Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu

Fast að því þrír af hverj­um fjór­um Ís­lend­ing­um styðja að tek­ið verði upp þak á leigu­greiðsl­ur og hækk­un á leigu verði brems­uð, sam­kvæmt nýrri könn­un. Meiri­hlutastuðn­ing­ur er við slík­ar að­gerð­ir í öll­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Stuðn­ing­ur­inn er minnst­ur á með­al kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, þó þeir já­kvæðu séu í meiri­hluta þar líkt og hjá öðr­um.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu
Búin að fá nóg af okrinu Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir niðurstöður könnunarinnar sýna að aðeins lítill minnihluti landsmanna vilji ekki bregðast við því okri sem ríki á leigumarkaði. Vandinn sé að sá minnihluti ráði stefnu stjórnvalda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og sömuleiðis að tekin verði upp svokölluð leigubremsa hér á landi. Alls eru ríflega 70 prósent landsmanna hlynnt því að slíkar reglur verði teknar upp.

Þetta er meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Samtök leigjenda á Íslandi. Þar kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hérlendis. Leiguþak virkar með þeim hætti að gefið er út hámarksleiguverð á húsnæði miðað við stærð þess, gæði og staðsetningu. Frekar eða mjög andvígir leiguþaki reyndust vera 13 prósent aðspurðra.

Mjög svipaðar niðurstöður fengust þegar spurt var hvort taka ætti upp leigubremsu, en þar er um að ræða viðmið um hversu mikið húsaleiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Alls sögðust 72 prósent frekar eða mjög hlynnt því að tekin væri upp leigubremsa en 11 prósent aðspurðra sögðust því mjög eða frekar andvíg. 

Meirihluti er fyrir því að tekin verði upp bæði leigubremsa og leiguþak sama hvaða tekjuhópa er um að ræða, allan aldur, kyn og búsetu. Þá er meirihlutastuðningur við upptöku beggja leiða hjá stuðningsfólki allra stjórnmálaflokka. Sömuleiðis styður meirihluti fólks aðgerðirnar óháð hvaða menntun það hefur og einnig skiptir ekki máli hvernig staða fólks er á húsnæðismarkaði; meirihluti er fyrir upptöku beggja leiða. Þó þarf ekki að koma á óvart að mestur stuðningur mælist við upptöku leigubremsu og leiguþaks hjá þeim sem eru á leigumarkaði; 84 prósenta stuðningur í fyrra tilvikinu og 88 prósenta stuðningur í hinu síðara. 

Þegar horft er til tekna er mestan stuðning við upptöku leigubremsu að finna í hópi þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Af þeim sem hafa tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði svöruðu 57 prósent þeirra því að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 19,5 prósent voru því fremur hlynnt. Minnstan stuðning var að finna hjá tekjuhæsta hópnum, þeim sem hafa yfir 1.200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Alls svöruðu 37 prósent aðspurðra í þeim tekjuhóp að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 30 prósent voru því frekar hlynnt. Yfir tveir þriðju aðspurðra í öllum tekjuhópum reyndust mjög eða frekar hlynnt því að tekin yrði upp leigubremsa.

Niðurstöður könnunarinnar þegar spurt var um leiguþak voru svipaðar þegar greint var niður eftir tekjum. Flestir reyndust hlynntir upptöku leiguþaks í læsta tekjuhópnum, undir 400 þúsund krónum. Alls 63 prósent þeirra svöruðu því til að þau væru mjög hlynnt upptöku leiguþaks og rúm 19 prósent voru því frekar fylgjandi. Svör þeirra sem hæstar tekjurnar höfðu voru á þá leið að 36 prósent þeirra voru mjög fylgjandi upptöku leiguþaks og 27 prósent þeirra voru því frekar fylgjandi. 

Því sem næst allir stuðningsmenn Sósíalista fylgjandi

Nánast allir þeir sem sögðust styðja Sósíalistaflokkinn eru fylgjandi leiguþaki og 85 prósent fylgenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Minnstan stuðning við upptöku leiguþaks var að finna hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það reyndist yfir helmingur þeirra ýmist mjög eða frekar fylgjandi leiguþaki. Alls sögðust 28 prósent stuðningsmanna flokksins vera því mjög fylgjandi og 25 prósent voru því frekar fylgjandi. 

Svipaða sögu er að segja um stuðningsfólk Viðreisnar en þar sögðust þó fleiri vera mjög fylgjandi leiguþaki, 37 prósent á meðan að 14 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Afgerandi flestir stuðningsmenn þessara tveggja reyndust andsnúnir upptöku leiguþaks, 30 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokks og 28 prósent í tilviki Viðreisnar. Niðurstöður þess þegar spurt var um leigubremsu reyndust svipaðar.

„Það er ljóst að meginþorri almennings vill verja leigjendur fyrir því óstjórnlega okri sem hér hefur geisað á leigumarkaði og að aðeins lítill minnihluti vill það ekki. Vandi okkar er að það er þessi minnihluti sem ræður stefnu stjórnvalda. Það er vandi leigjenda og vandi okkar samfélags,“ er haft eftir Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Samtaka leigjenda í fréttatilkynningu um niðurstöður könnunnarinnar. 

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Samtök leigjenda á Íslandi dagana 2. til 12. september 2022 og voru svarendur 1.249 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár