Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

945. spurningaþraut: Sólveig Matthildur, Laufey Soffía og Margrét Rósa eru hljómsveit

945. spurningaþraut: Sólveig Matthildur, Laufey Soffía og Margrét Rósa eru hljómsveit

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá Halldóru Geirharðsdóttur á leiksviði. Hvað er hún að leika þarna?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig dýr er hávella?

2.  Fyrir um áratug fundust ævafornar leifar af manni í helli í Rússlandi og reyndist þar vera um að ræða nýja og áður óþekkta manntegund, sem uppi var um svipað leyti og Neanderdalsmenn. Hvaða nafn hefur tegundin hlotið?

3.  Clarence Leonidas Fender var bandarískur hugvitsmaður sem stofnaði fyrirtæki til að framleiða vörur sem hann þróaði. Vörurnar voru ýmsar, en óhætt er að segja að langfrægasta og vinsælasta vara Fenders hafi verið ... hvað? 

4.  Í hvaða borg er Prado-listasafnið?

5.  En í hvaða borg var fjörugt listalíf fyrir 80-100 árum kennt við vinstri bakkann á fljóti sem rennur um borgina?

6.  Bandaríski rithöfundurinn Hemingway skrifaði fræga endurminningabók um dvöl sína á vinstri bakkanum í þessari bók. Hvað nefnist bókin í íslenskri þýðingu?

7.  Það var raunar enginn smákall sem þýddi þá bók á íslensku, heldur ... hver?

8.  Hvaða heimspekingur sendi frá sér árið 1818 bókina Die Welt als Wille und Vorstellung? Eða Veröldin sem vilji og framsetning — lauslega þýtt!

9.  Sólveig Matthildur hljómborðsleikari, Laufey Soffía söngvari og Margrét Rósa bassaleikari eru hljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin?

10.  Möngke, Hulagu, Güyü, Kublai, Batu, Baidar og Ariq voru allir frægir menn og aðsópsmiklir fyrir 800 árum eða svo. En hver var enn frægari afi þeirra allra?

***

Aukaspurningin seinni:

Hvaða fjöll má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fugl.

2.  Denisovar.

3.  Rafmagnsgítar. „Rafmagn“ verður að vera með.

4.  Madrid.

5.  París.

6.  Veisla í farángrinum.

7.  Halldór Laxness.

8.  Schopenhauer.

9.  Kælan mikla.

10.  Genghis Khan.

***

Svör við aukaspurningum:

Halldóra er að leika Bubba Morthens.

Fjallgarðurinn er Himalaja.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
3
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár