Fyrri aukaspurning:
Hvað er að gerast á þessari mynd?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða hljómsveit sendi frá sér plöturnar Götuskó og Sturlu á áttunda áratugnum?
2. Hver var söngkona þeirrar hljómsveitar?
3. Hvaða ríki hefur flotastöð á Gíbraltar-skaga?
4. Hvernig kjöt fær maður ef maður biður um „venison“ á útlenskum veitingahúsum?
5. Hvað nefndist skattlandið sem Pontíus Pílatus stjórnaði á árunum 27-37 eftir upphaf tímatals okkar?
6. Í hvaða landi eru stöðuvötnin Vänern og Vättern?
7. Milli hvaða tveggja staða er Laugavegurinn? — og hér er EKKI átt við götuna í Reykjavík.
8. Og hversu langur er Laugavegurinn? Hér má muna tveim kílómetrum til eða frá.
9. Í hvaða landi tala flestir spænsku að móðurmáli?
10. En hvaða land kemur þar í öðru sæti?
***
Seinni aukaspurning:
Myndin hér að neðan prýðir albúm gríðarlega vinsællar plötu. Platan heitir eftir tónlistarmönnunum sem þar komu helst við sögu og á plötunni er að finna eitt af vinsælli lögum 20. aldar. Hver er platan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Spilverk þjóðanna.
2. Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir.
3. Bretland.
4. Kjöt af hjartardýrum. Kjöt af hreindýrum er stundum kallað venison, svo það telst rétt líka.
5. Júdea. Ekkert annað svar er rétt.
6. Svíþjóð.
7. Milli Landmannalauga og Þórsmerkur.
8. Laugavegurinn er 54 kílómetrar svo rétt telst vera 52-56 kílómetrar.
9. Mexíkó.
10. Kólumbía. Hér hafði ég skrifað Bandaríkin skv. heimild sem ég fann á netinu en eftir ábendingu skoðaði ég málið betur og það virðist ljóst að Kólumbía er hið rétta svar. Bandaríkin eru svo nefnd í 3.-5. sæti eftir því hver telur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni fylgjast Barack Obama Bandaríkjaforseti og menn hans með atlögu Bandaríkjahers að Usama bin Laden.
Neðri myndin prýðir umslag plötunnar Getz/Gilberto frá 1964, þar sem er að finna lagið um stúlkuna frá Ipanema.
Smellið á "Watch on YouTube" hér að neðan!
Athugasemdir