Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

881. spurningaþraut: Voru drýli í Bletchley Park?

881. spurningaþraut: Voru drýli í Bletchley Park?

Fyrri aukaspurning:

Hvað dýr er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða ríki eru höfuðstöðvar Skoda-bílaframleiðslunnar?

2.  Hver er fyrsti þingmaður Suðvestur kjördæmis?

3.  Hvaða ár komst íslenska karlalandsliðsliðið í fótbolta fyrst á stórmót í sinni grein?

4.  Hver er nú þjálfari karlalandsliðsins í handbolta?

5.  Í hvaða borg gerast sagan og bíómyndin um Mary Poppins?

6.  Hvað merkir að vera drýldinn?

7.  En hvað þýðir orðið drýli?

8.  Hvað fékkst starfsfólkið í Bletchley Park við á heimsstyrjaldarárunum síðari?

9.  Þann 13. júlí 1793 framdi frönsk stúlka morð. Hún kom utan af landi og drap með hníf einn helsta foringja frönsku byltingarinnar sem þá geisaði enn af miklum krafti. Hann lá á í baði. Hún vildi refsa honum fyrir að róttækni byltingarmanna væru komin út í öfgar. Hvað hét þessi byltingarleiðtogi sem þar féll?

Og svo er í boði Jakobínastig fyrir að muna hvað stúlkan hét!

10.   Hvað heitir svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tékklandi.

2.  Bjarni Benediktsson.

3.  2016.

4.  Guðmundur Guðmundsson.

5.  London.

6.  Góður með sig, montinn.

7.  Hraukur eða heysáta af einhverju tagi.

8.  Ráða dulmál.

9.  Byltingarleiðtoginn hét Marat. Stúlkan hét Charlotte Corday, en Corday dugar.

10.  Fimmvörðuháls.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er þvottabjörn.

Á neðri myndinni er Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi og blaðamaður.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Sveinsson skrifaði
    Drýli er lítil heysáta - "Heysáta af einhverju tagi" er rangt. Þar sem ég var í sveit var drýli og það að drýla eingöngu notað um litlar heysátur sem rakaðar voru saman, þar sem að miðað var við að fljótlegt væri að dreifa úr heyinu. Þurrt hey var aldrei sett í drýli, heldur heysátur sem hægt var að hyrða. Orðið drýli yfir hrauka kannast ég ekki við, nema átt sé við heyhrauka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár