Ríkisstofnunin Matvælastofnun (MAST) rannsakar nú hvort göt hafi komið á einhverjar sjókvíar á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir að ætlaðir eldislaxar veiddust í Mjólká í Arnarfirði í sumar. Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskseldisdeildar MAST, í svörum í tölvupósti til Stundarinnar. MAST vinnur nú að rannsókn málsins og greinir þá tólf laxa úr Mjólká sem stofnunin hefur tekið sýni úr. Engin göt hafa fundist hingað til. „MAST fyrirskipaði köfun í allar kvíar á nálægum eldissvæðum. Engin göt hafa fundist.“
Stundin greindi í síðustu viku frá því að umræddir laxar hafi veiðst í Mjólká í síðustu viku. Stöðvarstjórinn í Mjólkárvirkjun, Leifur Jónasson, segir að hann telji líklegt að um helmingur tólf laxa sem starfsmenn virkjunarinnar veiddu sér til dundurs í ánni hafi verið eldislaxar.
Karl Steinar segir að rannsókn á löxunum standi nú yfir og að niðurstöður greiningar á því liggi fyrir innan tveggja vikna. „Rannsókn MAST stendur yfir. Sýni hafa verið send í DNA greiningu til að komast að uppruna þessara laxa. Niðurstöður ættu að liggja fyrir innan tveggja vikna.“
Í kjölfar þessarar greiningar verður hægt að fullyrða hvort og þá hversu margir þessara tólf laxa voru eldislaxar.
Tólf eldislaxar greindir
Hafrannsóknarstofnun greindi frá því í fyrra að hún hefði upprunagreint tólf eldislaxa sem veiðst hefðu í íslenskum ám á liðnum árum. Stofnuninni tókst að upprunagreina níu eldislaxa með vissu.
„MAST lítur alvarlegum augum á öll strok eldislaxa“
Af þessum tólf voru tveir eldislaxar sem veiddust í Mjólká og mátti rekja annan þeirra til sjóvía Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði. Ekki náðist að greina uppruna hins eldislaxins með vissu.
Slysasleppingar á eldislöxum eru slæmar þar sem erfðablöndun getur átt sér stað við villta laxastofninn hér á landi. Ef erfðablöndun verður mikil getur villti íslenski laxastofninn hætt að vera til með tíð og tíma. Karl Steinar segir líka að MAST líti strok eldislaxa alvarlegum augum. „MAST lítur alvarlegum augum á öll strok eldislaxa.“
Flókin erfðagreining er ágæt til viðbótar, en það er síðari áfangi.