Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

Fyrri aukaspurning: Hvað nefnist verkfærið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefndist varð- og sendiguðinn í norrænni goðafræði?

2.  Hvaða samtök kenna sig við þann guð?

3.  Hvaða leikhúsi stýrir Brynhildur Guðjónsdóttir um þessar mundir?

4.  Í hvaða heimsálfu er ríkið São Tomé e Príncipe?

5.  En ríkið Máritanía, í hvaða heimsálfu er það?

6.  Í ágúst síðastliðnum vakti það bæði óhug og athygli þegar líkamsleifar tveggja barna fundust í ferðatöskum sem geymslufyrirtæki seldi hæstbjóðanda, án þess að hvorki fyrirtækið né kaupandinn höfðu hugmynd um hvað í töskunum væri. Í hvaða landi gerðist þetta?

7.  Fnjóská og Hörgá falla báðar í sama fjörð á Íslandi. Hvað heitir fjörðurinn?

8.  Hann var sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns. Hvað hét hann sjálfur?

9.  Frank Fredericksen hét maður, svonefndur Vestur-Íslendingur, sem kom hingað til lands árið 1919 og hafði meðferðis tæki eitt nýstárlegt sem hann brúkaði síðan fyrstur allra manna á Íslandi það sama ár, aðallega í Vatnsmýrinni. Þetta vakti gríðarlega athygli en tækinu var nú samt pakkað saman og flutt úr landi ári síðar. Hvaða tæki var þetta?

10.  Baldur von Schirach var leiðtogi fjölmennra æskulýðssamtaka á árunum 1931-1940. Hvað nefndust þau?

***

Seinni aukaspurning: Hér má sjá forseta tiltekins lands (til vinstri) skipa tvíburabróður sinn (til hægri) forsætisráðherra. Hvað heita bræðurnir? Hér dugar eftirnafn þeirra.

Og fyrir lárviðarstig: Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn sem bræðurnir stofnuðu 2001?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Heimdallur.

2.  Samtök ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Í Afríku.

5.  Líka í Afríku.

6.  Nýja Sjálandi.

7.  Eyjafjörður.

8.  Loki.

9.  Flugvél.

10.  Hitler Jugend, Hitlersæskan.

***

Svör við aukaspurningum:

Verkfærið heitir slípirokkur.

Bræðurnir heita Kaczyński. Forsetinn Lech dó í flugslysi 2010 en Jarosław er enn formaður flokksins sem þeir stofnuðu, Lög og réttlæti nefnist hann á íslensku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár