Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.

Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Mótmælir stríðinu Jersey bíður eftir því að ná tali af rússneska sendiherranum. Á handarbökum hans má sjá húðflúr, á hægri hendinni er úkraínskur kross og á vinstri hendinni er merki andspyrnuhreyfingarinnar í Varsjá á dögum hernáms nasista í Heimsstyrjöldinni síðari. Mynd: Freyr Rögnvaldsson

„Ég ætla að sitja hér fyrir utan sendiráðið og spila andrússnesk áróðurslög og úkraínsk þjóðlög þar til rússneski sendiherrann kemur og ræðir við mig, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig. Ef sendiherrann kemur út ætla ég að segja honum kurteislega að andskotast héðan í burtu.“

Þetta segir Jersey, bandarískur hermaður sem nú mótmælir stríðsrekstri Rússa í Úkraínu fyrir utan rússneska sendiráðið á Túngötu. Jersey heitir raunar ekki Jersey, þessi 35 ára gamli Bandaríkjamaður af pólskum ættum, vill ekki gefa upp sitt rétta nafn til að setja ekki fólk sér nákomið í hugsanlega hættu. Hann er í herbúningi og innan undir honum í grænum stuttermabol eins og þeim sem Volodomyr Zelensky úkraínuforseti hefur gert að einkennisfatnaði sínum. Hann ber stóran herbakpoka sem á hefur verið skrifaður texti andófslags gegn Rússneska hernum.

Jersey situr flötum beinum á gangstéttinni við sendiráðið og beinir síma sínum að sendiráðsbyggingunni. Úr símanum hljómar lagið með textanum sem ritaður er á bakpokann.

„Ég kom með lyf frá Úkraínu sem ég þarf að koma til Úkraínumanna í Keflavík“
Lyfin frá KænugarðiLyfin sem Jersey hefur meðferðis fékk hann í Kænugarði í Úkraínu og ætlar að koma þeim til Úkraínumanna í Keflavík. Hann óskar eftir því að einhver verði sér að liði með það.

Spurður hvað hann sé að gera hér á landi svarar Jersey: „Ég var hermaður í Úkraínu. Ég kom til Íslands fyrir tveimur dögum. Ég kom með lyf frá Úkraínu sem ég þarf að koma til Úkraínumanna í Keflavík. Ef einhver gæti orðið mér til aðstoðar með að koma lyfjunum til þeirra myndi ég þiggja það með miklum þökkum. Þetta eru lyf frá Kænugarði sem þau þurfa að fá og ég er hér fyrir framan rússenska sendiráðið til að vekja athygli á málstað þeirra.“

Særðist í flugskeytaárás

Jersey segir að hann hafi komið til Úkraínu 7. mars síðastliðinn, frá Bandaríkjunum með viðkomu í Póllandi. Hann hafi farið yfir landamærin til Lviv og þaðan til Yavoriv þar sem hann starfaði með almannatengsladeild Úkraínska hersins.

Jersey segist hafa verið staddur í herbúðum í Yavoriv, aðeins viku eftir að hann kom til Úkraínu, þegar að flugskeytum frá rússneska hernum var skotið á herbúðirnar með þeim afleiðingum að 35 manns létust og á annað hundrað særðust. Sjálfur særðist hann lítillega. Þaðan hafi hann flúið út í skóg. Hann hafi farið yfir landamærin til Póllands en síðan farið aftur yfir til Úkraínu skömmu síðar. Þá hafi verkefni hans orðið að aðstoða skæruliðahópa sem börðust við Rússa í nágrenni Kænugarðs. Sá hópur hafi síðan tekið sér stöðu á Maidan torgi í miðri borginni og þangað hafi Jersey einnig fylgt þeim.

Það fór Jersey til Bucha. „Ég sá brunnar byggingar, staði þar sem fólk var myrt með köldu blóði en voru umlukin í blómahafi. Það var gríðarlega áhrifamikið.“

Seinna fór Jersey til Chernobyl með ítölsku kvikmyndaliði. „Ég tók lítinn sem engan þátt í bardögum sjálfur en ég veit um fólk sem það gerði. Ég varð líka vitni að hræðilegu framferði Rússa, pyntingum og nauðgunum, en líka heimsku þeirra þegar þeir grófu skotgrafir á Chernobylsvæðinu.“

Framferði Rússa ófyrirgefanlegt

Jersey dregur upp ýmsa muni sem hann tók með sér frá Úkraínu, notuð AK-47 skothylki og brotinn, bleikan hárkamb þar á meðal, auk útprentaðrar orðabókar frá ensku yfir á úkraínsku, sem hann kallar vígstöðvaorðabók. Kambinn segir Jersey að hann hafi fundið í Bucha, úkraínsku borginni þar sem greint hefur verið frá því að rússneskir hermenn hafi framið skelfilega stríðsglæpi. Það sem hann hafi séð í Úkraínu sé ófyrirgefanlegt og því mótmælir hann nú fyrir utan sendiráð Rússa hér í landi.

„Ég ætla að að vera hér þar til það gerist, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig“

„Í staðinn fyrir að eyða peningunum mínum í gistingu á gistihúsi er ég að hugsa um að vera bara hér, þar til ég næ athygli rússneska sendiherrans, og hann kemur og talar við mig. Þegar að það gerist ætla ég kurteislega að gera svo vel að segja af sér. Ég held að það væri við hæfi að hann andskotaðist, kurteislega, út úr þessari byggingu. Það er ömurlegt að hann sitji inni á þessari skrifstofu á meðan að landar hans heyi árásarstríð geng saklausu fólki, og hann þurfi enga ábyrgð að axla. Ég ætla að að vera hér þar til það gerist, eða lögreglan kemur og fjarlægir mig.“

Jersey hvetur alla Íslendinga til að leggja baráttunni í Úkraínu lið, þar þurfi fólk á öllu að halda, lyfjum, herbúnaði, matvælum og aðstoð og aðföngum af hverju tagi. Spurður hvað hafi rekið hann til að fara frá Bandaríkjunum og til aðstoðar Úkraínumönnum segir Jersey að ástæðan sé bæði margþætt en líka einföld.

Pólskur uppruni hans eigi þar stóran þátt; Pólverjar og Úkraínumenn séu bræðraþjóðir þó þær hafi ekki alltaf setið á sárs höfði. Honum finnist það skylda sín að hjálpa bræðrum sínum í Úkraínu, jafnvel óumflýjanleg örlög. En það sé líka skylda alls rétthugsandi fólks að leggja Úkraínumönnum lið í baráttu þeirra. „Þetta snýst um samstöðu, samstöðu milli Úkraínumanna og Pólverja, enda er ég af pólskum ættum. Þetta snýst líka samstöðu heimsbyggðarinnar, við eigum ekki að láta framferði Rússa óátalið, ekki Evrópubúar, Bandaríkjamenn eða nokkuð siðað fólk. Ég fer aftur, það er klárt. Ég get ekki verið hér og notið lífsins í Reykjavík á meðan Úkraínumenn berjast heima fyrir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jersey Fresh skrifaði
    As much as I'd love to spend every second of every hour in front of the Russian Ministry of Propaganda, apparently there's also a *lot* of useful stuff people to do here, particularly with the Red Cross and Artists4Ukraine movement, so I'll leave it to "Ambassador" Noskov to figure out my exact time table of when I'll be in front of his ugly neo-Soviet pleasure palace.
    1
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Ætli maðurinn heiti ekki Jerzy, vanalegt pólskt nafn.
    0
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Ætli maðurinn hljóti ekki líka að vera stríðsglæpamaður hr. Snævarr... í ljósi þess að það kemur fram í þessari umfjöllun að hann hafi tekið þátt í ólögmætum hernaðaraðgerðum Bandaríkja gegn Írak???
      -1
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það hlýtur að orka tvímælis er félagi í fjölmennustu, skipulögðustu og hættulegustu hryðjuverkasamtökum heims (lesist bandaríski herinn) skuli hingað kominn að krefjast þess að sendiherra Rússaveldis hér á landi hypji sig vegna þessara hörmulegu átaka þarna í Úkraínu. Nóg um það. Kv
    -7
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Rússneska sendiráðið er til að aðstoða Rússa sem eru hér allnokkrir. Þetta stríð er ekki þeim að kenna og það styttir ekki stríðið að refsa saklausum.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár