Fyrri aukaspurning:
Hvað nefnast þessir þrír karakterar sem hér sjást? Hafa verður öll þrjú rétt!
***
Aðalspurningar:
1. Hvar var Elísabet 2. Bretadrottning stödd þegar hún andaðist í september síðastliðnum?
2. Hvað heitir stýrikerfið sem notað er í Samsung síma?
3. Hvað þýðir það orð?
4. Hallgrímur Helgason er einn helsti rithöfundur landsins, sem kunnugt er. Bróðir Hallgríms er líka afar vinsæll höfundur. Hvað heitir hann?
5. Dynjandi er foss einn glæsilegur. Hvar á landinu er hann? — Og svo fæst fossastig fyrir að þekkja annað nafn sem einnig er haft um fossinn!
6. Önnur fossaspurning — upp af hvaða firði er dalur sem finna má fossinn Glym?
7. Skoskur fótboltamaður að nafni Kenny Dalglish vann 26 bikara fyrir að hafa orðið meistari í tveim löndum, bikarmeistari og Evrópumeistari, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann vann þessi afrek með þremur liðum en hjá hvaða liði var hann lengst og náði bestum árangri?
8. Og þá er best að spyrja líka, hver voru hin tvö liðin? Hér dugar annað liðið til að fá stig!
9. Hvað heitir faðir jólasveinanna?
10. Á þessum degi 1991 var Leonid nokkur Kravchuk kosinn fyrsti forseti í fjölmennu nýfrjálsu ríki. Hvað heitir það ríki?
***
Seinni aukaspurning:
Hún skýrir gjarnan pólitík í útlöndum fyrir okkur, en hvað heitir hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Í Balmoral-kastala í Skotlandi.
2. Android.
3. Vélmenni.
4. Gunnar Helgason.
5. Dynjandi er á Vestfjörðum, það dugar í þessu tilfelli. En fossastigið fæst fyrir að þekkja nafnið Fjallfoss.
6. Hvalfirði.
7. Liverpool.
8. Celtic og Blackburn.
9. Leppalúði.
10. Úkraína.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd eru Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur.
Á neðri mynd er Silja Bára Ómarsdóttir, en Silja Bára nægir.
Athugasemdir