Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!

789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða hljómsveit er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver hannaði glerhjúpinn á hliðum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík?

2.  Merrick Garland er Bandaríkjamaður sem Obama forseti tilnefndi til ákveðins embættis vestanhafs en Repúblikanar komu í veg fyrir að tilnefningin næði fram að ganga. Hvar vildi Obama koma Garland í starf?

3.  En við starfar Garland núna?

4.  Owada heitir kona ein sem gegnir því sjaldgæfa starfi að vera keisaraynja. En í hvaða landi?

5.  Hversu mörg eru hin svokölluðu frumefni í lotukerfinu? Hér má muna fimm til eða frá.  

6.  Hvað hét Rússinn sem átti mestan þátt í að þróa lotukerfið?

7.  Hvað var Brimarhólmur?

8.  Mercury — Gemini — Apollo. Hvað var kallað þessum nöfnum á árunum 1961 til 1972?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Nepal?

10.  Sérstakur hópur manna fór að gera vart við sig á sléttum Úkraínu á 15. öld og tilurð hópsins tengist mjög þróun Úkraínu sem ríkis næstu aldirnar. Margt er óljóst um upphaf hópsins, svo sem hvenær og hvort skuli flokka hann sem ættbálk. En herskár hefur þessi hópur alltaf þótt. Hvað nefnist hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða konu má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafur Elíasson.

2.  Í Hæstarétti.

3.  Dómsmálaráðherra.

4.  Japan.

5.  Þau eru 118 svo rétt telst vera allt frá 113 til 123.

6.  Mendelév.

7.  Fangelsi í Kaupmannahöfn.

8.  Mönnuð bandarísk geimför.

9.  Asíu.

10.  Kósakkar.

***

Svör við aukaspurningum:

Hljómsveitin er Hljómar.

Á neðri myndinni er fótboltakonan Margrét Lára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Brimarhólmur var fyrst og síðast skipasmíðastöð. En þar unnu m.a. afbrotamenn, sem dæmdir höfðu verið til þrælkunarvinnu og því var þar að finna fangelsi, sem geymdi þá.
    0
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Eina Þorsteinn arkitekt og stærðfræðingur var meistari í fimmfalddri symmetríu. Hann hannaði gluggana í Hörpu í samvinnu við Ólaf (þeir unnu saman í ýmsu í 12 ár). Hér er minningargrein um hann sem skýrir þetta: https://www.visir.is/g/20151667135d
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þessi ljósmynd af Hljómum var á forsíðu bókar sem hét Saga Hljóma.
    Ómar Valdemarsson stóð að framleiðsluni, en bókin var aldrei gefin út.
    Allt upplagið endaði á uppboði sem bakarameistari úr Kópavoginum keypti.
    Rúnar Júlíusson heitinn fékk eitt eintak gefins 1992 og Ómar Valdemarsson fékk síðan eitt eintak í kringum 2010-2012.
    1
    • Hallur Guðmundsson skrifaði
      Ætli það sé hægt að fá bókina hjá bakaranum?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár