Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikilvægt að vera á varðbergi með einkenni apabólu um helgina

Bólu­setn­ing vegna apa­bólu er haf­in á land­inu. Fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna '78 hvet­ur alla, óháð kyn­hneigð, til að kynna sér smit­leið­ir og ein­kenni veirunn­ar enda mik­ið sam­neyti með­al fólks um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Mikilvægt að vera á varðbergi með einkenni apabólu um helgina
Daníel E. Arnarsson Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segist í góðum samskiptum við sóttvarnarlækni um þróun faraldursins. Mynd: Davíð Þór

Bólusetning gegn apabólu er hafin á Íslandi, en tíu manns hafa greinst með veiruna síðan dreifing hennar fór af stað á heimsvísu á vormánuðum. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hvetur fólk til að vera meðvitað um smitleiðir og einkenni sjúkdómsins nú um verslunarmannahelgina þegar margir koma saman.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO hef­ur sent frá sér viðvör­un vegna veirunnar og er hún talin alvarlegt heilsuvandamál á heimsvísu. Um 16 þúsund manns hafa smitast í 75 löndum og hafa fimm látist vegna apabólu. Nálgast má upplýsingar um apabólu á vef embættis landlæknis.

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin geri sitt besta til að miðla upplýsingum til umbjóðenda sinna. Best hafi gengið að gera það í gegnum hópa á samfélagsmiðlum. „Það hefur reynst mér mjög vel að vera í beinum samskiptum við strákana sem eru þar og þá með hárréttum upplýsingum frá sóttvarnalækni og landlæknisembættinu.“

Hann minnir þó á að þrátt fyrir að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár