Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

946. spurningaþraut: Hvað segir í bókinni Die fröhliche Wissenschaft frá 1882?

Fyrri aukaspurning:

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir Pútin Rússlandsforseti fullu nafni — það er skírnarnafni og föðurnafni, auk eftirnafnsins Pútíns?

2.  Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Norðausturkjördæms fyrir ... ja, hvaða flokk?

3.  Hversu mörg börn á prinsinn af Veils? 

4.  Þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche er gjarnan kennd stutt og snaggaraleg setning sem fyrst birtist í bók hans Die fröhliche Wissenschaft, frá 1882. Setningin varð víðfræg, enda þótti hugsunin í henni afar róttæk, þótt ýmsir hefðu nú orðað svipaða hugsun áður, en aldrei bara í þrem orðum. Hver er þessi stutta  setning?

5.  Í hvaða skáldsögu birtist persóna sem heitir fyrst Offred en síðan Ofjoseph?

6.  Hver er summa allra talna á rúllettuhjóli?

7.  Hvernig eru tölurnar á rúllettuhjóli annars á litinn? Nefna þarf tvo liti.

8.  En núll-reiturinn, hvernig er hann á litinn?

9.  Stærsta spilavíti heimsins er í Oklahoma í Bandaríkjunum en tvö þau næststærstu eru á sama stað. Sá staður er ... Havaí, Bandaríkjunum — Macau, Kína — Las Vegas, Bandaríkjunum — Monte Carlo, Monaco?

10.  Í hvaða ríki er héraði Flandur, eða Flanders, eða Vlaanderen?

***

Seinni aukaspurning:

Þarna má sjá hjónin Guðlaug Þorvaldsson og Kristínu Hólmfríði Kristinsdóttur á forsíðu Vikunnar. Spurningin er: Af hverju voru þau þarna á forsíðu Vikunnar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vladimír Vladimírovitsj Pútin heitir hann.

2.  Framsóknarflokkinn.

3.  Þrjú.

4.  „Guð er dauður.“

5.  The Handmaid's Tale, Saga þernunnar.

6.  666.

7.  Rauðar og svartar.

8.  Grænn.

9.  Macu í Kína.

10.  Í Belgíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Tré á efri myndinni er reynir, reynitré.

Viðtalið í Vikunni var tekið vegna þess að sumarið 1980 var Guðlaugur í framboði til forseta Íslands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár