Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Drónasérfræðingur sem seldi megrunarapp tekjuhæsti Reykvíkingurinn

Ketill Gunn­ars­son er sá Reyk­vík­ing­ur sem greiddi mest í skatt af tekj­um sín­um þetta ár­ið. Sér­fræð­ing­ur í dróna­hug­bún­aði sem seldi hluta­bréf fyr­ir tvo millj­arða í banda­rísku fyr­ir­tæki sem hann átti þátt í að koma á lagg­irn­ar og er núna hundraða millj­arða króna virði.

Drónasérfræðingur sem seldi megrunarapp tekjuhæsti Reykvíkingurinn
Skattakóngur á fjöllum Ketill Gunnarsson hefur undanfarið unnið að þróun hugbúnaðar fyrir dróna sem sjálfvirknivæðir eftirlit með háspennuvirkjum og -línum. Hann kveðst vænta þess að minni tími fari í tímafreka leit að fjárfestum nú en áður, eftir að hann seldi hlutabréf fyrir rúma tvo milljarða króna, í félaginu NOOM sem hann átti þátt í að stofna og þróa. Mynd: Ketill Gunnarsson

„Ha? Já, þú meinar, er það,“ eru fyrstu viðbrögð Ketils Gunnarssonar, tekjuhæsta skattgreiðanda í Reykjavík árið 2021. Ketill var með ríflega tvo milljarða króna í tekjur á síðasta ári. Greiddi 446 milljónir króna í skatt. 

Það voru þó ekki almennar tekjur, launatekjur, sem skiluðu þessu, heldur fjármagnstekjur. Af þeim greiddi Ketill 444 milljónir króna í skatt. 

„Ég seldi sem sagt hlutabréf í bandarísku fyrirtæki,“ útskýrir Ketill. „Ég eignaðist þessi bréf þannig að ég var í teymi fólks sem vann að stofnun og uppbyggingu fyrirtækisins NOOM.

Fyrirtækið NOOM hannaði og markaðssetti samnefnt áskriftar-app, sem aðstoðar fólk við heilsurækt og þá sérstaklega að léttast með sérstakri áherslu á mataræði og andlega heilsu. NOOM hefur vaxið gríðarlega á fáum árum og er í dag stórfyrirtæki sem metið er á yfir 3 milljarða dollara. 

Ketill starfaði hjá fyrirtækinu NOOM í átta ár. Hann hóf störf þar við hugbúnaðarþróun 2008, sama ár og þeir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2022

Fjármagnstekjur bera uppi íslenska eina prósentið
GreiningHátekjulistinn 2022

Fjár­magn­s­tekj­ur bera uppi ís­lenska eina pró­sent­ið

Ís­lend­ing­arn­ir sem höfðu hæst­ar tekj­ur á síð­asta ári höfðu flest­ir drjúg­ar fjár­magn­s­tekj­ur sem höfðu þannig mest um það að segja hverj­ir raða sér í flokk tekju­hæsta 1 pró­sents lands­manna. Að­eins um helm­ing­ur 1 pró­sents­ins hafði minna en hálfa millj­ón í fjár­magn­s­tekj­ur á síð­asta ári og minna en þriðj­ung­ur þess hafði eng­ar fjár­magn­s­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár