Um þrjúhundruð slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda í London og nágrenni borgarinnar. Ástandið er einna verst í Kenton sem er suðvestur af borginni en þar búa um 36 þúsund manns. Fregnir herma að kviknað hafi í nokkrum húsum.
Sadiq Khan, borgarstjórinn í London hefur lýst yfir neyðarástandi og sagði á Twitter nú síðdegis að á þessari stundu stæðum við frammi fyrir banvænni blöndu loftmengunar og hitabylgju sem er afleiðing loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hann sagði að slökkvilið borgarinnar væri undir gríðarlegu álagi og bað fólk um að fara varlega.
Athugasemdir