Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Nokkurn veginn hversu margir búa í Evrópusambandslöndunum? Eru tæplega 500 milljónir, tæplega 1.000 milljónir, tæplega 1.500 eða tæplega 2.000 milljónir?
2. Hvað hét sýslumaður sá í Húnavatnssýslu sem lét framkvæma síðustu aftöku á Íslandi?
3. Og hvenær var það? Var það 1780 — 1800 — 1830 — 1860 — eða 1890?
4. En hvað er fjölmennasta ríkið af þeim sem við köllum Arabalönd? — Þar er Íran vel að merkja ekki talið með.
5. Í hvaða landi er dagblaðið Guardian gefið út?
6. Í hvaða fjalllendi er Téténía?
7. Fyrir norðan Reykjavík blasa við Akrafjall, Skarðsheiðin og Esjan. Hvert af þessum fjöllum er hæst?
8. Hvar var fyrsti biskupsstóll á Íslandi stofnaður?
9. Hvað hét myntin í Frakklandi áður en evran kom til sögunnar?
10. Hver lék Hörpu Sjöfn Hermundardóttur?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða dýr má sjá hér? Þið þurfið að þekkja það með nafni.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tæplega 500 milljónir.
2. Björn Blöndal.
3. 1830.
4. Egiftaland. Það búa reyndar töluvert fleiri í Egiftalandi en Íran.
5. Bretlandi.
6. Kákasus-fjöllum.
7. Skarðsheiði er 1.058 metrar, Esjan 914 og Akrafjall mun lægra.
8. Í Skálholti.
9. Franki.
10. Ragnhildur Gísladóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Andropov leiðtogi Sovétríkjanna 1982-1983.
Á neðri myndinni er Sleipnir, hestur Óðins úr norrænu goðafræðinni.
Athugasemdir (1)