Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

Þemaþraut. Hér er spurt um fimm af öllu mögulegu! Athugið að þar sem það á við þarf ekki að nefna hlutina (eða fólkið) í réttri röð.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver var höfundur bókarinnar sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fimm menn gegndu embætti forseta Íslands á undan Guðna Th. Jóhannessyni?

2.  Suðurskautslandinu er ekki skipt niður í búta eftir ríkjum, en sjö lönd gera þó formlega kröfu til hluta af þessu ísi lagða landi. Nefnið að minnsta kosti fimm þeirra. Þið fáið mörgæsastig ef þið nefnið öll sjö rétt!

3.  Árið 1995 fékk Steinunn Sigurðardóttir íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Síðan þá hafa 18 karlar fengið verðlaunin í flokki bókmennta (einn þrisvar) en sex konur. Nefnið fimm kvennanna. Þið fáið lárviðarstig ef þið nefnið allar sex rétt.

4.  Sé keyrt úr Reykjavík og austur eftir þjóðvegi 1 þá er keyrt um fimm þéttbýlisstaði áður en komið er að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Hvað heita þeir? (Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.)

5.  Hver eru fimm stærstu lönd heimsins?

6.  Hverjar eru fimm fyrstu reikistjörnur sólkerfisins (þ.e.a.s næstar Sólu) ef Jörðin er EKKI tekin með?

7.  Jósef Stalín dó 1953 og eftir svolítið millibilsástand varð ljóst hver arftaki hans yrði. Frá og með Stalín réðu fimm menn ríkjum í Sovétríkjunum þar til þau hrundu 1991. Og þessir fimm voru ... ?

8.  Hverjir eru þeir fimm forsætisráðherrar sem sátu í embætti á Íslandi áður en Katrín Jakobsdóttir tók við 2017?

9.  Ein frá Bandaríkjunum — hverjir eru fimm síðustu Bandaríkjaforsetarnir sem sátu í embætti á undan Joe Biden?

10.  Og önnur bandarísk: Hver eru fimm fyrstu ríki Bandaríkjanna í stafrófsröð — á bandaríska vísu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða kvintett er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson.

2.  Ástralía, Nýja-Sjáland, Tjíle, Argentína, Bretland, Frakkland og Noregur.

3.  Auður Jónsdóttir, Gerður Kristný, Guðrún Eva, Auður Ava, Kristín Eiríksdóttir, Elísabet Jökulsdóttir. Aðeins þarf að hafa fimm réttar, sem sé, og það skemmir ekki þó eitt nafn (af sex) sé vitlaust, aðeins ef hin fimm eru rétt.

4.  Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal.

5.  Rússland, Kanada, Kína, Bandaríkin, Brasilía. 

6.  Merkúr, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus.

7.  Krústjof, Brésnéf, Andropov, Térnenko, Gorbatév.

8.  Í öfugri röð: Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Jóhanna Sigurðardóttir, Geir Haarde.

9.  Í öfugri röð: Trump, Obama, Bush yngri, Clinton, Bush eldri.

10.  Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, California.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Fimm á Smyglarahæð — eins og bókin heitir á íslensku — var Enid Blyton.

Kvintettinn á neðri myndinni nefndi sig Beach Boys.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
1
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
2
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu