Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Síldarvinnslan kaupir Vísi og enn stækkar stærsta kvótablokkin

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur fest kaup á Vísi hf. í Grinda­vík í 31 millj­arða við­skipt­um. Systkin­in sex sem eiga Vísi fá 3-4 millj­arða hvert í pen­ing­um út úr við­skipt­un­um. Vís­ir geng­ur þar með inn í blokk út­gerð­ar­fyr­ir­tækja sem held­ur nú á 27,9 pró­sent alls kvóta í land­inu.

Síldarvinnslan kaupir Vísi og enn stækkar stærsta kvótablokkin
Sjórinn Útgerðir sem tengjast allar talsverðum eignaböndum fara nú með 27,9 prósent úthlutaðs kvóta, samkvæmt yfirliti Fiskistofu sem síðast var birt í nóvember. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síldarvinnslan hefur keypt útgerðarfélagið Vísi Grindavík í viðskiptum upp á 31 milljarð króna. Eigendur Vísis verða eftir viðskiptin kjölfestufjárfestar í Síldarvinnslunni en 70 prósent kaupverðsins er greitt með hlutabréfum í félaginu en 30 prósent er greiddur út í peningum. Sex systkini og eiginkona eins þeirra eiga Vísi og fær hvert þeirra 3,2 milljarða króna í peningum út úr viðskiptunum, nema sá elsti, Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri félagsins sem á aðeins stærri hlut en systkini sín, sem fær fjóra milljarða. 

„Ég tel að þessi viðskipti séu til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila enda er sjávarútvegurinn alþjóðleg atvinnugrein sem þarf að standast harða samkeppni. Til lengri tíma litið ættu viðskiptin því að efla samkeppnisstöðu sjávarútvegs og þjónustu í Grindavík,“ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, í tilkynningu um kaupin til Kauphallarinnar. Síldarvinnslan var skráð á markað í maí á síðasta ári. 

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Síldarvinnslunnar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhelm Jónsson skrifaði
    Vinstri Grænir sem og Samfylking, sviku að vinda ofan af þessum kvóta þjófnaði og samþjöppun fiskveiðiheimildar 2009-13, þó svo það væri handsalaður stjórnasáttmáli um 10% fyrningu sjávarauðlindar á ári. Stjórnvöld síðustu áratuga hafa ástundað glæpsamlega stjórnsýslu og eru vart annað en glæpahyski. Forsetsráðherra mun eflaust halda áfram ómerkilegu hjali sínu, sem hún hefur ástundað og líta óstjórn og rányrkju alvarlegum augum.
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Innan fimm ára verður allt horfið frá Grindavík.
    Guggan er jú ennþá GUL er það ekki ?
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna er verið að eiga þessi viðskipti með fisk íslensks samfélags ?

    Þarna er verið að fara með fjármuni sem íslenskt samfélag á og ætti að nota í heilbrigðiskerfið , menntakerfið , fyrir eldri bograra og öryrkja !

    Hvar er allt fólkið sem er svo mikið um að tala um ,,allt og ekkert" á Alþingi ?
    Þarna er málefni sem þið eigið að tala um ?
    7
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Kata og Bjarni sjá ekkert að þessu,svo þegið þið bara.
    5
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kvótakerfið sem sett var á, á sínum tíma var réttlætanlegt, en
    framsalið sem sett var á nokkrum árum síðar var glæpur.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár