Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

892. spurningaþraut: Í hvaða höfuðborg Evrópu varð mannskæður jarðskjálfti 1977?

892. spurningaþraut: Í hvaða höfuðborg Evrópu varð mannskæður jarðskjálfti 1977?

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr mynd frá 1993, What's Eating Gilbert Grape? Hver er ungi leikarinn sem þarna sést leika fatlaðan pilt?

***

Aðalspurningar:

1.  Jóhann Hjartarson er lögfræðingur og hefur komið nokkuð víða við sem slíkur. En Jóhann var fyrr á tíð afreksmaður í tiltekinni grein og var jafnvel meðal hinna bestu í heimi um tíma. Hvaða grein var það?

2.  Meðan á þessum afreksferli Jóhanns stóð vann hann marga góða sigra en hæst ber sigur hans yfir gamalreyndum heimsfrægum kappa. Hvað hét sá?

3.  Í hvaða landi er Bretaníuskagi?

4.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið varaformaður í einum stjórnmálaflokki en formaður í öðrum. Hvaða flokkar eru þetta?

5.   Petrea Ingileif Guðmundsdóttir varð um mánaðamótin ágúst/september hæstráðandi í stóru fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, sem heitir ... hvað?

6.  Í hvaða ríki var Ívan grimmi við stjórnvölinn?

7.  Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness er sagt frá Bjarti í Sumarhúsum?

8.  Í frægri senu bókarinnar heldur bóndi sér dauðahaldi í dýr eitt á leiðinni yfir á að vetrarlagi og lifir þannig af. Hvaða dýr var það?

9.  Tunglferðaáætlun Bandaríkjanna um 1970 hét Apollo. Ný tunglferðaáætlun þeirra heitir Artemis. Hvernig tengjast þessi tvö nöfn? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

10.  4. mars 1977 reið jarðskjálfti yfir evrópska höfuðborg, 7,3 styrkleika og drap rúmlega 1.400 manns í borginni og 1.578 í landinu öllu. Margar sögufrægar byggingar hrundu og rúmlega 11 þúsund slösuðust. Hvaða borg var hér um að ræða? Var það Búkarest í Rúmeníu — Madrid á Spáni — Róm á Ítalíu — Varsjá í Póllandi?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi tvö stóru skip liggja í höfn í evrópskri höfuðborg. Hvaða höfuðborg skyldi það vera? Skoðið skipin og giskið svo.f

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skák.

2.  Kortsnoj.

3.  Frakklandi.

4.  Varaformaður Sjálfstæðisflokks, formaður Viðreisnar.

5.  Sýn.

6.  Rússlandi.

7.  Sjálfstæðu fólki.

8.  Hreindýr.

9.  Apollo og Artemis eru systkini úr grísku goðafræðinni. Hér er nauðsynlegt að orðið „systkini“ komi fram.

10.  Búkarest.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Leonardo DiCaprio.

Á neðri myndinni má sjá tvo ísbrjóta liggja í höfninni í Helsinki. Við enga aðra höfuðborg Evrópuríkis leggur þvílíkan ís að þörf sé á svo gríðarmiklum ísbrjótum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár