Bólusetning gegn apabólu er hafin á Íslandi, en tíu manns hafa greinst með veiruna síðan dreifing hennar fór af stað á heimsvísu á vormánuðum. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hvetur fólk til að vera meðvitað um smitleiðir og einkenni sjúkdómsins nú um verslunarmannahelgina þegar margir koma saman.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér viðvörun vegna veirunnar og er hún talin alvarlegt heilsuvandamál á heimsvísu. Um 16 þúsund manns hafa smitast í 75 löndum og hafa fimm látist vegna apabólu. Nálgast má upplýsingar um apabólu á vef embættis landlæknis.
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin geri sitt besta til að miðla upplýsingum til umbjóðenda sinna. Best hafi gengið að gera það í gegnum hópa á samfélagsmiðlum. „Það hefur reynst mér mjög vel að vera í beinum samskiptum við strákana sem eru þar og þá með hárréttum upplýsingum frá sóttvarnalækni og landlæknisembættinu.“
Hann minnir þó á að þrátt fyrir að …
Athugasemdir