hann hét í raun og veru!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Marconi.

2.  Bændur.

3.  Finnar.

4.  Norður-Kórea.

5.  Prag er langsyðst af borgunum fimm.

6.  Persneska.

7.  Dagur Kári.

8.  Nói albinói

9.  Frank Sinatra.

10.  Látrabjarg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Tina Turner.

Á neðri myndinni er John Le Carré — hann hét réttu nafni David Cornwell.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár