Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

898. spurningaþraut: Akrafjall, Skarðsheiðin eða Esjan?

898. spurningaþraut: Akrafjall, Skarðsheiðin eða Esjan?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Nokkurn veginn hversu margir búa í Evrópusambandslöndunum? Eru tæplega 500 milljónir, tæplega 1.000 milljónir, tæplega 1.500 eða tæplega 2.000 milljónir?

2.  Hvað hét sýslumaður sá í Húnavatnssýslu sem lét framkvæma síðustu aftöku á Íslandi?

3.  Og hvenær var það? Var það 1780 — 1800 — 1830 — 1860 — eða 1890?

4.  En hvað er fjölmennasta ríkið af þeim sem við köllum Arabalönd? — Þar er Íran vel að merkja ekki talið með.

5.  Í hvaða landi er dagblaðið Guardian gefið út?

6.  Í hvaða fjalllendi er Téténía?

7.  Fyrir norðan Reykjavík blasa við Akrafjall, Skarðsheiðin og Esjan. Hvert af þessum fjöllum er hæst?

8.  Hvar var fyrsti biskupsstóll á Íslandi stofnaður?

9.  Hvað hét myntin í Frakklandi áður en evran kom til sögunnar?

10.  Hver lék Hörpu Sjöfn Hermundardóttur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá hér? Þið þurfið að þekkja það með nafni.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tæplega 500 milljónir.

2.  Björn Blöndal.

3.  1830.

4.  Egiftaland. Það búa reyndar töluvert fleiri í Egiftalandi en Íran.

5.  Bretlandi.

6.  Kákasus-fjöllum.

7.  Skarðsheiði er 1.058 metrar, Esjan 914 og Akrafjall mun lægra.

8.  Í Skálholti.

9.  Franki.

10.  Ragnhildur Gísladóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Andropov leiðtogi Sovétríkjanna 1982-1983.

Á neðri myndinni er Sleipnir, hestur Óðins úr norrænu goðafræðinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Gaman. 10 réttir af 10 og 2 af 2 aukaspurningum. (Kemur því miður sjaldan fyrir.)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár