Það eru ekki bara kvikmyndagerðarfólk, leikarar og áhorfendur sem flykkjast til litla bæjarins Cannes á meðan kvikmyndahátíðin stendur yfir á hverju vori. Fyrir utan þau sem koma að framleiðslu sjálfra myndanna þá mæta einnig þau sem vilja kaupa þær áhugaverðustu og dreifa þeim um heiminn allan.
Frá Íslandi eru þetta stjórnendur Bíó Paradís, þær Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri og Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri. Þær eru fastagestir á hátíðinni og horfa á tugi mynda til þess að geta valið þær sem þeim finnst mikilvægast að komi fyrir sjónir íslenskra áhorfenda, sem að öðrum kosti hefðu fá tækifæri til að ná þeim á hvíta tjaldinu. Um þessar mundir er verið að vinna endurbætur á Bíó Paradís, verið að setja nýtt hljóðkerfi í stærsta salinn og einnig búið að bæta aðgengi fatlaðra að sölunum.
Stundin ræddi við Hrönn og Ásu skammt frá hátíðarsvæðinu til þess að komast betur að því hvernig þær velja myndirnar fyrir …
Athugasemdir (1)