Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Síldarvinnslan kaupir Vísi og enn stækkar stærsta kvótablokkin

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur fest kaup á Vísi hf. í Grinda­vík í 31 millj­arða við­skipt­um. Systkin­in sex sem eiga Vísi fá 3-4 millj­arða hvert í pen­ing­um út úr við­skipt­un­um. Vís­ir geng­ur þar með inn í blokk út­gerð­ar­fyr­ir­tækja sem held­ur nú á 27,9 pró­sent alls kvóta í land­inu.

Síldarvinnslan kaupir Vísi og enn stækkar stærsta kvótablokkin
Sjórinn Útgerðir sem tengjast allar talsverðum eignaböndum fara nú með 27,9 prósent úthlutaðs kvóta, samkvæmt yfirliti Fiskistofu sem síðast var birt í nóvember. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síldarvinnslan hefur keypt útgerðarfélagið Vísi Grindavík í viðskiptum upp á 31 milljarð króna. Eigendur Vísis verða eftir viðskiptin kjölfestufjárfestar í Síldarvinnslunni en 70 prósent kaupverðsins er greitt með hlutabréfum í félaginu en 30 prósent er greiddur út í peningum. Sex systkini og eiginkona eins þeirra eiga Vísi og fær hvert þeirra 3,2 milljarða króna í peningum út úr viðskiptunum, nema sá elsti, Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri félagsins sem á aðeins stærri hlut en systkini sín, sem fær fjóra milljarða. 

„Ég tel að þessi viðskipti séu til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila enda er sjávarútvegurinn alþjóðleg atvinnugrein sem þarf að standast harða samkeppni. Til lengri tíma litið ættu viðskiptin því að efla samkeppnisstöðu sjávarútvegs og þjónustu í Grindavík,“ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, í tilkynningu um kaupin til Kauphallarinnar. Síldarvinnslan var skráð á markað í maí á síðasta ári. 

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Síldarvinnslunnar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhelm Jónsson skrifaði
    Vinstri Grænir sem og Samfylking, sviku að vinda ofan af þessum kvóta þjófnaði og samþjöppun fiskveiðiheimildar 2009-13, þó svo það væri handsalaður stjórnasáttmáli um 10% fyrningu sjávarauðlindar á ári. Stjórnvöld síðustu áratuga hafa ástundað glæpsamlega stjórnsýslu og eru vart annað en glæpahyski. Forsetsráðherra mun eflaust halda áfram ómerkilegu hjali sínu, sem hún hefur ástundað og líta óstjórn og rányrkju alvarlegum augum.
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Innan fimm ára verður allt horfið frá Grindavík.
    Guggan er jú ennþá GUL er það ekki ?
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna er verið að eiga þessi viðskipti með fisk íslensks samfélags ?

    Þarna er verið að fara með fjármuni sem íslenskt samfélag á og ætti að nota í heilbrigðiskerfið , menntakerfið , fyrir eldri bograra og öryrkja !

    Hvar er allt fólkið sem er svo mikið um að tala um ,,allt og ekkert" á Alþingi ?
    Þarna er málefni sem þið eigið að tala um ?
    7
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Kata og Bjarni sjá ekkert að þessu,svo þegið þið bara.
    5
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kvótakerfið sem sett var á, á sínum tíma var réttlætanlegt, en
    framsalið sem sett var á nokkrum árum síðar var glæpur.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár