Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu

Fast að því þrír af hverj­um fjór­um Ís­lend­ing­um styðja að tek­ið verði upp þak á leigu­greiðsl­ur og hækk­un á leigu verði brems­uð, sam­kvæmt nýrri könn­un. Meiri­hlutastuðn­ing­ur er við slík­ar að­gerð­ir í öll­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Stuðn­ing­ur­inn er minnst­ur á með­al kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, þó þeir já­kvæðu séu í meiri­hluta þar líkt og hjá öðr­um.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu
Búin að fá nóg af okrinu Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir niðurstöður könnunarinnar sýna að aðeins lítill minnihluti landsmanna vilji ekki bregðast við því okri sem ríki á leigumarkaði. Vandinn sé að sá minnihluti ráði stefnu stjórnvalda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og sömuleiðis að tekin verði upp svokölluð leigubremsa hér á landi. Alls eru ríflega 70 prósent landsmanna hlynnt því að slíkar reglur verði teknar upp.

Þetta er meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Samtök leigjenda á Íslandi. Þar kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hérlendis. Leiguþak virkar með þeim hætti að gefið er út hámarksleiguverð á húsnæði miðað við stærð þess, gæði og staðsetningu. Frekar eða mjög andvígir leiguþaki reyndust vera 13 prósent aðspurðra.

Mjög svipaðar niðurstöður fengust þegar spurt var hvort taka ætti upp leigubremsu, en þar er um að ræða viðmið um hversu mikið húsaleiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Alls sögðust 72 prósent frekar eða mjög hlynnt því að tekin væri upp leigubremsa en 11 prósent aðspurðra sögðust því mjög eða frekar andvíg. 

Meirihluti er fyrir því að tekin verði upp bæði leigubremsa og leiguþak sama hvaða tekjuhópa er um að ræða, allan aldur, kyn og búsetu. Þá er meirihlutastuðningur við upptöku beggja leiða hjá stuðningsfólki allra stjórnmálaflokka. Sömuleiðis styður meirihluti fólks aðgerðirnar óháð hvaða menntun það hefur og einnig skiptir ekki máli hvernig staða fólks er á húsnæðismarkaði; meirihluti er fyrir upptöku beggja leiða. Þó þarf ekki að koma á óvart að mestur stuðningur mælist við upptöku leigubremsu og leiguþaks hjá þeim sem eru á leigumarkaði; 84 prósenta stuðningur í fyrra tilvikinu og 88 prósenta stuðningur í hinu síðara. 

Þegar horft er til tekna er mestan stuðning við upptöku leigubremsu að finna í hópi þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Af þeim sem hafa tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði svöruðu 57 prósent þeirra því að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 19,5 prósent voru því fremur hlynnt. Minnstan stuðning var að finna hjá tekjuhæsta hópnum, þeim sem hafa yfir 1.200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Alls svöruðu 37 prósent aðspurðra í þeim tekjuhóp að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 30 prósent voru því frekar hlynnt. Yfir tveir þriðju aðspurðra í öllum tekjuhópum reyndust mjög eða frekar hlynnt því að tekin yrði upp leigubremsa.

Niðurstöður könnunarinnar þegar spurt var um leiguþak voru svipaðar þegar greint var niður eftir tekjum. Flestir reyndust hlynntir upptöku leiguþaks í læsta tekjuhópnum, undir 400 þúsund krónum. Alls 63 prósent þeirra svöruðu því til að þau væru mjög hlynnt upptöku leiguþaks og rúm 19 prósent voru því frekar fylgjandi. Svör þeirra sem hæstar tekjurnar höfðu voru á þá leið að 36 prósent þeirra voru mjög fylgjandi upptöku leiguþaks og 27 prósent þeirra voru því frekar fylgjandi. 

Því sem næst allir stuðningsmenn Sósíalista fylgjandi

Nánast allir þeir sem sögðust styðja Sósíalistaflokkinn eru fylgjandi leiguþaki og 85 prósent fylgenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Minnstan stuðning við upptöku leiguþaks var að finna hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það reyndist yfir helmingur þeirra ýmist mjög eða frekar fylgjandi leiguþaki. Alls sögðust 28 prósent stuðningsmanna flokksins vera því mjög fylgjandi og 25 prósent voru því frekar fylgjandi. 

Svipaða sögu er að segja um stuðningsfólk Viðreisnar en þar sögðust þó fleiri vera mjög fylgjandi leiguþaki, 37 prósent á meðan að 14 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Afgerandi flestir stuðningsmenn þessara tveggja reyndust andsnúnir upptöku leiguþaks, 30 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokks og 28 prósent í tilviki Viðreisnar. Niðurstöður þess þegar spurt var um leigubremsu reyndust svipaðar.

„Það er ljóst að meginþorri almennings vill verja leigjendur fyrir því óstjórnlega okri sem hér hefur geisað á leigumarkaði og að aðeins lítill minnihluti vill það ekki. Vandi okkar er að það er þessi minnihluti sem ræður stefnu stjórnvalda. Það er vandi leigjenda og vandi okkar samfélags,“ er haft eftir Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Samtaka leigjenda í fréttatilkynningu um niðurstöður könnunnarinnar. 

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Samtök leigjenda á Íslandi dagana 2. til 12. september 2022 og voru svarendur 1.249 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
1
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár