Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu

Fast að því þrír af hverj­um fjór­um Ís­lend­ing­um styðja að tek­ið verði upp þak á leigu­greiðsl­ur og hækk­un á leigu verði brems­uð, sam­kvæmt nýrri könn­un. Meiri­hlutastuðn­ing­ur er við slík­ar að­gerð­ir í öll­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Stuðn­ing­ur­inn er minnst­ur á með­al kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, þó þeir já­kvæðu séu í meiri­hluta þar líkt og hjá öðr­um.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu
Búin að fá nóg af okrinu Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir niðurstöður könnunarinnar sýna að aðeins lítill minnihluti landsmanna vilji ekki bregðast við því okri sem ríki á leigumarkaði. Vandinn sé að sá minnihluti ráði stefnu stjórnvalda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og sömuleiðis að tekin verði upp svokölluð leigubremsa hér á landi. Alls eru ríflega 70 prósent landsmanna hlynnt því að slíkar reglur verði teknar upp.

Þetta er meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Samtök leigjenda á Íslandi. Þar kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hérlendis. Leiguþak virkar með þeim hætti að gefið er út hámarksleiguverð á húsnæði miðað við stærð þess, gæði og staðsetningu. Frekar eða mjög andvígir leiguþaki reyndust vera 13 prósent aðspurðra.

Mjög svipaðar niðurstöður fengust þegar spurt var hvort taka ætti upp leigubremsu, en þar er um að ræða viðmið um hversu mikið húsaleiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Alls sögðust 72 prósent frekar eða mjög hlynnt því að tekin væri upp leigubremsa en 11 prósent aðspurðra sögðust því mjög eða frekar andvíg. 

Meirihluti er fyrir því að tekin verði upp bæði leigubremsa og leiguþak sama hvaða tekjuhópa er um að ræða, allan aldur, kyn og búsetu. Þá er meirihlutastuðningur við upptöku beggja leiða hjá stuðningsfólki allra stjórnmálaflokka. Sömuleiðis styður meirihluti fólks aðgerðirnar óháð hvaða menntun það hefur og einnig skiptir ekki máli hvernig staða fólks er á húsnæðismarkaði; meirihluti er fyrir upptöku beggja leiða. Þó þarf ekki að koma á óvart að mestur stuðningur mælist við upptöku leigubremsu og leiguþaks hjá þeim sem eru á leigumarkaði; 84 prósenta stuðningur í fyrra tilvikinu og 88 prósenta stuðningur í hinu síðara. 

Þegar horft er til tekna er mestan stuðning við upptöku leigubremsu að finna í hópi þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Af þeim sem hafa tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði svöruðu 57 prósent þeirra því að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 19,5 prósent voru því fremur hlynnt. Minnstan stuðning var að finna hjá tekjuhæsta hópnum, þeim sem hafa yfir 1.200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Alls svöruðu 37 prósent aðspurðra í þeim tekjuhóp að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 30 prósent voru því frekar hlynnt. Yfir tveir þriðju aðspurðra í öllum tekjuhópum reyndust mjög eða frekar hlynnt því að tekin yrði upp leigubremsa.

Niðurstöður könnunarinnar þegar spurt var um leiguþak voru svipaðar þegar greint var niður eftir tekjum. Flestir reyndust hlynntir upptöku leiguþaks í læsta tekjuhópnum, undir 400 þúsund krónum. Alls 63 prósent þeirra svöruðu því til að þau væru mjög hlynnt upptöku leiguþaks og rúm 19 prósent voru því frekar fylgjandi. Svör þeirra sem hæstar tekjurnar höfðu voru á þá leið að 36 prósent þeirra voru mjög fylgjandi upptöku leiguþaks og 27 prósent þeirra voru því frekar fylgjandi. 

Því sem næst allir stuðningsmenn Sósíalista fylgjandi

Nánast allir þeir sem sögðust styðja Sósíalistaflokkinn eru fylgjandi leiguþaki og 85 prósent fylgenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Minnstan stuðning við upptöku leiguþaks var að finna hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það reyndist yfir helmingur þeirra ýmist mjög eða frekar fylgjandi leiguþaki. Alls sögðust 28 prósent stuðningsmanna flokksins vera því mjög fylgjandi og 25 prósent voru því frekar fylgjandi. 

Svipaða sögu er að segja um stuðningsfólk Viðreisnar en þar sögðust þó fleiri vera mjög fylgjandi leiguþaki, 37 prósent á meðan að 14 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Afgerandi flestir stuðningsmenn þessara tveggja reyndust andsnúnir upptöku leiguþaks, 30 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokks og 28 prósent í tilviki Viðreisnar. Niðurstöður þess þegar spurt var um leigubremsu reyndust svipaðar.

„Það er ljóst að meginþorri almennings vill verja leigjendur fyrir því óstjórnlega okri sem hér hefur geisað á leigumarkaði og að aðeins lítill minnihluti vill það ekki. Vandi okkar er að það er þessi minnihluti sem ræður stefnu stjórnvalda. Það er vandi leigjenda og vandi okkar samfélags,“ er haft eftir Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Samtaka leigjenda í fréttatilkynningu um niðurstöður könnunnarinnar. 

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Samtök leigjenda á Íslandi dagana 2. til 12. september 2022 og voru svarendur 1.249 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár