Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!

789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða hljómsveit er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver hannaði glerhjúpinn á hliðum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík?

2.  Merrick Garland er Bandaríkjamaður sem Obama forseti tilnefndi til ákveðins embættis vestanhafs en Repúblikanar komu í veg fyrir að tilnefningin næði fram að ganga. Hvar vildi Obama koma Garland í starf?

3.  En við starfar Garland núna?

4.  Owada heitir kona ein sem gegnir því sjaldgæfa starfi að vera keisaraynja. En í hvaða landi?

5.  Hversu mörg eru hin svokölluðu frumefni í lotukerfinu? Hér má muna fimm til eða frá.  

6.  Hvað hét Rússinn sem átti mestan þátt í að þróa lotukerfið?

7.  Hvað var Brimarhólmur?

8.  Mercury — Gemini — Apollo. Hvað var kallað þessum nöfnum á árunum 1961 til 1972?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Nepal?

10.  Sérstakur hópur manna fór að gera vart við sig á sléttum Úkraínu á 15. öld og tilurð hópsins tengist mjög þróun Úkraínu sem ríkis næstu aldirnar. Margt er óljóst um upphaf hópsins, svo sem hvenær og hvort skuli flokka hann sem ættbálk. En herskár hefur þessi hópur alltaf þótt. Hvað nefnist hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða konu má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafur Elíasson.

2.  Í Hæstarétti.

3.  Dómsmálaráðherra.

4.  Japan.

5.  Þau eru 118 svo rétt telst vera allt frá 113 til 123.

6.  Mendelév.

7.  Fangelsi í Kaupmannahöfn.

8.  Mönnuð bandarísk geimför.

9.  Asíu.

10.  Kósakkar.

***

Svör við aukaspurningum:

Hljómsveitin er Hljómar.

Á neðri myndinni er fótboltakonan Margrét Lára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Brimarhólmur var fyrst og síðast skipasmíðastöð. En þar unnu m.a. afbrotamenn, sem dæmdir höfðu verið til þrælkunarvinnu og því var þar að finna fangelsi, sem geymdi þá.
    0
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Eina Þorsteinn arkitekt og stærðfræðingur var meistari í fimmfalddri symmetríu. Hann hannaði gluggana í Hörpu í samvinnu við Ólaf (þeir unnu saman í ýmsu í 12 ár). Hér er minningargrein um hann sem skýrir þetta: https://www.visir.is/g/20151667135d
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þessi ljósmynd af Hljómum var á forsíðu bókar sem hét Saga Hljóma.
    Ómar Valdemarsson stóð að framleiðsluni, en bókin var aldrei gefin út.
    Allt upplagið endaði á uppboði sem bakarameistari úr Kópavoginum keypti.
    Rúnar Júlíusson heitinn fékk eitt eintak gefins 1992 og Ómar Valdemarsson fékk síðan eitt eintak í kringum 2010-2012.
    1
    • Hallur Guðmundsson skrifaði
      Ætli það sé hægt að fá bókina hjá bakaranum?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár