Alina fær að sækja um vernd

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að taka beiðni Al­inu Kaliuzhnaya , hvít-rúss­neskr­ar póli­tískr­ar flótta­konu, um al­þjóð­lega vernd hér á landi til efn­is­legr­ar með­ferð­ar. Ástæða þess er stríð­ið í Úkraínu og áhrif þess á flótta­manna­kerf­ið í Póllandi þang­að sem Út­lend­inga­stofn­un hafði áð­ur ákveð­ið að vísa Al­inu, á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.

Alina fær að sækja um vernd
Sigur ekki í höfn Alina segir að þrátt fyrir að það sé fagnaðarefni að ákveðið hafi verið að taka mál hennar til meðferðar sé hún ekki hólpin því það eitt og sér tryggi henni ekki vernd hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Beiðni Alinu Kaliuzhnaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir lögfræðingur hennar í samtali við Stundina. Alina flúði til Íslands frá Hvíta-Rússlandi eftir að hafa verið handtekin og pyntuð fyrir að hafa mótmælt kosningasvikum Alexanders Lukashenko forseta landsins. Áður hafði Alinu í tvígang verið neitað um að mál hennar yrði tekið til meðferðar af íslenskum stjórnvöldum, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Alina sagði nýverið sögu sína af ástandinu í Hvíta Rússlandi, flóttanum þaðan til Íslands og samskiptum við íslensk stjórnvöld í viðtali við Stundina. Alvarleg veikindi hennar og fötlun, það að hún sé eftirlýst í heimalandi sínu og faðir hennar þekktur pólitískur flóttamaður, hafði ekkert að segja í máli hennar, og hefur raunar ekkert með það að gera að málið verður nú tekið til meðferðar. Ástæðan er sú að ekki er hægt að vísa fólki til Póllands vegna stríðsins í Úkraínu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár