Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Skírnarnafn hennar nægir í þetta sinn.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kallað í daglegu tali það tímabil sem hófst þegar Íslendingar fengu ráðherra í fyrsta sinn?

2.  En hver var annars fyrsti íslenski ráðherrann?

3.  Við hvaða fjörð stendur Búðardalur?

4.  Englendingar urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta í kvennaflokki. En hvaða þjóð er heimsmeistari í kvennaflokknum?

5.  Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands gætti þess alla jafna að skipta sér ekki að stjórnmálum líðandi dags. En 1985 dróst hún þó inn í deilur sem snerust um verkfall ákveðinnar starfsgreinar. Hvaða starfsgrein var það?

6.  Elín Björk Jónasdóttir og Birta Líf Kristinsdóttir eru starfsfélagar sem reglulega birtast í fjölmiðlum til að ræða um það sem starf þeirra snýst um. Um hvað snýst starf þeirra?

7.  Winston Churchill forsætisráðherra Breta var enskur í föðurætt. En frá hvaða landi var móðir hans?

8.  Eitt er það sjálfstæða ríki í Evrópu sem heitir á sinni eigin tungu Shqipëria. Hvað köllum við þetta ríki?

9.  Hvað heitir sá prófessor emerítus sem hefur fjallað mikið um þróun íslensks máls að undanförnu, gefið út bókina Alls konar íslenska, heldur úti Facebook-síðunni Málspjall og þykir heldur frjálslegur miðað við „málverndarmenn“ fyrri tíma?

10.  Hvað þýðir annars orðið „emeritus“?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir filmstjarna þessi?

***

Aðalspurningasvörin:

1.  Heimastjórn.

2.  Hannes Hafstein.

3.  Hvammsfjörð.

4.  Bandaríkjamenn.

5.  Flugfreyjur.

6.  Veðurfræðingar.

7.  Bandarísk.

8.  Albaníu.

9.  Eiríkur Rögnvaldsson.

10.  Notað um þá sem hafa látið af látið af störfum (oftast fyrir aldurs sakir), ekki síst við háskóla eða í kirkju, en halda titli sínum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Högna Sigurðardóttir arkitekt. Skírnarnafnið dugar sem sé.

Á neðri myndinni er Julia Roberts kvikmyndaleikkona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár