Fyrri aukaspurning:
Hvaða dýr er það sem blettatígurinn er hér að elta?
***
Aðalspurningar:
1. Hver eru Eystrasaltsríkið þrjú og hvernig raðast þau á landakorti frá norðri til suðurs?
2. Hvað nefnist hljómsveitin sem Magnús Eiríksson hefur haldið úti áratugum saman þótt oft starfi hún lítt eða ekki langtímum saman?
3. Og hver hefur gegnum tíðina verið aðalsöngvari hljómsveitarinnar og yfirleitt unnið mikið með Magnúsi?
4. Doris Lessing þótti meðal hinna fremri í sinni listgrein á 20. öld. Hvaða listgrein stundaði Lessing?
5. En Sigrún Eðvaldsdóttir hér uppi á Íslandi, hver er hennar list?
6. Guðrún Hafsteinsdóttir er fædd 1970, hún hefur menntun bæði í mannfræði og hagnýtri jafnréttisfræði og var svo fjármálastjóri, framkvæmdastjóri og loks markaðsstjóri í allstóru fjölskyldufyrirtæki. Fyrir ári söðlaði hún um og tók að sér nýtt starf. Við hvað starfar Guðrún nú?
7. Hver af þessum þéttbýlisstöðum er EKKI á Snæfellsnesi? — Brjánslækur, Grundarfjörður, Hellissandur, Ólafsvík, Rif, Stykkishólmur.
8. Hvaða ár er yfirleitt miðað við að Alþingi hafi verið stofnað til forna?
9. M1 Abrams nefnist stríðstól eitt. Hvers konar tól og hvaða þjóð framleiðir það?
10. Á hvaða eyju er bærinn Corleone?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá eina frægustu bókarkápu allra tíma. Myndin prýddi Penguin-útgáfu af skáldsögu sem kom upphaflega út á Englandi 1962 og áratug síðar var reyndar gerð fræg bíómynd eftir skáldsögunni. Hvaða skáldsaga er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Eistland er nyrst, þá Lettland og syðst er Litháen.
2. Mannakorn.
3. Pálmi Gunnarsson.
4. Rithöfundur.
5. Fiðluleikari.
6. Hún er þingmaður.
7. Brjánslækur.
8. 930.
9. Bandarískur skriðdreki.
10. Sikiley.
***
Svör við aukaspurningum:
Litla dýrið er gasella. Þar eð gasellur teljast til antilópa, þá fæst líka stig fyrir antilópu.
Skjáskotið sýnir kápuna af skáldsögunni Clockwork Orange eftir Anthony Burgess. Eftir sögunni gerði Kubrick fræga kvikmynd.
Athugasemdir (1)