Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni

Þing­manna­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins frest­aði því að taka af­stöðu til þriggja um­sækj­enda frá Ís­landi um stöðu dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Um­sækj­end­ur eru tekn­ir í stíf við­töl þar sem þeir spurð­ir spjör­un­um úr um dóma og dóma­for­dæmi við dóm­stóll­inn. All­ir um­sækj­end­urn­ir verða að upp­fylla hæfis­skil­yrð­in til að hægt sé að klára um­sókn­ar­ferl­ið í starf­ið.

Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni
Endurtaka þarf umsóknarferlið Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Landsrétt, var eini umsækjandinn um starf dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem dró ekki umsókn sína til baka. Mynd: b'KRISTINN INGVARSSON'

„Nefndin ákvað að fresta þar til síðar niðurstöðu sinni um meðmæli til ráðsins varðandi listann,“  segir í niðurstöðu þingmannanefndar Evrópuráðsins sem mat íslenska umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Þrír umsækjendur voru um embættið og drógu tveir þeirra, Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Stefán Geir Þórisson, sem er starfandi lögmaður,  umsóknir sínar tilbaka eftir að þingmannanefndin hafði tekið þá í viðtal um starfið. 

Samkvæmt svari frá forsætisráðuneytinu býr ráðuneytið ekki yfir upplýsingum um það af hverju þingmannanefndin frestaði ákvörðuninni. 

Ein eftir

Þriðji umsækjandinn, Oddný Mjöll Arnardóttir, dró umsókn sína ekki til baka eftir viðtalið sem hún fór í. Oddný Mjöll er eini umsækjandinn sem er starfandi dómari og sem er með doktorsgráðu í lögfræði.

Ísland er með einn starfandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu hverju sinni. Um þessar mundir er Róbert Spanó fulltrúi Íslands við dómstólinn en skipunartíma hans lýkur í haust og má hann ekki gegna embættinu lengur samkvæmt reglum dómstólsins. 

Oddný Mjöll vildi ekki ræða við Stundina um málið þegar eftir því var leitað. Stundin hefur ekki náð tali af  þeim Jónasi Þór Guðmundssyni og Stefáni Geir Þórissyni í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

„Þjóðríki eiga, ef nauðsynlegt þykir, að íhuga að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja að nægjanlega margir hæfir umsækjendur sækist eftir starfinu svo valnefndin geti lagt fram ásættanlegan lista af kandídötum til embættisins“
Úr reglum um val á dómurum við Mannréttindadómstól Evrópu

Endurtaka umsóknarferlið

Embætti dómara frá Íslandi við Mannréttindadómstólinn var auglýst í lok síðasta árs. Forsætisráðuneytið, nánar tiltekið skrifstofa jafnréttis og mannréttindamála, sér um að auglýsa starfið og heldur utan um ferlið fyrir Íslands hönd. Einungis þrír umsækjendur voru um stöðuna. Þar af sótti Oddný Mjöll Arnardóttir aftur um en hún sótti einnig um starfið árið 2013 þegar Róbert Spanó var valinn sem dómari fyrir Íslands hönd. Oddný hafði því áður gengið í gegnum þetta ferli nú þegar hún fór í viðtalið. Í kjölfar þess er hún eini umsækjandinn sem ekki hefur dregið umsókn sína til baka. 

Í kjölfarið á því að þingmannanefndin ákvað að fresta því að senda umsóknirnar þessara þriggja aðila frá Íslandi áfram til Evrópuráðsins þarf forsætisráðuneytið að auglýsa embættið aftur.  Ein af spurningum er því hvort Oddný Mjöll sæki um aftur eða ekki og þá hvaða aðrir umsækjendur munu koma fram til að hægt verði að skipa nýjan íslenskan dómara. 

Reglurnar um skipan á dómurum við Mannréttindadómstólinn eru nokkuð stífar. 

Í þeim er kveðið á um að umsækjendur þurfi að búa yfir tiltekinni þekkingu á, skilyrði um tungumálakunnáttu og að viðkomandi þurfi að vera siðlegir.  Svo segir meðal annars að þjóðríki verði að tryggja það að umsækjendurnir um starfið séu hæfir til starfans: „Þjóðríki eiga, ef nauðsynlegt þykir, að íhuga að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja að nægjanlega margir hæfir umsækjendur sækist eftir starfinu svo valnefndin geti lagt fram ásættanlegan lista af kandídötum til embættisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár