Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

959. spurningaþraut: Bíos og graphikós?

959. spurningaþraut: Bíos og graphikós?

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallaðist sú stóra sprengjuflugvél úr seinni heimsstyrjöld sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Blackpool heitir borg ein á Bretlandi og stendur við Írlandshaf. Nafnið þýðir vitaskuld svartur pollur. En í 215 kílómetra fjarlægð í beinni loftlínu frá Blackpool er önnur borg og nafn hennar þýðir líka svartur (eða dökkur) pollur, en að sönnu á öðru tungumáli en ensku. Undir hvaða nafni þekkjum við þennan seinni Svartpoll?

2.  Olof Scholz gegnir um þessar mundir ábyrgðarmiklu starfi. Hann er sem sé ... hvað?

3.  Raffaello Sanzio da Urbino var ítalskur listamaður sem uppi var um 1500 og er oftast einfaldlega kallaður Rafael. Við hvaða listgrein fékkst Rafael?

4.  Donatella Versace er líka frægur Ítali en við hvað fæst hún?

5.  Hver skrifaði það sem við köllum jólaguðspjallið?

6.  Hver var forsætisráðherra Íslands í tæpt ár, frá apríl 2016 til janúar 2017?

7.  Hver tók þá við?

8.  Íslenska orðið bíó er komið frá danska orðinu biografteater. Orðið biograf er á dönsku notað bæði yfir kvikmyndahús og ævisögur (biografie), en það er samsett úr tveim grískum orðum — bíos og graphikós. Hvað þýða þessi tvö orð?  

9.  Upp á hvað var haldið á Íslandi árið 1930?

10.  Á hvaða svæði er jóga upprunnið? Er það í Bandaríkjunum — á Indlandi — í Japan — í Kína — í Persíu — í Tíbet?

***

Seinni aukaspurning:

Þessir kátu félagar voru í hljómsveit sem þeir nefndu ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dublin.

2.  Kanslari Þýskalands.

3.  Málaralist.

4.  Tísku.

5.  Lúkas.

6.  Sigurður Ingi.

7.  Bjarni Benediktsson.

8.  Bíos þýðir líf og graphikós þýðir eitthvað sem er teiknað eða lýst — má segja. Merking beggja orða — biograf sem kvikmyndahús og biografie sem ævisaga — er því í raun hin sama: Lýsing á lífi.

9.  Þúsund ára afmæli Alþingis.

10.  Á Indlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Flugvélin var nefnd Fljúgandi virki, á ensku Flying Fortress. En líka fæst stig fyrir Boeing B-17.

Hljómsveitin á neðri myndinni var Sex Pistols.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár