Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech í Vatnsmýrinni leigir fasteignir af félögum í eigu Róberts Wessman, stofnanda og stjórnarformanns fyrirtækisins, fyrir samtals 13,2 milljónir dollara, ríflega 1.735 milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í skýrslu um Alvotech sem nýlega var skilað til bandaríska fjármálaeftirlitsins SEC vegna skráningar félagsins á markað þar í landi. Rík upplýsingaskylda hvílir á félögum sem til stendur og eru skráð á bandarískan hlutabréfamarkað og er skýrslan ítarleg.
Alvotech hefur leitað logandi ljósi að fjármögnun á Íslandi og erlendis með það fyrir augum að tryggja starfsgrundvöll félagsins. Meðal annars hefur fjárfestingin verið kynnt fyrir mörgum íslenskum lífeyrissjóðum. Einn íslenskur lífeyrissjóður hefur meðal annars fjárfest í Alvotech, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.
Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Alvotech og Alvogen, samheitalyfjafyrirtæki sem Róbert …
Athugasemdir