Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

906. spurningaþraut: Hvernig fallbeygir maður belju?

906. spurningaþraut: Hvernig fallbeygir maður belju?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða tónlistarmann má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landshluta er Dalatangi?

2.  Súleiman hinn mikilfenglegi var soldán í hvaða ríki?

3.  Hvernig fallbeygir maður heiti þess dýrs sem í ögn óvirðulegra máli er kallað belja? Sem sé: Hér er — um — frá — til?

4.  Hvað er hringur margar gráður?

5.  Elsta hús Reykjavíkur sem enn stendur, Aðalstræti 10, var reist fyrir iðnfyrirtæki sem fógeti nokkur hafði veg og vanda af að koma upp í Reykjavík. Hvað hét fógetinn?

6.  Og hvað voru þessi iðnfyrirtæki kölluð einu nafni?

7.  En hve gamalt er húsið því sem næst: 310 ára — 260 ára — 210 ára — 160 ára — 110 ára?

8.  Hver leikstýrði stórmyndinni Everest árið 2015? 

9.  Hvaða valdhafi hefur ríkt lengst eftir 1900 (fyrir utan konungborið fólk): Paul Biya, Kamerún — Fidel Castro, Kúbu — Gaddafí, Líbíu — Kim Il-Sung, Norður-Kóreu —  Stalín, Sovétríkjunum?

10.  Árið 1966 lenti bandarísk sprengjuþota í árekstri við eldsneytisvél. Þær voru á flugi yfir sjó skammt frá strönd og þrjár kjarnorkusprengjur sem sprengjuþotan flutti lentu á landi upp, rétt hjá þorpi í suðurhluta tiltekins lands. Sú fjórða fannst í sjónum nokkrum mánuðum síðar. Sprenging varð í tveimur vopnanna sem lentu á landi en náði ekki að kveikja sjálfa kjarnorkusprenginguna. Hvaða land er hér um að ræða? 

***

Seinni aukaspurning:

Þau birtast gjarnan á skjánum þegar kynna þarf klassíska tónlist. Hvað heita þau? Annað nafnið dugar, en þið fáið sinfóníuverðlaun ef þið hafið bæði rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Austfjörðum.

2.  Tyrklandi, Ottómana-ríkinu — hvorttveggja er rétt.

3.  Hér er kýr - um kú - frá kú - til kýr.

4.  360.

5.  Skúli Magnússon.

6.  Innréttingar.

7.  260 ára.

8.  Baltasar Kormákur.

9.  Fidel Castro.

10.  Spán.

***

Svör við aukaspurningum:

David Bowie er á efri myndinni.

Á þeirri neðri eru Guðni Tómasson og Halla Oddný.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár