Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
Fram eða aftur? Kjartan segir að hjálmurinn snúi rétt, eitthvað sem netverjar hafa haft efasemdir um. Mynd: úr myndbandi Sjálfstæðisflokksins

„Nei, ég nota þennan hjálm oft,“ segir Kjartan Magnússon, varaþingmaður og þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Umræða hefur sprottið upp á netinu eftir að kosningaauglýsing flokksins var birt þar sem Kjartan sést bregða fyrir á hjóli og með reiðhjólahjálm. Það eru þó ekki hjólahæfileikarnir sem vekja athygli heldur hjálmurinn. Margir vilja meina að hann snúi öfugt.

GarpurKjartani sést bregða fyrir á hjóli í kosningamyndbandi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hjóla talsvert.

Kjartan blæs á þessar útleggingar. „Ég hjóla nú töluvert,“ segir hann aðspurður. Á það bendir líka Snorri Stefánsson lögmaður í hópnum Samgönguhjólreiðar, þar sem hjálmanotkunin hefur einnig vakið athygli. „Það má alveg hafa gaman af þessu en hann hjólar í alvörunni,“ segir hann. Snorri er sambýlismaður keppinautar Kjartans í borgarstjórnarkosningunum en hann býr með Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna. 

„Það er ekki hægt að hafa hann öfugan“
Kjartan Magnússon
um hjólahjálminn sinn

Til að taka af allan vafa sótti Kjartan hjálminn og kíkti á hann. „Ég náði nú í hjálminn af því þú ert að spyrja að þessu og er með hann hérna fyrir framan mig og þetta er bara þannig hjálmur að það er ekki hægt að hafa hann öfugan. Þá myndi hann ekki tolla á höfðinu á mér.“

Kjartan er þó ekki eini frambjóðandinn sem hefur sést hjóla í kosningabaráttunni. Það hefur Pawel Bartoszek, annar maður á lista Viðreisnar, líka gert. Í auglýsingu frá flokknum sést hann bruna – hjálmaður – yfir Lækjartorg á reiðhjóli og augnabliki síðar – hjálmlaus – á rafskútu. 

Pawel á hjóliLíkt og Kjartan er Pawel með hjálm á hjólinu. Hann er reyndar horfinn augnabliki síðar þegar Pawel er kominn á rafskútu.

Báðir flokkar hafa sérstaka stefnu í hjólamálum innan borgarinnar. Eitt af sjö kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins varðandi samgöngur gengur út á að  „innleiða hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar af metnaði og styðja enn betur við hjólreiðar sem samgöngumáta í borginni“.

Viðreisn minnist átta sinnum á hjól í stefnuskrá sinni og ætlar meðal annars að klára þarf samfellt hjólastíganet fyrir borgina og samræma útlit og hönnun hjólastíga með nágrannasveitarfélögum. „Við viljum beita okkur fyrir því að lagður verði hjólastígur milli Keflavíkur og Reykjavíkur,“ segir svo líka. 

Samfylkingin ætlar sér líka að bæta göngu- og hjólastíganetið og auka forgang þessara ferðamáta á gatnamótum. Rétt eins og Píratar sem ætla að setja hjóla- og göngustíga framar í forgangsröðun. Framsókn er svo enn annar flokkurinn sem vill „öfluga uppbyggingu hjóla- og göngustíga og styður deilihagkerfi í samgöngum“.

Miðflokkurinn styður þetta líka en auk þess ætlar flokkurinn að stórbæta þrif á hjólastígum. 

Í kynntri kosningastefnu Vinstri grænna virðist ekki minnst á hjólreiðar en teiknaða myndin sem prýðir síðuna um samgöngur inniheldur meðal annars hjól. Sósíalistar virðast heldur ekki hafa sérstaka hjólastefnu í kynntum kosningaáherslum sínum né heldur Flokkur fólksins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það þarf að laga til í hjólamenningunni: Það vantar stórlega uppá að gangandi fólk sé öruggt á göngustígum vegna hjólaumferðar og raftækjaumferðar. Skipulagsnefnd Rvk má taka til í þessum málum auk þess að jafna bílaumferðarmöguleika því það er lífsnauðsynlegt mörgum (t.d. eldri borgurum, fötluðum og barnafjölskyldum) að geta notað einkabílinn. Ekki vanmeta þessi atriði!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu