Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sorgarsaga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Sorgarsaga Söngva Satans

Rushdie fæddist árið 1947 í Mumbai á Indlandi. Fjölskylda hans kom hins vegar frá Kasmír og voru múslimar, en sama ár og hann fæddist var landið klofið í tvennt: Indland og Pakistan urðu tvö sjálfstæð ríki. Þessu fylgdu miklir fólksflutningar og átök, ekki síst í Kasmír þar sem bæði ríki gerðu tilkall til svæðisins. 

Rushdie fluttist ungur að árum með fjölskyldu sinni til Bretlands þar sem hann lagði stund á sagnfræði í einkaskólanum Rugby College og útskrifaðist með BA-próf. Sjálfur hafði faðir hans útskrifast sem lögfræðingur frá Cambridge svo tengingin við Bretland var sterk frá upphafi. Hann byrjaði að skrifa smásögur og bækur á áttunda áratug síðustu aldar, aðallega í stíl sem hefur verið nefndur töfraraunsæi og gengur út á að blanda saman hversdagslegum veruleika við yfirnáttúrulega tóna. 

Rushdie vann hin virtu Booker-verðlaun fyrir skáldöguna Midnight’s Children árið 1981 og var þá strax farinn að vekja athygli sem efnilegur rithöfundur. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár