Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu

Fleiri þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota til­kynntu þau síð­ustu ár en áð­ur sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Leitt er lík­um að því að auk­in um­ræða hafi þar haft áhrif. Þó til­kynna hlut­falls­lega mjög fá­ir þo­lend­ur til lög­reglu að brot­ið hafi ver­ið á þeim. Kerf­is­bund­in skekkja er til stað­ar í op­in­berri af­brota­töl­fræði.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Gæti skekkt afbrotatölfræði Margrét segir í grein sinni að aukin tilhneiging síðustu ára til að tilkynna brot til lögreglur gegi valdið því að svo líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga. Það geti hins vegar verið röng ályktun.

Hlutfall þeirra þolenda kynferðisbrota sem tilkynntu brotin til lögreglu jókst á síðustu fjórum árum borið saman við fjögur ár þar á undan. Hið sama má segja um hlutfall þeirra sem urðu fyrir alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Ekki hefur orðið breyting á tilkynningum þolenda sem verða fyrir öðrum líkamsárásum. „Það má því vera að umræða í samfélaginu hafi orðið til þess að þolendur sem urðu fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum (að eigin mati) hafi þótt meira tilefni til að tilkynna brotin til lögreglu eftir 2017 en fyrir.“

Þetta er meðal niðurstaða í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur, dósents við hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri, um ákvarðanir þolenda ofbeldis um að tilkynna brot til lögreglu. Margrét fjallar um rannsóknina í grein sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin byggir á þolendakönnunum sem lagðar voru fyrir af embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2014 til 2021.

Önnur niðurstaða rannsóknar Margrétar sýnir fram á að til staðar er kerfisbundin skekkja í opinberri afbrotatölfræði sem skýrist af mismiklum vilja fólks til að tilkynna ofbeldisbrot. Þannig tilkynna hlutfallslega færri þolendur kynbundins ofbeldis brot til lögreglu heldur en þolendur í öllum öðrum brotaflokkum. Því er hætt við að gögn sem unnið er með við mótun stefnu í réttarkerfi, sem og lagabreytinga í málaflokknum, gefi ranga mynd af algengi og eðli brota. „Ef samfélagsbreytingar leiða til þess að hærra hlutfall þolenda leitar til lögreglu en áður er hætta á að dregin sé sú ályktun að brotunum sjálfum sé að fjölga, sem væri dæmi um ranga ályktun,“ segir Margrét í greininni.

Aðeins rúm sex prósent tilkynna

Samkvæmt rannsókninni urðu að jafnaði tæplega fjögur prósent kvenna á aldrinum 18 til 75 ára fyrir kynferðisbroti árlega á árabilinu 2014 til 2021. Hlutfall karla var á sama tímabili tæplega eitt prósent. Þá höfðu tæplega sex prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókninni orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi  á móti tæplega 5 prósentum karla. Til samanburðar urðu 2,4 prósent þátttakenda fyrir annars konar líkamsárásum árlega á sama árabili og ekki var marktækur munur á hlutfalli karla og kvenna í þeim flokki.

Hlutfallslega greindu flestir í yngsta aldurshópnum, 18 til 25 ára, frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi og á það við um allar tegundir ofbeldis sem til skoðunar komu. Þannig höfðu rúm níu prósent þátttakenda í þeim aldursflokki orðið fyrir kynferðisofbeldi og tæp tíu prósent verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Er það verulega hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum, einkum þegar kemur að kynferðisofbeldi. Næst yngsti aldurshópurinn, 26 til 35 ára, kom næst en 3,5 prósent þátttakenda í þeim aldurshópi greindi frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Athygli vekur að hversu lágt hlutfall þolenda kynferðisofbeldis tilkynntu slíkt brot til lögreglu; að jafnaði 6,4 prósent kvenna en 6,6 prósent karla. Hlutfallið er hærra þegar kemur að brotum í nánu sambandi en þó lágt; nær ekki fimmtungi. Fleiri konur, 18,8 prósent, tilkynntu slík brot en karlar, 15,5 prósent. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. Karlar voru mun líklegri til að tilkynna annars konar ofbeldisbrot til lögreglu en konur; 43 prósent karla borið saman við tæplega 34 prósent kvenna.

Alvarleiki brots stærsti áhrifaþátturinn

Í könnunum voru þátttakendur beðnir um að leggja mat á alvarleika brots gegn þeim. Hvað varðar kynferðisbrot mátu tæp 18 prósent brotið mjög alvarlegt og tæp 42 prósent brotið nokkuð alvarlegt. Fjórðungur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglu en aðeins rúm fimm prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu kynferðisbroti. Þegar kemur að brotum í nánu sambandi tilkynnti tæpur helmingur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu broti það til lögreglu og 10 prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu broti.

„Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt“

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því að alvarleiki brots hafi sterkustu áhrifin á hvort þau séu tilkynnt til lögreglu. „Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt. Auk þess benda niðurstöðurnar til að alvarleiki brots hafi sterkari áhrif í kynferðisbrotum en í öðru ofbeldi. Undir 1% þolenda kynferðisbrota sem ekki mátu brotið mjög alvarlegt tilkynntu til lögreglu, en yfir 27% þolenda annars konar líkamsárása sem ekki voru metnar mjög alvarlegar. Þannig virðist þurfa meira til að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en þolendur annars konar ofbeldis.“

Fram kemur að stærsti hópurinn sem mat kynferðisofbeldi gegn sér mjög alvarlegt hafði orðið fyrir nauðgun.

Munur á milli tímabila

Niðurstöðurnar virðast því sýna því að þolendur kynferðisbrota séu marktækt og mun ólíklegri til að tilkynna brot til lögreglu en þolendur annarra brota. Þannig tilkynntu í heild 6,5 prósent þeirra sem urðu fyrir slíku broti það til lögreglu. Sé eingöngu horft til þolenda sem töldu brotið mjög eða nokkuð alvarlegt hækkar það hlutfall í tæp tólf prósent. Þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi var hlutfall tilkynntra brota 18,4 prósent og 22,5 prósent í þeim tilvikum þegar brotaþoli taldi brotið alvarlegt. Samanburðurinn við tilkynningar um líkamsárásir er himinhrópandi, tæp 39 prósent þolenda tilkynntu slíkt ofbeldi til lögreglu og helmingur þeirra sem töldu brotin alvarleg.  

„Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga“

Í rannsókninni var kannað hvort greina mætti aukningu í tilkynntum brotum. Í ljós kemur að sé tímabilinu skipt í tvennt má sjá að hlutfallslega fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þá til lögreglu á seinni hluta tímabilsins, sem nemur átta prósentum þolenda á árunum 2018 til 2021 samanborið við 4,3 prósent á árunum 2014 til 2017. Séu mjög eða nokkuð alvarleg brot skoðuð sérstaklega kemur ekki fram munur á milli tímabila.

Þá var kannað hvort greina mætti mun á tilkynningum á ofbeldi í nánu sambandi eftir tímabilum. Sá munur kom fram þegar eingöngu var horft til mjög eða nokkuð alvarlegra brota en á fyrri hluta tímabilsins tilkynntu rúm níu prósent þolenda til lögreglu að þau hefðu orðið fyrir alvarlegu broti. Hlutfallið tók hins vegar stökk á seinna tímabilinu en alls tilkynntu þá 23,5 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir alvarlegu ofbeldi það til lögreglu.

Margrét rekur þá í umræðukafla að mikilvægt sé að fylgjast með breytingum á vilja borgaranna til að tilkynna brot. „Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga,“ segir Margrét. Þá geti breytingar á þessum vilja jafnframt gefið innsýn í vilja fólks þegar kemur að því hvernig rétt sé að bregðast við afbrotum. Bendir Margrét á að með aukinni umræðu síðustu ára um kynferðisbrot hafi markmiðið meðal annars verið að draga úr þolendaskömm. Það að aukning hafi orðið á tilkynningum kynferðisbrota á síðara hluta tímabils þess sem rannsóknin tekur til megi mögulega rekja til þess að þolendum sem urðu, að eigin mati, fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum hafi þótt meira tilefni til þess að tilkynna þau á síðari árum vegna þeirrar umræðu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu