Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

822. spurningaþraut: Málverk á plötuumslagi og fleira

822. spurningaþraut: Málverk á plötuumslagi og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plöturnar Götuskó og Sturlu á áttunda áratugnum?

2.  Hver var söngkona þeirrar hljómsveitar?

3.  Hvaða ríki hefur flotastöð á Gíbraltar-skaga?

4.  Hvernig kjöt fær maður ef maður biður um „venison“ á útlenskum veitingahúsum?

5.  Hvað nefndist skattlandið sem Pontíus Pílatus stjórnaði á árunum 27-37 eftir upphaf tímatals okkar?

6.  Í hvaða landi eru stöðuvötnin Vänern og Vättern?

7.  Milli hvaða tveggja staða er Laugavegurinn? — og hér er EKKI átt við götuna í Reykjavík.

8.  Og hversu langur er Laugavegurinn? Hér má muna tveim kílómetrum til eða frá.

9.  Í hvaða landi tala flestir spænsku að móðurmáli?

10.  En hvaða land kemur þar í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan prýðir albúm gríðarlega vinsællar plötu. Platan heitir eftir tónlistarmönnunum sem þar komu helst við sögu og á plötunni er að finna eitt af vinsælli lögum 20. aldar. Hver er platan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spilverk þjóðanna.

2.  Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir.

3.  Bretland.

4.  Kjöt af hjartardýrum. Kjöt af hreindýrum er stundum kallað venison, svo það telst rétt líka.

5.  Júdea. Ekkert annað svar er rétt.

6.  Svíþjóð.

7.  Milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

8.  Laugavegurinn er 54 kílómetrar svo rétt telst vera 52-56 kílómetrar.

9.  Mexíkó.

10.  Kólumbía. Hér hafði ég skrifað Bandaríkin skv. heimild sem ég fann á netinu en eftir ábendingu skoðaði ég málið betur og það virðist ljóst að Kólumbía er hið rétta svar. Bandaríkin eru svo nefnd í 3.-5. sæti eftir því hver telur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni fylgjast Barack Obama Bandaríkjaforseti og menn hans með atlögu Bandaríkjahers að Usama bin Laden.

Neðri myndin prýðir umslag plötunnar Getz/Gilberto frá 1964, þar sem er að finna lagið um stúlkuna frá Ipanema.

Smellið á "Watch on YouTube" hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár