Ég flutti til Danmerkur og bjó þar í tvö ár. Þá var ég alltaf að hjóla í skólann, fimm kílómetra leið upp brekku og allt, og það var ekkert mál. Það var skrýtið að koma til Danmerkur og kunna ekki tungumálið en læra það hægt og rólega. Fyrst fór ég í bekk þar sem voru bara Íslendingar og þá lærði ég ekki neitt í hálft ár. Síðan fór ég í danskan skóla og lærði miklu meira, mikið hraðar og kynntist fólki.
Svo var ég að spila fótbolta. Svo var traðkað á manni í fótboltanum. Þá blæddi og þá hætti ég í fótbolta. Og ég hef ekki æft fótbolta síðan.
Það er auðmýkjandi að fara úr umhverfinu þar sem allt bendir til þess að þú sért bara beisikk. Í forréttindastöðu, samþykktur, hvítur karlmaður, í íslenskum skóla á Íslandi og talar tungumálið mjög vel. Fara í nýtt land og tala tungumálið ekki …
Athugasemdir