„Hann var í raun einhver sérkennileg blanda af hefðarsinna og róttæklingi,“ segir Hermann Stefánsson rithöfundur, sem kynntist verkum spænska rithöfundarins Javier Marías þegar hann bjó á Spáni fyrir um tveimur áratugum síðan. Marías er af mörgum talinn einn helsti rithöfundur Spánar á síðustu áratugum.
Javier Marías lést í Madríd þann 11. september síðastliðinn og var minnst á mörgum vígstöðvum í spænsku samfélagi. Meðal annars sagði forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, um hann á Twitter: „Sorgardagur fyrir spænskar bókmennir. Javier Marías, einn stærsti rithöfundur okkar tíma, hefur yfirgefið okkur.“
Marías var oft orðaður við Nóbelsverðlaunin í gegnum árin en fékk þau aldrei.
Skrifaði vikulega pistla í stærsta blað Spánar
Marías var það sem kallast „opinber menningarviti“ (e. public intellectual), maður sem tók virkan þátt í samfélagsumræðunni á Spáni. Hann var með vikulega pistla í …
Athugasemdir