Ég var ungur drengur. Afi minn safnaði sagnfræðibókum. Einu sinni, þegar ég var svona tíu ára, var ég heima hjá afa og spurði út í bækurnar. Afi sagði: Ég skal gefa þér eina. Hann gaf mér stóra bók með myndum í svo efnið væri aðgengilegt fyrir mér. Bókin hét Stalíngrad í myndum. Svo þetta var heil bók full af myndum af stríðsglæpum í Rússlandi. Ég fór með hana í skólann og las hana þar. „Sjáið mig!“
Þannig kviknaði áhuginn út frá afa mínum. Að vera með honum, að horfa á heimildarmyndir og tala um sagnfræði. Þetta byrjaði bara þar.
Peningarnir, maður. Ég fór fyrst í verkfræði en fannst stærðfræði leiðinleg og efnafræði leiðinleg. Ég get gert stærðfræði en hafði ekki gaman af þessu. Ég vissi að ég gæti ekki gert þetta lengi, þannig að ég ákvað að fylgja áhuganum og fór í sagnfræði.
Ég stóð frammi fyrir spurningunni: Er ég að fara að verða glaður hérna eftir þrjátíu, fjörutíu ár eða mun ég sjá eftir því að hafa ekki farið í sagnfræði? Ég ákvað bara að láta vaða.
Það var algjört frelsi sem fylgdi því að velja sagnfræði. Þegar ég var í verkfræði var ég svolítið stressaður. Oft sagði ég við mig: Núna kemur dagurinn sem mér mun ganga vel. Í dag mun mér finnast þetta skemmtilegt. Í dag mun ég vilja læra þetta. En þetta voru bara blússandi leiðindi. Svo ég sagði við mig, ég nenni ekki að vera þarna. Ég hata þennan skóla. Þetta er ömurlegt.
Ég fór til námsráðgjafa. „Mig langar að vera í sagnfræði,“ sagði ég og hún svaraði: „Ókei. Farðu þá í sagnfræði.“ Ég hugsaði mig ekki um áður en ég sagði: „Ég geri það!“ Og fór bara í sagnfræði.
Athugasemdir