Veiðieftirlitsmenn verða um borð í íslensku hvalveiðiskipunum og fylgjast með, samkvæmt nýrri reglugerð sem matvælaráðherra skrifaði undir í dag. Tekin verða upp myndbönd um borð og þau afhent eftirlitsdýralækni að loknum veiðitúrum. Reglugerðin felur Matvælastofnun að hafa eftirlit með veiðunum en framkvæmd þess verður í höndum Fiskistofu.
„Það er fagnaðarefni að þessar lykilstofnanir skuli vera í samstarfi um eftirlitið. Þar er sérfræðiþekkinguna að finna og gögnin sem safnast munu geta skorið úr um það hvort að framkvæmd hvalveiða sé lögum samkvæmt,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna reglugerðarinnar.
Hvalveiðar fóru aftur af stað á Íslandi í sumar eftir nokkurra ára hlé. Hvalur hf. er eina útgerðin sem veiðir hvali nú en fyrirtækið gerir út á langreiðarveiðar. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port hafa birt myndir og frásagnir af hvalveiðunum á samfélagsmiðlum þar sem fram …
Athugasemdir (3)