Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Skírnarnafn hennar nægir í þetta sinn.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kallað í daglegu tali það tímabil sem hófst þegar Íslendingar fengu ráðherra í fyrsta sinn?

2.  En hver var annars fyrsti íslenski ráðherrann?

3.  Við hvaða fjörð stendur Búðardalur?

4.  Englendingar urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta í kvennaflokki. En hvaða þjóð er heimsmeistari í kvennaflokknum?

5.  Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands gætti þess alla jafna að skipta sér ekki að stjórnmálum líðandi dags. En 1985 dróst hún þó inn í deilur sem snerust um verkfall ákveðinnar starfsgreinar. Hvaða starfsgrein var það?

6.  Elín Björk Jónasdóttir og Birta Líf Kristinsdóttir eru starfsfélagar sem reglulega birtast í fjölmiðlum til að ræða um það sem starf þeirra snýst um. Um hvað snýst starf þeirra?

7.  Winston Churchill forsætisráðherra Breta var enskur í föðurætt. En frá hvaða landi var móðir hans?

8.  Eitt er það sjálfstæða ríki í Evrópu sem heitir á sinni eigin tungu Shqipëria. Hvað köllum við þetta ríki?

9.  Hvað heitir sá prófessor emerítus sem hefur fjallað mikið um þróun íslensks máls að undanförnu, gefið út bókina Alls konar íslenska, heldur úti Facebook-síðunni Málspjall og þykir heldur frjálslegur miðað við „málverndarmenn“ fyrri tíma?

10.  Hvað þýðir annars orðið „emeritus“?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir filmstjarna þessi?

***

Aðalspurningasvörin:

1.  Heimastjórn.

2.  Hannes Hafstein.

3.  Hvammsfjörð.

4.  Bandaríkjamenn.

5.  Flugfreyjur.

6.  Veðurfræðingar.

7.  Bandarísk.

8.  Albaníu.

9.  Eiríkur Rögnvaldsson.

10.  Notað um þá sem hafa látið af látið af störfum (oftast fyrir aldurs sakir), ekki síst við háskóla eða í kirkju, en halda titli sínum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Högna Sigurðardóttir arkitekt. Skírnarnafnið dugar sem sé.

Á neðri myndinni er Julia Roberts kvikmyndaleikkona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár