Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

731. spurningaþraut: Tveggja ára afmæli spurningaþrautar

731. spurningaþraut: Tveggja ára afmæli spurningaþrautar

Tvö ár eru nú síðan spurningaþrautin hóf göngu sína hér í Stundinni. Af því tilefni birti ég fyrstu þrautina aftur í gær. En hér kemur þraut dagsins:

Fyrri aukaspurning:

Hvaða landafræðifyrirbrigði má hér sjá?

***

Aðalspurningar:

1.  Píreus er hafnarborg stórborgar einnar í Evrópu. Hver er sú?

2.  Michael Jordan var kappi mikill fyrir 20-30 árum. Hvað fékkst hann við?

3.  Og í nafni hvaða fyrirtækis/hóps/liðs/stofnunar/apparats vann Jordan þessi sín mestu afrek?

4.  Hversu hár er Heimaklettur í Vestmannaeyjum? Er hann 83 metrar á hæð — 183 metrar — 283 metrar — 383 metrar, eða 483 metrar?

5.  Hver er lengsta á í heimi?

6.  Alexandra Kollontai hét kona. Hún var eina konan í hópi karlmanna sem tóku sér mikið verk fyrir hendur í byrjun 20. aldar, og tókst það verkefni — því miður, má líkega segja með því að vera vitur á. En hvaða karllægi hópur var þetta sem Alexandra Kollontai tilheyrði?

7.  Þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og við erum sjálf (yfirleitt) stödd á uppstyttusvæði, hvað gerist þá?

8.  Hvað heitir sundið milli Sikileyjar og meginlands Ítalíu?

9.  Sveskjur eru þurrkaðar ... hvað?

10.  Hversu margir partar eru í einum meðalbíl og þá eru skrúfur og rær meðtaldar? Hér er gefið svigrúm upp á 10.000 til eða frá.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aþenu.

2.  Körfubolta.

3.  Chicago Bulls var liðið hans.

4.  283 metrar ku vera rétt.

5.  Níl.

6.  Rússneskir kommúnistar — Lenín og Bolsévíkar hans og fyrstu ráðamenn Sovétríkjanna.

7.  Þá sjáum við regnboga (nær undantekningarlaust).

8.  Messina-sund.

9.  Plómur.

10.  Um 30.000 hlutar segir á virðulegri vefsíðu. Allt frá 20.000-40.000 telst því vera rétt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Svartahafið úr norðaustri. Hér er það frá „venjulegu“ sjónarhorni.

Á neðri myndinni er Frida Kahlo.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Sigfusson skrifaði
    Stalin drap Lenin os stal byltingunni svo læiklega var konan á réttri leið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár