Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

947. spurningaþraut: Katalónskur biskup og þjóðhöfðingi

947. spurningaþraut: Katalónskur biskup og þjóðhöfðingi

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða dal er að finna það náttúrufyrirbæri sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Joan-Enric Vives i Sicília er katalónskur biskup í Urgel-héraði í Katalóníu, skammt fyrir norðan Barcelona. Ótrúlegt nokk, þá er hann um leið annar tveggja þjóðhöfðingja í sjálfstæðu ríki. Hvaða ríki er það?

2.  Í hvaða borg eru bæði Vesturbrú og Norðurbrú?

3.  Keyrðu — eða hjólaðu — frá Lækjartorgi í Reykjavík, meðfram Tjörninni, út á Miklubraut og síðan sem leið liggur að brúnni yfir Elliðaár áður en lagt er í Ártúnsbrekkuna. Hve langa leið hefurðu þá lagt að baki? Eru það 3 kílómetrar, 6 kílómetrar, 9 kílómetrar eða 12 kílómetrar?

4.  Hver frumsýndi einleikinn Á eigin vegum í Borgarleikhúsinu um miðjan september?

5.  Í landi einu eru tíu útbreiddustu ættarnöfnin öll dregin af starfsgreinum: Malari, smiður, klæðskeri, fiskimaður, vefari, bóndi, vagnasmiður, bakari, fógeti, hirðmaður. Hvaða land er þetta, þar sem öll algengustu nöfnin eru svo mjög tengd starfsgreinum?

6.  Hvaða kvikmynd fékk Edduverðlaunin sem besta íslenska kvikmyndin um miðjan september?

7.  Hver sat sem Bretadrottning (réði í eigin nafni) á undan Elísabetu 2.?

8.  En hvað hét drottningin sem ríkti þar á undan í eigin nafni í Englandi, Skotlandi og þeim löndum — en það var á árunum 1702-1714?

9.  Tungumál hvaða þjóðar, sem nú býr í Mið-Evrópu, er skylt finnsku?

10.  Hringur úr 4 metra háum tilhöggnum sandsteinum. Flestir eru um 2 metra breiðir og vega um 25 tonn hver. Ofan á þeim flestum liggja minni tilhöggnir steinar milli stóru dranganna. Inni í hringnum er annar hringur úr minni steinum. Hverju er hér lýst?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Andorra.

2.  Kaupmannahöfn. Vesterbro og Nørrebro.

3.  Sex kílómetrar.

4.  Sigrún Edda.

5.  Þýskalandi. Nöfn eru Müller, Schmidt, Schneider, Fischer, Weber, Meyer, Wagner, Becker, Schulz, Hoffmann.

6.  Dýrið.

7.  Viktoría.

8.  Anna.

9.  Ungverja.

10.  Stonehenge á Englandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Gilið á efri myndinni (Stuðlagil) er í Jökuldal.

Karlinn á neðri myndinni er Will Smith.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár