Síldarvinnslan hefur keypt útgerðarfélagið Vísi Grindavík í viðskiptum upp á 31 milljarð króna. Eigendur Vísis verða eftir viðskiptin kjölfestufjárfestar í Síldarvinnslunni en 70 prósent kaupverðsins er greitt með hlutabréfum í félaginu en 30 prósent er greiddur út í peningum. Sex systkini og eiginkona eins þeirra eiga Vísi og fær hvert þeirra 3,2 milljarða króna í peningum út úr viðskiptunum, nema sá elsti, Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri félagsins sem á aðeins stærri hlut en systkini sín, sem fær fjóra milljarða.
„Ég tel að þessi viðskipti séu til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila enda er sjávarútvegurinn alþjóðleg atvinnugrein sem þarf að standast harða samkeppni. Til lengri tíma litið ættu viðskiptin því að efla samkeppnisstöðu sjávarútvegs og þjónustu í Grindavík,“ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, í tilkynningu um kaupin til Kauphallarinnar. Síldarvinnslan var skráð á markað í maí á síðasta ári.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Síldarvinnslunnar og …
Guggan er jú ennþá GUL er það ekki ?
Þarna er verið að fara með fjármuni sem íslenskt samfélag á og ætti að nota í heilbrigðiskerfið , menntakerfið , fyrir eldri bograra og öryrkja !
Hvar er allt fólkið sem er svo mikið um að tala um ,,allt og ekkert" á Alþingi ?
Þarna er málefni sem þið eigið að tala um ?
framsalið sem sett var á nokkrum árum síðar var glæpur.