Fyrri aukaspurning:
Hvaða hljómsveit er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hver hannaði glerhjúpinn á hliðum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík?
2. Merrick Garland er Bandaríkjamaður sem Obama forseti tilnefndi til ákveðins embættis vestanhafs en Repúblikanar komu í veg fyrir að tilnefningin næði fram að ganga. Hvar vildi Obama koma Garland í starf?
3. En við starfar Garland núna?
4. Owada heitir kona ein sem gegnir því sjaldgæfa starfi að vera keisaraynja. En í hvaða landi?
5. Hversu mörg eru hin svokölluðu frumefni í lotukerfinu? Hér má muna fimm til eða frá.
6. Hvað hét Rússinn sem átti mestan þátt í að þróa lotukerfið?
7. Hvað var Brimarhólmur?
8. Mercury — Gemini — Apollo. Hvað var kallað þessum nöfnum á árunum 1961 til 1972?
9. Í hvaða heimsálfu er ríkið Nepal?
10. Sérstakur hópur manna fór að gera vart við sig á sléttum Úkraínu á 15. öld og tilurð hópsins tengist mjög þróun Úkraínu sem ríkis næstu aldirnar. Margt er óljóst um upphaf hópsins, svo sem hvenær og hvort skuli flokka hann sem ættbálk. En herskár hefur þessi hópur alltaf þótt. Hvað nefnist hann?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða konu má sjá hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ólafur Elíasson.
2. Í Hæstarétti.
3. Dómsmálaráðherra.
4. Japan.
5. Þau eru 118 svo rétt telst vera allt frá 113 til 123.
6. Mendelév.
7. Fangelsi í Kaupmannahöfn.
8. Mönnuð bandarísk geimför.
9. Asíu.
10. Kósakkar.
***
Svör við aukaspurningum:
Hljómsveitin er Hljómar.
Á neðri myndinni er fótboltakonan Margrét Lára.
Ómar Valdemarsson stóð að framleiðsluni, en bókin var aldrei gefin út.
Allt upplagið endaði á uppboði sem bakarameistari úr Kópavoginum keypti.
Rúnar Júlíusson heitinn fékk eitt eintak gefins 1992 og Ómar Valdemarsson fékk síðan eitt eintak í kringum 2010-2012.