Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin sumarið 1968. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.  Alfa til ómega; hvað er það?

2.  Hvalir skiptast í tannhvali og ... hvað?

3.  Í hvaða fræðum er talað um amper?

4.  Hann var annar í röðinni af hinum eiginlegu keisurum Rómar, tók við af Ágústusi stjúpföður sínum árið 14 eftir Krist og ríkti í 23 ár. Hann þótti strangur og grimmur á seinni hluta ævinnar, og sleppti þá fram af sér beislinu í siðleysi og klámi ýmsu. Hvað hét hann?

5.  Síðasta áratuginn bjó keisarann á lítilli eyju við Ítalíustrendur og framdi þar margvísleg subbuverk sín. Hvaða eyja er það?

6.  Mitsubishi A6M var japönsk orrustuflugvél í síðari heimsstyrjöld sem þótti lipur í bardögum fyrstu misseri stríðsins, en fljótlega var hún þó orðin algjör eftirbátur mun fullkomnari bandarískra véla. En A6M vélin var raunar þekkt undir allt öðru nafni — hún var sem sé nefnd eftir tilteknu stærðfræðitákni. Hvað var hún kölluð?

7.  Hversu margir strengir eru í venjulegri fiðlu?

8.  Montevideo er höfuðborgin í hvaða Suður-Ameríkulandi?

9.  Tíbesti fjallgarðurinn liggur um aðallega tvö lönd og hæsta fjallið í Tíbesti, Emi Koussi, er 3.415 metra hátt. Um miðbik fjallgarðsins eru fimm stór eldfjöll sem hafa að vísu ekki gosið í langan tíma, sum ekki í milljónir ára en önnur ekki í mörg þúsund ár. Eitt þeirra er þó kannski ennþá virkt. Umhverfis þessi eldfjöll eru mikil gljúfur en þau eru að parti til lítt sýnileg en að parti til uppþornuð. Örsjaldan verða þó mikil en mjög skammvinn vatnsflóð í þessum gljúfrum. Hvar er Tibesti fjallgarðurinn?

10.  Stephen, John, George, Edward, Charles, William, Henry, Richard, James. Hvaða nöfn eru þetta — ekki þó í réttri röð? 

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan komst í fréttirnar á dögunum, eins og stundum áður — einkum hér á árum áður. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gríska stafrófið.

2.  Skíðishvali.

3.  Rafmagnsfræðum.

4.  Tíberíus.

5.  Kaprí.

6.  Zero.

7.  Fjórir.

8.  Úrúgvæ.

9.  Í Sahara-eyðimörkinni.

10.  Þetta er nöfnin á þeim körlum sem setið hafa sem konungar Englands (og síðar Bretlands) frá 1066.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin meðan á mótmælum stúdenta og verkamanna stóð — í París. Stúdent veifar frönskum fána ofan af Sigurboganum.

Á neðri myndinni er Ivana heitin Trump sem dó um daginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
6
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár