„Skærustu stjörnurnar brutu sér leið gegnum ljósmengunarhjúpinn sem lá yfir borginni, gróf okkur í birtu.“
Stemningin á fjórðu hæð gömlu bæjarútgerðarinnar í Reykjavík, síðasta laugardaginn í september í fyrra, var eins og blanda af þeirri sem myndast á árshátíð fjárfestingabanka og á landsleik í fótbolta. Það er fullt út úr dyrum. Ungt fólk fyrirferðarmest. Gestir hafa augun á sjónvarpsútsendingu á risaskjá. Súlurit birtast og hópurinn tryllist úr fagnaðarlátum. Það eru kosningar.
Ef ekki væri fyrir áberandi ljósgrænan lit væri auðvelt að slá því föstu að þarna væru reffilegir og sigurvissir ungir Sjálfstæðismenn búnir að fjölmenna á kosningavöku eigin flokks; aðsniðin jakkafötin svo óaðfinnanleg og í réttri stærð á hverjum og einum þeirra ungu mannanna. En þetta eru ekki Sjálfstæðismenn. Þetta eru Framsóknarmenn. Og þeir eru að fagna sigri.
Framtíðin ræðst á miðjunni. Á sama tíma eru Sjálfstæðismenn að keppast við að sannfæra sig og aðra um að þeir hafi, þrátt …
Athugasemdir (1)