Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fékk sextíu daga dóm fyrir árás sem hefði getað stefnt sambýliskonu í lífshættu

„Farðu beina leið á bráða­mót­tök­una. Áverk­ar þín­ir eru á því stigi að þeir gætu ver­ið lífs­hættu­leg­ir,“ voru ráð­legg­ing­ar Kvenna­at­hvarfs­ins þeg­ar Helga Krist­ín Auð­uns­dótt­ur leit­aði þang­að eft­ir að sam­býl­is­mað­ur henn­ar réðst á hana á heim­ili þeirra. Það var stað­fest á bráða­mót­töku.

Fékk sextíu daga dóm fyrir árás sem hefði getað stefnt sambýliskonu í lífshættu

„Farðu beina leið á bráðamóttökuna. Áverkar þínir eru á því stigi að þeir gætu verið lífshættulegir,“ voru ráðleggingar Kvennaathvarfsins þegar Helga Kristín Auðunsdóttur leitaði þangað eftir að sambýlismaður hennar réðst á hana á heimili þeirra. Það var staðfest á bráðamóttöku. Hálfu ári síðar leitaði hún til lögreglu og lagði fram kæru. Tveimur árum eftir árásina féll loks dómur. Eftir að hafa gengist við ofbeldisverknaðinum í dómssal fékk Gísli Hauksson, einn stofnandi og fyrrverandi forstjóri fjárfestingarsjóðsins GAMMA, sextíu daga skilorðsbundinn dóm.  

Helga Kristín lýsir því hvernig hún flúði berfætt af heimilinu, með svefnpoka sem hún greip með sér. Sömu nótt hringdi hún í Kvennaathvarfið þar sem hún fékk ráðleggingar til að koma í veg fyrir að hún myndi fara aftur inn á heimilið. „Ég fór að þeirra ráðum í einu og öllu sem gaf mér svo mikilvægar bjargir vikurnar á eftir. Þakklæti til þeirra verður alltaf til staðar,“ sagði Helga Kristín í Facebook-færslu eftir að dómur féll í dag. 

Kæruferið erfitt

Í dómnum kemur fram að Gísli hafi ítrekað tekið hana kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og féll í gólfið, samkvæmt Vísi. Þegar hún reyndi að flýja inn í herbergi hafi hann farið á eftir henni, gripið ítrekað í handleggi hennar og fleygt henni á rúmið, með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun, ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, sem og margvíslega yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. 

Það var ekki fyrr en hálfu ári síðar, þegar henni fannst hún loks geta dregið andann, að hún ákvað að leggja fram kæru. Í kjölfarið sagði Gísli sig frá stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. 

„Kæruferlið er með því erfiðasta sem ég hef upplifað og á margan hátt upplifði ég eins og kæruferlið hjá lögreglu hafi gert ofbeldisupplifunina verri,“ sagði hún. Það hafi þó skipt máli að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á að hún hafi verið beitt ofbeldi. „Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020.“ 

Stundin hefur áður fjallað um meðferð réttarkerfisins á heimilisofbeldismálum. Alls var rannsókn um 1.000 heimilisofbeldismála hætt á tveimur árum. Yfirmenn hjá lögreglu hafa talað fyrir því að mannekla bitni á brotaþolum. Þá hafa fleiri þolendur lýst því yfir að kæruferlið reynist þungbært, jafnvel verra en ofbeldið sjálft. 

Sérstaklega hættulegt ofbeldi

Dómur féll eftir að Gísli gekk loks við ofbeldinu í dómssal. „Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár. Að hann neitaði sök í allan þennan tíma gerði líðanina á þessum tíma margfalt verri,“ sagði Helga Kristín. 

„Þetta getur verið lífshættuleg árás“
Hrönn Stefánsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Landspítala

Í fyrri umfjöllun Stundarinnar um réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis áréttaði Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala, alvarleika kverkataks. Um sé að ræða aðferð sem gerendur beita gjarna til að sýna vald sitt gagnvart þolendum sínum: 

„Þetta getur verið lífshættuleg árás sem getur leitt til meðvitundarleysis á fimm til tíu sekúndum og dauða innan nokkurra mínútna,“ sagði Hrönn og áréttaði að þetta væri ein helsta dánarorsök í heimilisofbeldismálum. „Ofbeldi þar sem kverkatak er notað er sérstaklega hættulegt því það geta myndast bólgur og bjúgur eftir á sem geta þrengt að öndunarvegi.“ 

Varðar sex ára fangelsi

Samkvæmt Fréttablaðinu varðar brotið hegningarlög um brot í nánu sambandi og varðar allt að sex ára fangelsi: „Hver sem endur­tekið eða á al­var­legan hátt ógnar lífi, heilsu eða vel­ferð nú­verandi eða fyrr­verandi maka síns eða sam­búðar­aðila, niðja síns eða niðja nú­verandi eða fyrr­verandi maka síns eða sam­búðar­aðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans um­sjá, með of­beldi, hótunum, frelsis­sviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“  

„Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað“
Helga Kristín
lektor við Háskólann á Bifröst

Þó svo að refsing við brotinu varði allt að sex ára fangelsi fékk Gísli sem fyrr segir tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 500 þúsund krónur í miskabætur fyrir lífshættulega árás. 

Þakkar konum sem á undan komu

Þrátt fyrir það upplifir Helga Kristín létti og þakkar þeim konum sem komu á undan og börðust fyrir réttlæti. „Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífsreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GJ
    Guðrún Júlíusdóttir skrifaði
    Vel að merkja 60 daga skilorðsbundinn dóm, sem sagt ekkert fange3lsi.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hvílíkur drullusokkur
    1
  • Erna Arnadottir skrifaði
    Alltof vægur dómur. Fær hann vægari dóm fyrir að hafa verið fjárfestir? Eru þetta skilaboð til ungra manna um að þeir megi beita ofbeldi og reyna að drepa ef þeir eru menntaðir og ganga í jakkafõtum? Dómendur takið ykkur saman í andlitinu!
    4
  • Hjördís Ásgeirsdóttir skrifaði
    Það er skömm að þessu. Með þessum dómi er verið að gefa þau skilaboð að þetta hafi verið í lagi! Skelfileg skilaboð til ofbeldismanna og enn verra fyrir fórnarlambið. Það er alveg á hreinu að dómari sem telur slíka árás vera léttvæga er óhæfur. Það ætti að sjálfsögðu að áfrýja svona dómum sem þessum.
    7
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Það er svo langt í frá að vera sjálfsagt að dómskerfi Sjálfstæðisflokksins komi réttvísi sinni yfir innmúraða.
      5
    • SK
      Sveinbjörg Kristjánsdóttir skrifaði
      Hjartanlega sammála. Ótrúlegur dómur.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár