Alina fær að sækja um vernd

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að taka beiðni Al­inu Kaliuzhnaya , hvít-rúss­neskr­ar póli­tískr­ar flótta­konu, um al­þjóð­lega vernd hér á landi til efn­is­legr­ar með­ferð­ar. Ástæða þess er stríð­ið í Úkraínu og áhrif þess á flótta­manna­kerf­ið í Póllandi þang­að sem Út­lend­inga­stofn­un hafði áð­ur ákveð­ið að vísa Al­inu, á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.

Alina fær að sækja um vernd
Sigur ekki í höfn Alina segir að þrátt fyrir að það sé fagnaðarefni að ákveðið hafi verið að taka mál hennar til meðferðar sé hún ekki hólpin því það eitt og sér tryggi henni ekki vernd hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Beiðni Alinu Kaliuzhnaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir lögfræðingur hennar í samtali við Stundina. Alina flúði til Íslands frá Hvíta-Rússlandi eftir að hafa verið handtekin og pyntuð fyrir að hafa mótmælt kosningasvikum Alexanders Lukashenko forseta landsins. Áður hafði Alinu í tvígang verið neitað um að mál hennar yrði tekið til meðferðar af íslenskum stjórnvöldum, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Alina sagði nýverið sögu sína af ástandinu í Hvíta Rússlandi, flóttanum þaðan til Íslands og samskiptum við íslensk stjórnvöld í viðtali við Stundina. Alvarleg veikindi hennar og fötlun, það að hún sé eftirlýst í heimalandi sínu og faðir hennar þekktur pólitískur flóttamaður, hafði ekkert að segja í máli hennar, og hefur raunar ekkert með það að gera að málið verður nú tekið til meðferðar. Ástæðan er sú að ekki er hægt að vísa fólki til Póllands vegna stríðsins í Úkraínu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár