Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Skírnarnafn hennar nægir í þetta sinn.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kallað í daglegu tali það tímabil sem hófst þegar Íslendingar fengu ráðherra í fyrsta sinn?

2.  En hver var annars fyrsti íslenski ráðherrann?

3.  Við hvaða fjörð stendur Búðardalur?

4.  Englendingar urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta í kvennaflokki. En hvaða þjóð er heimsmeistari í kvennaflokknum?

5.  Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands gætti þess alla jafna að skipta sér ekki að stjórnmálum líðandi dags. En 1985 dróst hún þó inn í deilur sem snerust um verkfall ákveðinnar starfsgreinar. Hvaða starfsgrein var það?

6.  Elín Björk Jónasdóttir og Birta Líf Kristinsdóttir eru starfsfélagar sem reglulega birtast í fjölmiðlum til að ræða um það sem starf þeirra snýst um. Um hvað snýst starf þeirra?

7.  Winston Churchill forsætisráðherra Breta var enskur í föðurætt. En frá hvaða landi var móðir hans?

8.  Eitt er það sjálfstæða ríki í Evrópu sem heitir á sinni eigin tungu Shqipëria. Hvað köllum við þetta ríki?

9.  Hvað heitir sá prófessor emerítus sem hefur fjallað mikið um þróun íslensks máls að undanförnu, gefið út bókina Alls konar íslenska, heldur úti Facebook-síðunni Málspjall og þykir heldur frjálslegur miðað við „málverndarmenn“ fyrri tíma?

10.  Hvað þýðir annars orðið „emeritus“?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir filmstjarna þessi?

***

Aðalspurningasvörin:

1.  Heimastjórn.

2.  Hannes Hafstein.

3.  Hvammsfjörð.

4.  Bandaríkjamenn.

5.  Flugfreyjur.

6.  Veðurfræðingar.

7.  Bandarísk.

8.  Albaníu.

9.  Eiríkur Rögnvaldsson.

10.  Notað um þá sem hafa látið af látið af störfum (oftast fyrir aldurs sakir), ekki síst við háskóla eða í kirkju, en halda titli sínum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Högna Sigurðardóttir arkitekt. Skírnarnafnið dugar sem sé.

Á neðri myndinni er Julia Roberts kvikmyndaleikkona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár