Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár

Lög­regla hætti rann­sókn á rétt tæp­lega 700 af ríf­lega 1.100 heim­il­isof­beld­is­mál­um sem til­kynnt voru til lög­reglu um land allt ár­ið 2020 og fyrstu 10 mán­uði síð­asta árs hafði rann­sókn á tæp­lega 400 heim­il­isof­beld­is­mál­um ver­ið hætt. Þetta sýna gögn úr mála­skrá lög­reglu. Mik­il fjölg­un hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi und­an­far­in ár en lög­reglu­mönn­um ekki ver­ið fjölg­að í takt við það, seg­ir lög­regla.

Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár

Tilkynningum um heimilisofbeldi frá janúar til nóvember í fyrra fjölgaði um 19 prósent miðað við sama tímabil fimm áranna á undan. Breytt verklag lögreglu er talið hafa þar áhrif sem og vitundarvakning í samfélaginu um heimilisofbeldi. Hins vegar hefur fjöldi lögreglumanna við störf staðið í stað og ríkislögreglustjóri segir að hörgull sé á lögreglumönnum um allt land og lögregla sé í raun í kröggum. Sviðsstjóri ákærusviðs segir að ákærendum hafi ekki verið fjölgað í takt við mikla aukningu tilkynninga, þrátt fyrir að heimilisofbeldismál séu flokkuð sem forgangsmál hjá lögreglu, gríðarlegt álag sé á ákærendum og ef það sé vilji til að stytta málsmeðferð þurfi að fjölga ákærendum. 

503 konur meðal brotaþola

Á tímabilinu janúar til október árin 2015 og 2016 voru skráð hjá lögreglu í kringum 660 heimilisofbeldismál en síðustu tvö ár eru þau yfir 900 talsins. Allt árið í …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár