Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.

Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum

Ég var ungur drengur. Afi minn safnaði sagnfræðibókum. Einu sinni, þegar ég var svona tíu ára, var ég heima hjá afa og spurði út í bækurnar. Afi sagði: Ég skal gefa þér eina. Hann gaf mér stóra bók með myndum í svo efnið væri aðgengilegt fyrir mér. Bókin hét Stalíngrad í myndum. Svo þetta var heil bók full af myndum af stríðsglæpum í Rússlandi. Ég fór með hana í skólann og las hana þar. „Sjáið mig!“

Þannig kviknaði áhuginn út frá afa mínum. Að vera með honum, að horfa á heimildarmyndir og tala um sagnfræði. Þetta byrjaði bara þar.

Peningarnir, maður. Ég fór fyrst í verkfræði en fannst stærðfræði leiðinleg og efnafræði leiðinleg. Ég get gert stærðfræði en hafði ekki gaman af þessu. Ég vissi að ég gæti ekki gert þetta lengi, þannig að ég ákvað að fylgja áhuganum og fór í sagnfræði.

Ég stóð frammi fyrir spurningunni: Er ég að fara að verða glaður hérna eftir þrjátíu, fjörutíu ár eða mun ég sjá eftir því að hafa ekki farið í sagnfræði? Ég ákvað bara að láta vaða.

Það var algjört frelsi sem fylgdi því að velja sagnfræði. Þegar ég var í verkfræði var ég svolítið stressaður. Oft sagði ég við mig: Núna kemur dagurinn sem mér mun ganga vel. Í dag mun mér finnast þetta skemmtilegt. Í dag mun ég vilja læra þetta. En þetta voru bara blússandi leiðindi. Svo ég sagði við mig, ég nenni ekki að vera þarna. Ég hata þennan skóla. Þetta er ömurlegt.

Ég fór til námsráðgjafa. „Mig langar að vera í sagnfræði,“ sagði ég og hún svaraði: „Ókei. Farðu þá í sagnfræði.“ Ég hugsaði mig ekki um áður en ég sagði: „Ég geri það!“ Og fór bara í sagnfræði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár