Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hamfarahiti í Evrópu

Gróð­ureld­ar geisa nú víða um Evr­ópu vegna hita­bylgj­unn­ar og er ástand­ið einna verst í vest­an­verðri álf­unni. Fjöl­mennt slökkvi­lið berst nú við skógar­elda í London og ná­grenni borg­ar­inn­ar en síð­ast­liðna klukku­stund hef­ur neyð­ar­lín­unni þar borist um fjög­ur­hundruð sím­töl þar sem beð­ið er um að­stoð vegna hit­ans. Borg­ar­stjóri London seg­ir að við sé­um á þess­ari stundu að horfa á af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.

Hamfarahiti í Evrópu
Veitingastaður í Pyla sur Mer í Gironde í suðurhluta Frakklands en Gironde er vinsæll ferðamannastaður. Myndin var tekin í dag en eldar loga nú á um átta kílómetra svæði í Gironde.

Um þrjúhundruð slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda í London og nágrenni borgarinnar. Ástandið er einna verst í Kenton sem er suðvestur af borginni en þar búa um 36 þúsund manns. Fregnir herma að kviknað hafi í nokkrum húsum. 

Eldur í gróðri í Kenton suðvestur af London Um 37 þúsund manns búa í Kenton sem er skammt suðvestur af London. Slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda þar. Nokkur hús eru alelda.

Sadiq Khan, borgarstjórinn í London hefur lýst yfir neyðarástandi og sagði á Twitter nú síðdegis að á þessari stundu stæðum við frammi fyrir banvænni blöndu loftmengunar og hitabylgju sem er afleiðing loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hann sagði að slökkvilið borgarinnar væri undir gríðarlegu álagi og bað fólk um að fara varlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár