Ef þú hefðir sagt venjulegum Úkraínumanni fyrir rúmu hálfu ári að hagkerfið ætti brátt eftir að falla í skuggann á stærri vandamálum, hefði hann vart trúað þér. Sé litið til þjóðarframleiðslu miðað við höfðatölu var Úkraína líklega fátækasta ríki Evrópu, í 42. sæti á lista þar sem Ísland er í 5. sæti. Fjórðungur ungs fólks á vinnumarkaði var án atvinnu og mikill spekileki átti sér stað þar sem þeir sem áttu þess kost flúðu land í leit að betra lífi.
Almenningur bar lítið traust til stjórnvalda, enda yfirgengileg spilling á öllum stigum stjórnkerfisins og lítill hópur útvaldra stjórnaði með því að deila út bitlingum til þess að halda klíkum á sínu bandi. Sumir hinna spilltu eru kjörnir fulltrúar, aðrir stjórna ríkisreknum fyrirtækjum. Þeir eru svokallaðir ólígarkar, líkt og flestir kannast við úr umræðunni um valdajafnvægið í Rússlandi.
Hvað varðar Zelensky forseta hafði hann valdið nokkrum vonbrigðum frá því hann komst …
En hvað mun enduruppbyggingin kosta?
Og hver eða hverjir munu borga?