Daginn fyrir 23 ára afmæli Sögu Nazari, þann 10. september í fyrra, kviknaði í íbúð sem hún leigði í miðbænum. Enginn reykskynjari var í íbúðinni og Saga var í fastasvefni. Það varð henni til lífs að nágranni hennar sá reyk koma frá íbúðinni. Hann hringdi í Neyðarlínuna og barði svo á hurð og glugga íbúðarinnar.
„Reykur er svo svæfandi og ég hélt að mig væri að dreyma að einhver væri að banka og langaði að sofna aftur en sem betur fer áttaði ég mig á að eitthvað var að og fór fram úr rúminu og sá þá að íbúðin var full af reyk,“ segir Saga sem var flutt á sjúkrahús með reykeitrun. „Ég veit að ég hefði ekki misst íbúðina ef það hefði verið reykskynjari þar því þá hefði ég vaknað um leið og hann hefði farið í gang,“ segir hún.
Vaknar með reykeitrun og heimilislaus
Saga hafði búið í …
Athugasemdir