Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

Þemaþraut. Hér er spurt um fimm af öllu mögulegu! Athugið að þar sem það á við þarf ekki að nefna hlutina (eða fólkið) í réttri röð.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver var höfundur bókarinnar sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fimm menn gegndu embætti forseta Íslands á undan Guðna Th. Jóhannessyni?

2.  Suðurskautslandinu er ekki skipt niður í búta eftir ríkjum, en sjö lönd gera þó formlega kröfu til hluta af þessu ísi lagða landi. Nefnið að minnsta kosti fimm þeirra. Þið fáið mörgæsastig ef þið nefnið öll sjö rétt!

3.  Árið 1995 fékk Steinunn Sigurðardóttir íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Síðan þá hafa 18 karlar fengið verðlaunin í flokki bókmennta (einn þrisvar) en sex konur. Nefnið fimm kvennanna. Þið fáið lárviðarstig ef þið nefnið allar sex rétt.

4.  Sé keyrt úr Reykjavík og austur eftir þjóðvegi 1 þá er keyrt um fimm þéttbýlisstaði áður en komið er að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Hvað heita þeir? (Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.)

5.  Hver eru fimm stærstu lönd heimsins?

6.  Hverjar eru fimm fyrstu reikistjörnur sólkerfisins (þ.e.a.s næstar Sólu) ef Jörðin er EKKI tekin með?

7.  Jósef Stalín dó 1953 og eftir svolítið millibilsástand varð ljóst hver arftaki hans yrði. Frá og með Stalín réðu fimm menn ríkjum í Sovétríkjunum þar til þau hrundu 1991. Og þessir fimm voru ... ?

8.  Hverjir eru þeir fimm forsætisráðherrar sem sátu í embætti á Íslandi áður en Katrín Jakobsdóttir tók við 2017?

9.  Ein frá Bandaríkjunum — hverjir eru fimm síðustu Bandaríkjaforsetarnir sem sátu í embætti á undan Joe Biden?

10.  Og önnur bandarísk: Hver eru fimm fyrstu ríki Bandaríkjanna í stafrófsröð — á bandaríska vísu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða kvintett er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson.

2.  Ástralía, Nýja-Sjáland, Tjíle, Argentína, Bretland, Frakkland og Noregur.

3.  Auður Jónsdóttir, Gerður Kristný, Guðrún Eva, Auður Ava, Kristín Eiríksdóttir, Elísabet Jökulsdóttir. Aðeins þarf að hafa fimm réttar, sem sé, og það skemmir ekki þó eitt nafn (af sex) sé vitlaust, aðeins ef hin fimm eru rétt.

4.  Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal.

5.  Rússland, Kanada, Kína, Bandaríkin, Brasilía. 

6.  Merkúr, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus.

7.  Krústjof, Brésnéf, Andropov, Térnenko, Gorbatév.

8.  Í öfugri röð: Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Jóhanna Sigurðardóttir, Geir Haarde.

9.  Í öfugri röð: Trump, Obama, Bush yngri, Clinton, Bush eldri.

10.  Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, California.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Fimm á Smyglarahæð — eins og bókin heitir á íslensku — var Enid Blyton.

Kvintettinn á neðri myndinni nefndi sig Beach Boys.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár