Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

943. spurningaþraut: Frank Fredericksen og tækið hans

Fyrri aukaspurning: Hvað nefnist verkfærið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefndist varð- og sendiguðinn í norrænni goðafræði?

2.  Hvaða samtök kenna sig við þann guð?

3.  Hvaða leikhúsi stýrir Brynhildur Guðjónsdóttir um þessar mundir?

4.  Í hvaða heimsálfu er ríkið São Tomé e Príncipe?

5.  En ríkið Máritanía, í hvaða heimsálfu er það?

6.  Í ágúst síðastliðnum vakti það bæði óhug og athygli þegar líkamsleifar tveggja barna fundust í ferðatöskum sem geymslufyrirtæki seldi hæstbjóðanda, án þess að hvorki fyrirtækið né kaupandinn höfðu hugmynd um hvað í töskunum væri. Í hvaða landi gerðist þetta?

7.  Fnjóská og Hörgá falla báðar í sama fjörð á Íslandi. Hvað heitir fjörðurinn?

8.  Hann var sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns. Hvað hét hann sjálfur?

9.  Frank Fredericksen hét maður, svonefndur Vestur-Íslendingur, sem kom hingað til lands árið 1919 og hafði meðferðis tæki eitt nýstárlegt sem hann brúkaði síðan fyrstur allra manna á Íslandi það sama ár, aðallega í Vatnsmýrinni. Þetta vakti gríðarlega athygli en tækinu var nú samt pakkað saman og flutt úr landi ári síðar. Hvaða tæki var þetta?

10.  Baldur von Schirach var leiðtogi fjölmennra æskulýðssamtaka á árunum 1931-1940. Hvað nefndust þau?

***

Seinni aukaspurning: Hér má sjá forseta tiltekins lands (til vinstri) skipa tvíburabróður sinn (til hægri) forsætisráðherra. Hvað heita bræðurnir? Hér dugar eftirnafn þeirra.

Og fyrir lárviðarstig: Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn sem bræðurnir stofnuðu 2001?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Heimdallur.

2.  Samtök ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

3.  Borgarleikhúsinu.

4.  Í Afríku.

5.  Líka í Afríku.

6.  Nýja Sjálandi.

7.  Eyjafjörður.

8.  Loki.

9.  Flugvél.

10.  Hitler Jugend, Hitlersæskan.

***

Svör við aukaspurningum:

Verkfærið heitir slípirokkur.

Bræðurnir heita Kaczyński. Forsetinn Lech dó í flugslysi 2010 en Jarosław er enn formaður flokksins sem þeir stofnuðu, Lög og réttlæti nefnist hann á íslensku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár