Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

810. spurningaþraut: Fimm af hinu og þessu og öllu mögulegu

Þemaþraut. Hér er spurt um fimm af öllu mögulegu! Athugið að þar sem það á við þarf ekki að nefna hlutina (eða fólkið) í réttri röð.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver var höfundur bókarinnar sem hér sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fimm menn gegndu embætti forseta Íslands á undan Guðna Th. Jóhannessyni?

2.  Suðurskautslandinu er ekki skipt niður í búta eftir ríkjum, en sjö lönd gera þó formlega kröfu til hluta af þessu ísi lagða landi. Nefnið að minnsta kosti fimm þeirra. Þið fáið mörgæsastig ef þið nefnið öll sjö rétt!

3.  Árið 1995 fékk Steinunn Sigurðardóttir íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Síðan þá hafa 18 karlar fengið verðlaunin í flokki bókmennta (einn þrisvar) en sex konur. Nefnið fimm kvennanna. Þið fáið lárviðarstig ef þið nefnið allar sex rétt.

4.  Sé keyrt úr Reykjavík og austur eftir þjóðvegi 1 þá er keyrt um fimm þéttbýlisstaði áður en komið er að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Hvað heita þeir? (Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.)

5.  Hver eru fimm stærstu lönd heimsins?

6.  Hverjar eru fimm fyrstu reikistjörnur sólkerfisins (þ.e.a.s næstar Sólu) ef Jörðin er EKKI tekin með?

7.  Jósef Stalín dó 1953 og eftir svolítið millibilsástand varð ljóst hver arftaki hans yrði. Frá og með Stalín réðu fimm menn ríkjum í Sovétríkjunum þar til þau hrundu 1991. Og þessir fimm voru ... ?

8.  Hverjir eru þeir fimm forsætisráðherrar sem sátu í embætti á Íslandi áður en Katrín Jakobsdóttir tók við 2017?

9.  Ein frá Bandaríkjunum — hverjir eru fimm síðustu Bandaríkjaforsetarnir sem sátu í embætti á undan Joe Biden?

10.  Og önnur bandarísk: Hver eru fimm fyrstu ríki Bandaríkjanna í stafrófsröð — á bandaríska vísu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða kvintett er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson.

2.  Ástralía, Nýja-Sjáland, Tjíle, Argentína, Bretland, Frakkland og Noregur.

3.  Auður Jónsdóttir, Gerður Kristný, Guðrún Eva, Auður Ava, Kristín Eiríksdóttir, Elísabet Jökulsdóttir. Aðeins þarf að hafa fimm réttar, sem sé, og það skemmir ekki þó eitt nafn (af sex) sé vitlaust, aðeins ef hin fimm eru rétt.

4.  Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal.

5.  Rússland, Kanada, Kína, Bandaríkin, Brasilía. 

6.  Merkúr, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus.

7.  Krústjof, Brésnéf, Andropov, Térnenko, Gorbatév.

8.  Í öfugri röð: Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Jóhanna Sigurðardóttir, Geir Haarde.

9.  Í öfugri röð: Trump, Obama, Bush yngri, Clinton, Bush eldri.

10.  Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, California.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Fimm á Smyglarahæð — eins og bókin heitir á íslensku — var Enid Blyton.

Kvintettinn á neðri myndinni nefndi sig Beach Boys.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
6
Fréttir

Eng­in svör borist frá Bakka­var­ar­bræðr­um

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár