Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lilja segir Bjarna og Katrínu líka hafa efast um Íslandsbankasöluna

Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir við­skipta­ráð­herra seg­ir að sam­ráð­herr­ar henn­ar í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins hefðu, þau Bjarni Bene­dikts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi haft efa­semd­ir um að selja hluti rík­is­ins í lok­uðu út­boði.

Lilja segir Bjarna og Katrínu líka hafa efast um Íslandsbankasöluna
Allir með efasemdir Lilja vakti athygli þegar hún sagðist hafa lýst efasemdum um að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði við samráðherra sína í ríkisstjórn. Mynd: Davíð Þór

„Það voru efasemdir um þessa aðferð hjá öllum ráðherrum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra á Alþingi í morgun um sölumeðferð 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Vísaði hún þar til þess að bæði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sitja ásamt Lilju í ráðherranefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins hefðu, hafi haft efasemdir um að selja hluti ríkisins í lokuðu útboði. 

Hún sagðist hafa furðað sig á því að ekki hefði verið farin sama leið og þegar opið útboð fór fram á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Þá bauðst öllum almenningi að kaupa hlut í opnu ferli. Útboðið nú síðast var aftur á móti lokað og aðeins ætlað svokölluðum fagfjárfestum.

„Þá þótti mér undarlegt að við skyldum breyta þeirri aðferð vegna þess að hún gekk vel,“ sagði Lilja. Bankasýslan hafi hins vegar lagt til breytta aðferð, sem allir ráðherrarnir hefðu haft efasemdir um. „Hún gerir það eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga, bæði innlenda og erlenda,“ sagði hún og bætti við síðar: „Það kann að vera að sú aðferð sem Bankasýslan lagði til, að hún hafi verið rétt.“

Þessi orð fóru ekki vel í þingmenn stjórnarandstöðunnar sem flykktust í ræðustól undir liðnum fundarstjórn forseta sem kepptust um að furða sig á orðum ráðherrans. „Þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið um þessar áhyggjur sínar […] Létu nægja að vara sjálfa sig við án þess að bóka neitt um það,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Vara eindregið við því sem þeir gera en halda þinginu alveg utan við það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Lilja Loðhúfa farin að bera í bætifláka fyrir Vellýgna Bjarna og Katrínu. Getiði af hverju?
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    En eitthvert þeirra kveður uppúr um að fara að ráðum bankasýslunnar þrátt fyirr áhyggjurnar - Hvert þeirra skyldi það nú vera?
    Og svo kemur í ljos að Bankasýslan veldur ekki verkefninu og allar undirstofnanirnar líta svo á að nú sé tækifæri til að reyta hænuna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár