Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

947. spurningaþraut: Katalónskur biskup og þjóðhöfðingi

947. spurningaþraut: Katalónskur biskup og þjóðhöfðingi

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða dal er að finna það náttúrufyrirbæri sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Joan-Enric Vives i Sicília er katalónskur biskup í Urgel-héraði í Katalóníu, skammt fyrir norðan Barcelona. Ótrúlegt nokk, þá er hann um leið annar tveggja þjóðhöfðingja í sjálfstæðu ríki. Hvaða ríki er það?

2.  Í hvaða borg eru bæði Vesturbrú og Norðurbrú?

3.  Keyrðu — eða hjólaðu — frá Lækjartorgi í Reykjavík, meðfram Tjörninni, út á Miklubraut og síðan sem leið liggur að brúnni yfir Elliðaár áður en lagt er í Ártúnsbrekkuna. Hve langa leið hefurðu þá lagt að baki? Eru það 3 kílómetrar, 6 kílómetrar, 9 kílómetrar eða 12 kílómetrar?

4.  Hver frumsýndi einleikinn Á eigin vegum í Borgarleikhúsinu um miðjan september?

5.  Í landi einu eru tíu útbreiddustu ættarnöfnin öll dregin af starfsgreinum: Malari, smiður, klæðskeri, fiskimaður, vefari, bóndi, vagnasmiður, bakari, fógeti, hirðmaður. Hvaða land er þetta, þar sem öll algengustu nöfnin eru svo mjög tengd starfsgreinum?

6.  Hvaða kvikmynd fékk Edduverðlaunin sem besta íslenska kvikmyndin um miðjan september?

7.  Hver sat sem Bretadrottning (réði í eigin nafni) á undan Elísabetu 2.?

8.  En hvað hét drottningin sem ríkti þar á undan í eigin nafni í Englandi, Skotlandi og þeim löndum — en það var á árunum 1702-1714?

9.  Tungumál hvaða þjóðar, sem nú býr í Mið-Evrópu, er skylt finnsku?

10.  Hringur úr 4 metra háum tilhöggnum sandsteinum. Flestir eru um 2 metra breiðir og vega um 25 tonn hver. Ofan á þeim flestum liggja minni tilhöggnir steinar milli stóru dranganna. Inni í hringnum er annar hringur úr minni steinum. Hverju er hér lýst?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Andorra.

2.  Kaupmannahöfn. Vesterbro og Nørrebro.

3.  Sex kílómetrar.

4.  Sigrún Edda.

5.  Þýskalandi. Nöfn eru Müller, Schmidt, Schneider, Fischer, Weber, Meyer, Wagner, Becker, Schulz, Hoffmann.

6.  Dýrið.

7.  Viktoría.

8.  Anna.

9.  Ungverja.

10.  Stonehenge á Englandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Gilið á efri myndinni (Stuðlagil) er í Jökuldal.

Karlinn á neðri myndinni er Will Smith.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár