Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

822. spurningaþraut: Málverk á plötuumslagi og fleira

822. spurningaþraut: Málverk á plötuumslagi og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plöturnar Götuskó og Sturlu á áttunda áratugnum?

2.  Hver var söngkona þeirrar hljómsveitar?

3.  Hvaða ríki hefur flotastöð á Gíbraltar-skaga?

4.  Hvernig kjöt fær maður ef maður biður um „venison“ á útlenskum veitingahúsum?

5.  Hvað nefndist skattlandið sem Pontíus Pílatus stjórnaði á árunum 27-37 eftir upphaf tímatals okkar?

6.  Í hvaða landi eru stöðuvötnin Vänern og Vättern?

7.  Milli hvaða tveggja staða er Laugavegurinn? — og hér er EKKI átt við götuna í Reykjavík.

8.  Og hversu langur er Laugavegurinn? Hér má muna tveim kílómetrum til eða frá.

9.  Í hvaða landi tala flestir spænsku að móðurmáli?

10.  En hvaða land kemur þar í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan prýðir albúm gríðarlega vinsællar plötu. Platan heitir eftir tónlistarmönnunum sem þar komu helst við sögu og á plötunni er að finna eitt af vinsælli lögum 20. aldar. Hver er platan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spilverk þjóðanna.

2.  Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir.

3.  Bretland.

4.  Kjöt af hjartardýrum. Kjöt af hreindýrum er stundum kallað venison, svo það telst rétt líka.

5.  Júdea. Ekkert annað svar er rétt.

6.  Svíþjóð.

7.  Milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

8.  Laugavegurinn er 54 kílómetrar svo rétt telst vera 52-56 kílómetrar.

9.  Mexíkó.

10.  Kólumbía. Hér hafði ég skrifað Bandaríkin skv. heimild sem ég fann á netinu en eftir ábendingu skoðaði ég málið betur og það virðist ljóst að Kólumbía er hið rétta svar. Bandaríkin eru svo nefnd í 3.-5. sæti eftir því hver telur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni fylgjast Barack Obama Bandaríkjaforseti og menn hans með atlögu Bandaríkjahers að Usama bin Laden.

Neðri myndin prýðir umslag plötunnar Getz/Gilberto frá 1964, þar sem er að finna lagið um stúlkuna frá Ipanema.

Smellið á "Watch on YouTube" hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár