Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

954. spurningaþraut: Hvaða þremenningar eru þetta?

954. spurningaþraut: Hvaða þremenningar eru þetta?

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnast þessir þrír karakterar sem hér sjást? Hafa verður öll þrjú rétt!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar var Elísabet 2. Bretadrottning stödd þegar hún andaðist í september síðastliðnum?

2.  Hvað heitir stýrikerfið sem notað er í Samsung síma?

3.  Hvað þýðir það orð?

4.  Hallgrímur Helgason er einn helsti rithöfundur landsins, sem kunnugt er. Bróðir Hallgríms er líka afar vinsæll höfundur. Hvað heitir hann?

5.  Dynjandi er foss einn glæsilegur. Hvar á landinu er hann? — Og svo fæst fossastig fyrir að þekkja annað nafn sem einnig er haft um fossinn!

6.  Önnur fossaspurning — upp af hvaða firði er dalur sem finna má fossinn Glym?

7.  Skoskur fótboltamaður að nafni Kenny Dalglish vann 26 bikara fyrir að hafa orðið meistari í tveim löndum, bikarmeistari og Evrópumeistari, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann vann þessi afrek með þremur liðum en hjá hvaða liði var hann lengst og náði bestum árangri?

8.  Og þá er best að spyrja líka, hver voru hin tvö liðin? Hér dugar annað liðið til að fá stig!

9.  Hvað heitir faðir jólasveinanna?

10.  Á þessum degi 1991 var Leonid nokkur Kravchuk kosinn fyrsti forseti í fjölmennu nýfrjálsu ríki. Hvað heitir það ríki?

***

Seinni aukaspurning:

Hún skýrir gjarnan pólitík í útlöndum fyrir okkur, en hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Balmoral-kastala í Skotlandi.

2.  Android.

3.  Vélmenni.

4.  Gunnar Helgason.

5.  Dynjandi er á Vestfjörðum, það dugar í þessu tilfelli. En fossastigið fæst fyrir að þekkja nafnið Fjallfoss.

Dynjandi, eður Fjallfoss.

6.  Hvalfirði.

7.  Liverpool.

8.  Celtic og Blackburn.

9.  Leppalúði.

10.  Úkraína.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur.

Á neðri mynd er Silja Bára Ómarsdóttir, en Silja Bára nægir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár