Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

732. spurningaþraut: Hver skrifaði Ulysses?

732. spurningaþraut: Hver skrifaði Ulysses?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan? Hann er þarna orðinn ögn eldri en þegar Íslendingar höfðu mest af honum að segja.

***

Aðalspurningar:

1.  Sérlegur aðstoðarmaður hvers var Martin Bormann?

2.  Hvers son er söngvarinn vinsæli Páll Óskar?

3.  Systir hans er víðkunn söngkona, kunn undir gælunafni sínu, sem er ...?

4.  Fjórir af Austfjörðum heita — í stafrófsröð — Fáskrúðsfjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Berufjörður. Raðið þeim í rétta röð frá norðri til suðurs. Allt verður að vera rétt til að stig fáist!

5.  Hver lék kafteininn Jack Sparrow í nokkrum fjörugum bíómyndum 2003-2017?

6.  Pantheon þýðir í raun „hof allra guða“ og slík hof eru til á ýmsum stöðum. En í hvaða borg er hið stærsta og frægasta Pantheon?

7.  En hvar er hið frægasta Parthenon hins vegar?

8.  Thomas Beresford og kona hans Prudence voru ævinlega kölluð Tommy og Tuppence. Þau höfðu gaman af að glíma við ráðgátur ýmsar og voru ansi snjöll að leysa þær. Hver skrifaði um þau hjón?

9.  Hundrað ár eru um þessar mundir frá því skáldsagan Ulysses kom út en hún þótti mikið brautryðjendaverk í módernisma í bókmenntum, og þróun skáldsagnagerðar yfirleitt. Hver skrifaði þessa bók?

10.  Andrei Zhdanov hét einn af helstu aðstoðarmönnum Jósefs Stalíns einræðisherra Sovétríkjanna. Hann fæddist árið 1896 í hafnarborg einni sem líka var mikil iðnframleiðsluborg og miðstöð á sínu svæði. Þegar Zhdanov lést fyrir aldur fram 1948 var fæðingarborg hans svipt sínu upphaflega nafni og kölluð Zhdanov í 40 ár en þegar Sovétríkin voru að hruni komin 1989 fékk borgin aftur sitt gamla nafn. Hvaða borg var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver skóp verk það sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hitlers.

2.  Hjálmtýsson.

3.  Diddú.

4.  Seyðisfjörður, Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður, Berufjörður.

5.  Johnny Depp.

6.  Í Róm.

7.  Í Aþenu.

8.  Agatha Christie.

9.  Joyce.

10.  Mariupol.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri mynd er Boris Spassky fyrrum heimsmeistari í skák.

Boris Spassky að tafli

Á neðri mynd er Þvottakonan eftir Ásmund Sveinsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár