Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

MAST rannsakar eldiskvíar á Vestfjörðum: Kafað eftir götum

Rík­i­s­tofn­un­in MAST rann­sak­ar nú hvort göt hafi kom­ið á sjókví­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um eft­ir að ætl­að­ir eld­islax­ar veidd­ust í Mjólká. Karl Stein­ar Ósskars­son, yf­ir­mað­ur fisk­eld­is hjá stofn­unni, seg­ir að kaf­að sé eft­ir göt­um en að eng­in hafi fund­ist hing­að til og að ver­ið sé að greina þá laxa sem sýni hafa ver­ið tek­in úr.

MAST rannsakar eldiskvíar á Vestfjörðum: Kafað eftir götum
Kanna hvort göt hafi komið á sjókvíar Matvælastofnun kannar nú hvort göt hafi komið á sjókvíar á Vestfjörðum eftir að ætlaðir eldislaxar veiddust í Mjólká í Arnarfirði. Engin göt hafa fundist við kafanir hingað til. Myndin er af þjónustubáti og sjókví í Dýrafirði. Mynd: Stundin

Ríkisstofnunin Matvælastofnun (MAST) rannsakar nú hvort göt hafi komið á einhverjar sjókvíar á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir að ætlaðir eldislaxar veiddust í Mjólká í Arnarfirði í sumar.  Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskseldisdeildar MAST, í svörum í tölvupósti til Stundarinnar. MAST vinnur nú að rannsókn málsins og greinir þá tólf laxa úr Mjólká sem stofnunin hefur tekið sýni úr. Engin göt hafa fundist hingað til. „MAST fyrirskipaði köfun í allar kvíar á nálægum eldissvæðum. Engin göt hafa fundist.“ 

Stundin greindi í síðustu viku frá því að umræddir laxar hafi veiðst í Mjólká í síðustu viku.  Stöðvarstjórinn í Mjólkárvirkjun, Leifur Jónasson, segir að hann telji líklegt að um helmingur tólf laxa sem starfsmenn virkjunarinnar veiddu sér til dundurs í ánni hafi verið eldislaxar. 

Karl Steinar segir að rannsókn á löxunum standi nú yfir og að niðurstöður greiningar á því liggi fyrir innan tveggja vikna. „Rannsókn MAST stendur yfir. Sýni hafa verið send í DNA greiningu til að komast að uppruna þessara laxa. Niðurstöður ættu að liggja fyrir innan tveggja vikna.“ 

Í kjölfar þessarar greiningar verður hægt að fullyrða hvort og þá hversu margir þessara tólf laxa voru eldislaxar. 

Tólf eldislaxar greindir 

Hafrannsóknarstofnun greindi frá því í fyrra að hún hefði upprunagreint tólf eldislaxa sem veiðst hefðu í íslenskum ám á liðnum árum. Stofnuninni tókst að upprunagreina níu eldislaxa með vissu.

„MAST lítur alvarlegum augum á öll strok eldislaxa“
Karl Steinar Óskarsson,
yfirmaður fiskeldis hjá MAST

Af þessum tólf voru tveir eldislaxar sem veiddust í Mjólká og mátti rekja annan þeirra til sjóvía Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði. Ekki náðist að greina uppruna hins eldislaxins með vissu. 

Slysasleppingar á eldislöxum eru slæmar þar sem erfðablöndun getur átt sér stað við villta laxastofninn hér á landi. Ef erfðablöndun verður mikil getur villti íslenski laxastofninn hætt að vera til með tíð og tíma.  Karl Steinar segir líka að MAST líti strok eldislaxa alvarlegum augum.  „MAST lítur alvarlegum augum á öll strok eldislaxa.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Varðandi greiningu á meintum eldislöxum, þá tekur aðeins nokkrar mínútur að greina hreistursýni í smásjá til að fá staðfest hvort um er að ræða eldislax eða villtan lax. Hvað dvelur Gísla og co. hjá MAST að framkvæma þetta og upplýsa? Það er í sjálfu sér nauðsynlegt rannsóknarefni.
    Flókin erfðagreining er ágæt til viðbótar, en það er síðari áfangi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er á móti laxeldi í sjó. landeldi er allt annað.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár