Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

816. spurningaþraut: Hér kemur Tíbesti-fjallgarðurinn við sögu í langri spurningu

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er tekin sumarið 1968. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.  Alfa til ómega; hvað er það?

2.  Hvalir skiptast í tannhvali og ... hvað?

3.  Í hvaða fræðum er talað um amper?

4.  Hann var annar í röðinni af hinum eiginlegu keisurum Rómar, tók við af Ágústusi stjúpföður sínum árið 14 eftir Krist og ríkti í 23 ár. Hann þótti strangur og grimmur á seinni hluta ævinnar, og sleppti þá fram af sér beislinu í siðleysi og klámi ýmsu. Hvað hét hann?

5.  Síðasta áratuginn bjó keisarann á lítilli eyju við Ítalíustrendur og framdi þar margvísleg subbuverk sín. Hvaða eyja er það?

6.  Mitsubishi A6M var japönsk orrustuflugvél í síðari heimsstyrjöld sem þótti lipur í bardögum fyrstu misseri stríðsins, en fljótlega var hún þó orðin algjör eftirbátur mun fullkomnari bandarískra véla. En A6M vélin var raunar þekkt undir allt öðru nafni — hún var sem sé nefnd eftir tilteknu stærðfræðitákni. Hvað var hún kölluð?

7.  Hversu margir strengir eru í venjulegri fiðlu?

8.  Montevideo er höfuðborgin í hvaða Suður-Ameríkulandi?

9.  Tíbesti fjallgarðurinn liggur um aðallega tvö lönd og hæsta fjallið í Tíbesti, Emi Koussi, er 3.415 metra hátt. Um miðbik fjallgarðsins eru fimm stór eldfjöll sem hafa að vísu ekki gosið í langan tíma, sum ekki í milljónir ára en önnur ekki í mörg þúsund ár. Eitt þeirra er þó kannski ennþá virkt. Umhverfis þessi eldfjöll eru mikil gljúfur en þau eru að parti til lítt sýnileg en að parti til uppþornuð. Örsjaldan verða þó mikil en mjög skammvinn vatnsflóð í þessum gljúfrum. Hvar er Tibesti fjallgarðurinn?

10.  Stephen, John, George, Edward, Charles, William, Henry, Richard, James. Hvaða nöfn eru þetta — ekki þó í réttri röð? 

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan komst í fréttirnar á dögunum, eins og stundum áður — einkum hér á árum áður. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gríska stafrófið.

2.  Skíðishvali.

3.  Rafmagnsfræðum.

4.  Tíberíus.

5.  Kaprí.

6.  Zero.

7.  Fjórir.

8.  Úrúgvæ.

9.  Í Sahara-eyðimörkinni.

10.  Þetta er nöfnin á þeim körlum sem setið hafa sem konungar Englands (og síðar Bretlands) frá 1066.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin meðan á mótmælum stúdenta og verkamanna stóð — í París. Stúdent veifar frönskum fána ofan af Sigurboganum.

Á neðri myndinni er Ivana heitin Trump sem dó um daginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár