Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alina fær að sækja um vernd

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að taka beiðni Al­inu Kaliuzhnaya , hvít-rúss­neskr­ar póli­tískr­ar flótta­konu, um al­þjóð­lega vernd hér á landi til efn­is­legr­ar með­ferð­ar. Ástæða þess er stríð­ið í Úkraínu og áhrif þess á flótta­manna­kerf­ið í Póllandi þang­að sem Út­lend­inga­stofn­un hafði áð­ur ákveð­ið að vísa Al­inu, á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.

Alina fær að sækja um vernd
Sigur ekki í höfn Alina segir að þrátt fyrir að það sé fagnaðarefni að ákveðið hafi verið að taka mál hennar til meðferðar sé hún ekki hólpin því það eitt og sér tryggi henni ekki vernd hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Beiðni Alinu Kaliuzhnaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Þetta staðfestir lögfræðingur hennar í samtali við Stundina. Alina flúði til Íslands frá Hvíta-Rússlandi eftir að hafa verið handtekin og pyntuð fyrir að hafa mótmælt kosningasvikum Alexanders Lukashenko forseta landsins. Áður hafði Alinu í tvígang verið neitað um að mál hennar yrði tekið til meðferðar af íslenskum stjórnvöldum, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Alina sagði nýverið sögu sína af ástandinu í Hvíta Rússlandi, flóttanum þaðan til Íslands og samskiptum við íslensk stjórnvöld í viðtali við Stundina. Alvarleg veikindi hennar og fötlun, það að hún sé eftirlýst í heimalandi sínu og faðir hennar þekktur pólitískur flóttamaður, hafði ekkert að segja í máli hennar, og hefur raunar ekkert með það að gera að málið verður nú tekið til meðferðar. Ástæðan er sú að ekki er hægt að vísa fólki til Póllands vegna stríðsins í Úkraínu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár