Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

892. spurningaþraut: Í hvaða höfuðborg Evrópu varð mannskæður jarðskjálfti 1977?

892. spurningaþraut: Í hvaða höfuðborg Evrópu varð mannskæður jarðskjálfti 1977?

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr mynd frá 1993, What's Eating Gilbert Grape? Hver er ungi leikarinn sem þarna sést leika fatlaðan pilt?

***

Aðalspurningar:

1.  Jóhann Hjartarson er lögfræðingur og hefur komið nokkuð víða við sem slíkur. En Jóhann var fyrr á tíð afreksmaður í tiltekinni grein og var jafnvel meðal hinna bestu í heimi um tíma. Hvaða grein var það?

2.  Meðan á þessum afreksferli Jóhanns stóð vann hann marga góða sigra en hæst ber sigur hans yfir gamalreyndum heimsfrægum kappa. Hvað hét sá?

3.  Í hvaða landi er Bretaníuskagi?

4.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið varaformaður í einum stjórnmálaflokki en formaður í öðrum. Hvaða flokkar eru þetta?

5.   Petrea Ingileif Guðmundsdóttir varð um mánaðamótin ágúst/september hæstráðandi í stóru fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, sem heitir ... hvað?

6.  Í hvaða ríki var Ívan grimmi við stjórnvölinn?

7.  Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness er sagt frá Bjarti í Sumarhúsum?

8.  Í frægri senu bókarinnar heldur bóndi sér dauðahaldi í dýr eitt á leiðinni yfir á að vetrarlagi og lifir þannig af. Hvaða dýr var það?

9.  Tunglferðaáætlun Bandaríkjanna um 1970 hét Apollo. Ný tunglferðaáætlun þeirra heitir Artemis. Hvernig tengjast þessi tvö nöfn? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

10.  4. mars 1977 reið jarðskjálfti yfir evrópska höfuðborg, 7,3 styrkleika og drap rúmlega 1.400 manns í borginni og 1.578 í landinu öllu. Margar sögufrægar byggingar hrundu og rúmlega 11 þúsund slösuðust. Hvaða borg var hér um að ræða? Var það Búkarest í Rúmeníu — Madrid á Spáni — Róm á Ítalíu — Varsjá í Póllandi?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi tvö stóru skip liggja í höfn í evrópskri höfuðborg. Hvaða höfuðborg skyldi það vera? Skoðið skipin og giskið svo.f

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skák.

2.  Kortsnoj.

3.  Frakklandi.

4.  Varaformaður Sjálfstæðisflokks, formaður Viðreisnar.

5.  Sýn.

6.  Rússlandi.

7.  Sjálfstæðu fólki.

8.  Hreindýr.

9.  Apollo og Artemis eru systkini úr grísku goðafræðinni. Hér er nauðsynlegt að orðið „systkini“ komi fram.

10.  Búkarest.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Leonardo DiCaprio.

Á neðri myndinni má sjá tvo ísbrjóta liggja í höfninni í Helsinki. Við enga aðra höfuðborg Evrópuríkis leggur þvílíkan ís að þörf sé á svo gríðarmiklum ísbrjótum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár