Fyrri aukaspurning:
Hvað dýr er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða ríki eru höfuðstöðvar Skoda-bílaframleiðslunnar?
2. Hver er fyrsti þingmaður Suðvestur kjördæmis?
3. Hvaða ár komst íslenska karlalandsliðsliðið í fótbolta fyrst á stórmót í sinni grein?
4. Hver er nú þjálfari karlalandsliðsins í handbolta?
5. Í hvaða borg gerast sagan og bíómyndin um Mary Poppins?
6. Hvað merkir að vera drýldinn?
7. En hvað þýðir orðið drýli?
8. Hvað fékkst starfsfólkið í Bletchley Park við á heimsstyrjaldarárunum síðari?
9. Þann 13. júlí 1793 framdi frönsk stúlka morð. Hún kom utan af landi og drap með hníf einn helsta foringja frönsku byltingarinnar sem þá geisaði enn af miklum krafti. Hann lá á í baði. Hún vildi refsa honum fyrir að róttækni byltingarmanna væru komin út í öfgar. Hvað hét þessi byltingarleiðtogi sem þar féll?
Og svo er í boði Jakobínastig fyrir að muna hvað stúlkan hét!
10. Hvað heitir svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tékklandi.
2. Bjarni Benediktsson.
3. 2016.
4. Guðmundur Guðmundsson.
5. London.
6. Góður með sig, montinn.
7. Hraukur eða heysáta af einhverju tagi.
8. Ráða dulmál.
9. Byltingarleiðtoginn hét Marat. Stúlkan hét Charlotte Corday, en Corday dugar.
10. Fimmvörðuháls.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er þvottabjörn.
Á neðri myndinni er Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi og blaðamaður.
Athugasemdir (1)