Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á mótum hvaða ríkja er Dauðahafið?

2.  Níturoxíð eða N20 er litlaus gastegund sem er notuð til ýmissa hluta og hefur það sér m.a. til ágætis að vera ekki eldfim. Gasið er þó blandað út í ýmiss konar eldsneyti, bæði í eldflaugum, kappakstursbílum o.fl. Upphaflega var gasið einkum notað við deyfingar og er það jafnvel enn. Hvað er útbreiddasta nafnið á níturoxíði? 

3.  Hvað nefnist sá hluti Danmerkur sem er áfastur meginlandi Evrópu?

4.  Í hvaða ríki er borgin Auckland?

5.  Reyndar er til annað nafn á þeirri borg: Tāmaki Makaurau. Á hvaða tungumáli heitir Auckland þessu nafni?

6.  Hver er menntun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands?

7.  Hvað nefnist nú bær eða borg sem fyrrum hét Godthåb?

8.  Borg ein er í tíunda sæti yfir evrópskar borgir að mannfjölda. Á tímum Rómverja var hún um tíma kölluð Lutetia. Hvað heitir hún nú?

9.  Árið 2020 skipti smáþorpið Fucking um nafn. Í þorpinu búa aðeins rúmlega 100 manns og þeir höfðu lengi vel góðan húmor fyrir því hvaða hugrenningatengsl vöknuðu hjá þeim sem sáu nafnið, en að lokum voru íbúarnir samt farnir að hafa ama af nafninu, og þá var nafninu sem sé breytt. En í hvaða ríki var þorpið Fucking? Og svo fæst eitt Fucking-aukastig fyrir að vita hvaða nafn er nú á þorpinu.

10.  Aventinus, Capitolinus, Caelius, Esquilinus, Palatinus, Quirinalis, Viminalis. Hvaða sjö nöfn eru þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ísraels og Jórdaníu.

2.  Hláturgas.

3.  Jótland.

4.  Nýja Sjálandi.

5.  Maórísku.

6.  Hann er sagnfræðingur.

7.  Nuuk.

8.  París.

9.  Fucking var í Austurríki en nefnist nú Fugging.

10.  Nöfnin á hinum sjö hæðum Rómaborgar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Olivia Newton John.

Á neðri mynd er Guðrún Agnarsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár