Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.

Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Ekki inni í myndinni Sanna segir á Facebook að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé ekki inni í myndinni. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Fyrstu tveir frambjóðendurnir á lista Sósíalistaflokksins segja báðir að ekki komi til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum að afloknum kosningum á laugardag. Flokkurinn hafi útilokað samstarf við auðvaldsflokka. Það séu bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn. 

„Við Sósíalistar útilokum samstarf með Sjálfstæðisflokki og öllum auðvaldsflokkum eins og ég hef víða sagt,“ skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins, á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.

„Við Sósíalistar útilokum samstarf með Sjálfstæðisflokki og öllum auðvaldsflokkum eins og ég hef víða sagt.“
Sanna Magdalena Mörtudóttir
oddviti Sósíalistaflokksins

Samskonar athugasemd barst frá öðrum manni á lista flokksins vegna fréttarinnar, Trausta Magnússyni, vegna samantektarinnar. Þar tiltók hann ekki bara Sjálfstæðisflokk heldur líka Viðreisn. „Við viljum árétta að Sanna hefur oft tekið fram að við útilokum samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, semsé auðvaldsflokka,“ skrifaði hann. 

Í oddvitakappræðum Stundarinnar sagðist Sanna vilja vinstri meirihluta eftir kosningar. „Við þurfum vinstri meirihluta og við getum starfað með öllum flokkum sem taka slaginn fyrir fólkið sem hafa verið skilin eftir hér í borginni. Af því við þurfum að byggja borgina hér á jöfnuði og útrýma óréttlætinu,“ sagði hún. En þarna átti hún ekki við Sjálfstæðisflokkinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár