Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sigmundur Davíð hættir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.

Sigmundur Davíð hættir við
Frétt Dagens Nyheter Sigmundur Davíð segir sig frá ráðstefnunni „vegna þingstarfa“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hætt við að flytja ræðu á umdeildri ráðstefnu í Svíþjóð. Þetta kemur fram í svari hans við tölvupósti frá sænska blaðinu Dagens Nyheter.

„Ég var beðinn um að taka þátt á sænsku ráðstefnunni til að veita innsýn inn í reynslu Íslands við að glíma við fjármálakreppu í ljósi núverandi þróunar efnahagsmála,“ segir Sigmundur Davíð í svari sínu til blaðsins. „Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi.“

Sigmundur Davíð hafði ekki svarað símtölum og tölvupóstum Stundarinnar vegna málsins.

Segir ekkert um afstöðu sína til ráðstefnunnar

Stundin og Expo hafa í gær og í dag sagt frá fyrirhugaðri þátttöku Sigmundar Davíðs í Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni sem fram fer í Stokkhólmi 20. ágúst. Sigmundur Davíð hefur verið auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnunni sem opinberlega er kynnt sem vettvangur umræðna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Í svari Sigmundar Davíðs til Dagens Nyheter kemur ekkert fram um afstöðu hans til ráðstefnunnar, skipuleggjenda þeirra eða ræðumanna. Í athugun Stundarinnar og Expo kemur fram að þorri ræðumanna tilheyra hægriöfgahópum, -stjórnmálaflokkum eða starfa hjá miðlum sem dreifa slíkum áróðri. Fimmtungur ræðumanna hefur starfað með hægriöfgaflokknum Alternativ för Sverige og þrettán af ræðumönnunum hafa lofað Nasistaflokk Hitlers eða afneitað Helförinni.

Hefur formaður Miðflokksins ekki svarað því til hvort hann hafi þekkt til bakgrunns ræðumanna og skipuleggjenda ráðstefnunnar eða þekkt til þeirra persónulega.

Umræður um Íslandsbankaskýrsluna ástæðan

Í samtali við Vísi segist Sigmundur Davíð ekki vita hverjar skilgreiningar blaðamanna á þjóðernisöfgamönnum séu. „Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir hann.

„En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“

„Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni“

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar og sænska fjölmiðilsins Expo sem sérhæfir sig í rannsóknum á starfsemi hægriöfgahópa eru skipuleggjendur ráðstefnunnar virkir innan slíkra hópa og 60 prósent ræðumanna sem þar koma fram sömuleiðis.

„Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á,“ segir Sigmundur Davíð við Vísi að lokum. „Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Mæting í þinginu hefur ekki verið vandamál hingað til hjá Sigmundi.
    -1
  • Blessaður maðurinn er tengdur fjölskyldunni minni sorry so sorry forthat
    0
  • Blessaður maðurinn er tengdur fjölskyldunni minni sorry so sorry forthat
    0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þið hefðuð átt að bíða með fyrri fréttina þangað til hann væri cominn heim.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár