Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sigmundur Davíð hættir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.

Sigmundur Davíð hættir við
Frétt Dagens Nyheter Sigmundur Davíð segir sig frá ráðstefnunni „vegna þingstarfa“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hætt við að flytja ræðu á umdeildri ráðstefnu í Svíþjóð. Þetta kemur fram í svari hans við tölvupósti frá sænska blaðinu Dagens Nyheter.

„Ég var beðinn um að taka þátt á sænsku ráðstefnunni til að veita innsýn inn í reynslu Íslands við að glíma við fjármálakreppu í ljósi núverandi þróunar efnahagsmála,“ segir Sigmundur Davíð í svari sínu til blaðsins. „Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi.“

Sigmundur Davíð hafði ekki svarað símtölum og tölvupóstum Stundarinnar vegna málsins.

Segir ekkert um afstöðu sína til ráðstefnunnar

Stundin og Expo hafa í gær og í dag sagt frá fyrirhugaðri þátttöku Sigmundar Davíðs í Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni sem fram fer í Stokkhólmi 20. ágúst. Sigmundur Davíð hefur verið auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnunni sem opinberlega er kynnt sem vettvangur umræðna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Í svari Sigmundar Davíðs til Dagens Nyheter kemur ekkert fram um afstöðu hans til ráðstefnunnar, skipuleggjenda þeirra eða ræðumanna. Í athugun Stundarinnar og Expo kemur fram að þorri ræðumanna tilheyra hægriöfgahópum, -stjórnmálaflokkum eða starfa hjá miðlum sem dreifa slíkum áróðri. Fimmtungur ræðumanna hefur starfað með hægriöfgaflokknum Alternativ för Sverige og þrettán af ræðumönnunum hafa lofað Nasistaflokk Hitlers eða afneitað Helförinni.

Hefur formaður Miðflokksins ekki svarað því til hvort hann hafi þekkt til bakgrunns ræðumanna og skipuleggjenda ráðstefnunnar eða þekkt til þeirra persónulega.

Umræður um Íslandsbankaskýrsluna ástæðan

Í samtali við Vísi segist Sigmundur Davíð ekki vita hverjar skilgreiningar blaðamanna á þjóðernisöfgamönnum séu. „Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir hann.

„En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“

„Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni“

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar og sænska fjölmiðilsins Expo sem sérhæfir sig í rannsóknum á starfsemi hægriöfgahópa eru skipuleggjendur ráðstefnunnar virkir innan slíkra hópa og 60 prósent ræðumanna sem þar koma fram sömuleiðis.

„Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á,“ segir Sigmundur Davíð við Vísi að lokum. „Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Mæting í þinginu hefur ekki verið vandamál hingað til hjá Sigmundi.
    -1
  • Blessaður maðurinn er tengdur fjölskyldunni minni sorry so sorry forthat
    0
  • Blessaður maðurinn er tengdur fjölskyldunni minni sorry so sorry forthat
    0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þið hefðuð átt að bíða með fyrri fréttina þangað til hann væri cominn heim.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár