Dagbjört Ásbjörnsdóttir á fjórtán ára tvíburasyni. Annar þeirra er mjög einhverfur og með mikla þroskahömlun, sem hefur kennt henni svo margt. „Oft finnst mér hamingjan felast í hlutum sem við hin tökum kannski sem sjálfsögðum hlut; ég upplifi ákveðna ánægju og vellíðan í einföldum hlutum. Við förum mikið út, svo sem niður í fjöru eða að heimsækja hunda á hundasvæði. Þessi einfaldleiki veitir mér ánægju og hamingju. Bara að vera.“
Dagbjört segir að snemma hafi verið ljóst að allt væri ekki eins og það ætti að vera hvað annan son hennar varðar. „Ákveðin tengslamyndun hjá honum var frábrugðin. Hann fékk formlega greiningu þegar hann var að verða þriggja ára. Það var mikið sjokk; allir foreldrar ganga út frá því að eignast heilbrigð börn og að allt verði í lagi. Svo stóð ég frammi fyrir því að barnið mitt myndi alltaf þurfa mikinn stuðning og að lífið yrði öðruvísi. Núna eru …
Athugasemdir