„Ha? Já, þú meinar, er það,“ eru fyrstu viðbrögð Ketils Gunnarssonar, tekjuhæsta skattgreiðanda í Reykjavík árið 2021. Ketill var með ríflega tvo milljarða króna í tekjur á síðasta ári. Greiddi 446 milljónir króna í skatt.
Það voru þó ekki almennar tekjur, launatekjur, sem skiluðu þessu, heldur fjármagnstekjur. Af þeim greiddi Ketill 444 milljónir króna í skatt.
„Ég seldi sem sagt hlutabréf í bandarísku fyrirtæki,“ útskýrir Ketill. „Ég eignaðist þessi bréf þannig að ég var í teymi fólks sem vann að stofnun og uppbyggingu fyrirtækisins NOOM.“
Fyrirtækið NOOM hannaði og markaðssetti samnefnt áskriftar-app, sem aðstoðar fólk við heilsurækt og þá sérstaklega að léttast með sérstakri áherslu á mataræði og andlega heilsu. NOOM hefur vaxið gríðarlega á fáum árum og er í dag stórfyrirtæki sem metið er á yfir 3 milljarða dollara.
Ketill starfaði hjá fyrirtækinu NOOM í átta ár. Hann hóf störf þar við hugbúnaðarþróun 2008, sama ár og þeir …
Athugasemdir