Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

883. spurningaþraut: Hér er Fucking-stig í boði!

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á mótum hvaða ríkja er Dauðahafið?

2.  Níturoxíð eða N20 er litlaus gastegund sem er notuð til ýmissa hluta og hefur það sér m.a. til ágætis að vera ekki eldfim. Gasið er þó blandað út í ýmiss konar eldsneyti, bæði í eldflaugum, kappakstursbílum o.fl. Upphaflega var gasið einkum notað við deyfingar og er það jafnvel enn. Hvað er útbreiddasta nafnið á níturoxíði? 

3.  Hvað nefnist sá hluti Danmerkur sem er áfastur meginlandi Evrópu?

4.  Í hvaða ríki er borgin Auckland?

5.  Reyndar er til annað nafn á þeirri borg: Tāmaki Makaurau. Á hvaða tungumáli heitir Auckland þessu nafni?

6.  Hver er menntun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands?

7.  Hvað nefnist nú bær eða borg sem fyrrum hét Godthåb?

8.  Borg ein er í tíunda sæti yfir evrópskar borgir að mannfjölda. Á tímum Rómverja var hún um tíma kölluð Lutetia. Hvað heitir hún nú?

9.  Árið 2020 skipti smáþorpið Fucking um nafn. Í þorpinu búa aðeins rúmlega 100 manns og þeir höfðu lengi vel góðan húmor fyrir því hvaða hugrenningatengsl vöknuðu hjá þeim sem sáu nafnið, en að lokum voru íbúarnir samt farnir að hafa ama af nafninu, og þá var nafninu sem sé breytt. En í hvaða ríki var þorpið Fucking? Og svo fæst eitt Fucking-aukastig fyrir að vita hvaða nafn er nú á þorpinu.

10.  Aventinus, Capitolinus, Caelius, Esquilinus, Palatinus, Quirinalis, Viminalis. Hvaða sjö nöfn eru þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ísraels og Jórdaníu.

2.  Hláturgas.

3.  Jótland.

4.  Nýja Sjálandi.

5.  Maórísku.

6.  Hann er sagnfræðingur.

7.  Nuuk.

8.  París.

9.  Fucking var í Austurríki en nefnist nú Fugging.

10.  Nöfnin á hinum sjö hæðum Rómaborgar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Olivia Newton John.

Á neðri mynd er Guðrún Agnarsdóttir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár