Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á mótum hvaða ríkja er Dauðahafið?

2.  Níturoxíð eða N20 er litlaus gastegund sem er notuð til ýmissa hluta og hefur það sér m.a. til ágætis að vera ekki eldfim. Gasið er þó blandað út í ýmiss konar eldsneyti, bæði í eldflaugum, kappakstursbílum o.fl. Upphaflega var gasið einkum notað við deyfingar og er það jafnvel enn. Hvað er útbreiddasta nafnið á níturoxíði? 

3.  Hvað nefnist sá hluti Danmerkur sem er áfastur meginlandi Evrópu?

4.  Í hvaða ríki er borgin Auckland?

5.  Reyndar er til annað nafn á þeirri borg: Tāmaki Makaurau. Á hvaða tungumáli heitir Auckland þessu nafni?

6.  Hver er menntun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands?

7.  Hvað nefnist nú bær eða borg sem fyrrum hét Godthåb?

8.  Borg ein er í tíunda sæti yfir evrópskar borgir að mannfjölda. Á tímum Rómverja var hún um tíma kölluð Lutetia. Hvað heitir hún nú?

9.  Árið 2020 skipti smáþorpið Fucking um nafn. Í þorpinu búa aðeins rúmlega 100 manns og þeir höfðu lengi vel góðan húmor fyrir því hvaða hugrenningatengsl vöknuðu hjá þeim sem sáu nafnið, en að lokum voru íbúarnir samt farnir að hafa ama af nafninu, og þá var nafninu sem sé breytt. En í hvaða ríki var þorpið Fucking? Og svo fæst eitt Fucking-aukastig fyrir að vita hvaða nafn er nú á þorpinu.

10.  Aventinus, Capitolinus, Caelius, Esquilinus, Palatinus, Quirinalis, Viminalis. Hvaða sjö nöfn eru þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ísraels og Jórdaníu.

2.  Hláturgas.

3.  Jótland.

4.  Nýja Sjálandi.

5.  Maórísku.

6.  Hann er sagnfræðingur.

7.  Nuuk.

8.  París.

9.  Fucking var í Austurríki en nefnist nú Fugging.

10.  Nöfnin á hinum sjö hæðum Rómaborgar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Olivia Newton John.

Á neðri mynd er Guðrún Agnarsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár