Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin sumarið 1968. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.  Alfa til ómega; hvað er það?

2.  Hvalir skiptast í tannhvali og ... hvað?

3.  Í hvaða fræðum er talað um amper?

4.  Hann var annar í röðinni af hinum eiginlegu keisurum Rómar, tók við af Ágústusi stjúpföður sínum árið 14 eftir Krist og ríkti í 23 ár. Hann þótti strangur og grimmur á seinni hluta ævinnar, og sleppti þá fram af sér beislinu í siðleysi og klámi ýmsu. Hvað hét hann?

5.  Síðasta áratuginn bjó keisarann á lítilli eyju við Ítalíustrendur og framdi þar margvísleg subbuverk sín. Hvaða eyja er það?

6.  Mitsubishi A6M var japönsk orrustuflugvél í síðari heimsstyrjöld sem þótti lipur í bardögum fyrstu misseri stríðsins, en fljótlega var hún þó orðin algjör eftirbátur mun fullkomnari bandarískra véla. En A6M vélin var raunar þekkt undir allt öðru nafni — hún var sem sé nefnd eftir tilteknu stærðfræðitákni. Hvað var hún kölluð?

7.  Hversu margir strengir eru í venjulegri fiðlu?

8.  Montevideo er höfuðborgin í hvaða Suður-Ameríkulandi?

9.  Tíbesti fjallgarðurinn liggur um aðallega tvö lönd og hæsta fjallið í Tíbesti, Emi Koussi, er 3.415 metra hátt. Um miðbik fjallgarðsins eru fimm stór eldfjöll sem hafa að vísu ekki gosið í langan tíma, sum ekki í milljónir ára en önnur ekki í mörg þúsund ár. Eitt þeirra er þó kannski ennþá virkt. Umhverfis þessi eldfjöll eru mikil gljúfur en þau eru að parti til lítt sýnileg en að parti til uppþornuð. Örsjaldan verða þó mikil en mjög skammvinn vatnsflóð í þessum gljúfrum. Hvar er Tibesti fjallgarðurinn?

10.  Stephen, John, George, Edward, Charles, William, Henry, Richard, James. Hvaða nöfn eru þetta — ekki þó í réttri röð? 

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan komst í fréttirnar á dögunum, eins og stundum áður — einkum hér á árum áður. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gríska stafrófið.

2.  Skíðishvali.

3.  Rafmagnsfræðum.

4.  Tíberíus.

5.  Kaprí.

6.  Zero.

7.  Fjórir.

8.  Úrúgvæ.

9.  Í Sahara-eyðimörkinni.

10.  Þetta er nöfnin á þeim körlum sem setið hafa sem konungar Englands (og síðar Bretlands) frá 1066.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin meðan á mótmælum stúdenta og verkamanna stóð — í París. Stúdent veifar frönskum fána ofan af Sigurboganum.

Á neðri myndinni er Ivana heitin Trump sem dó um daginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár