Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

731. spurningaþraut: Tveggja ára afmæli spurningaþrautar

731. spurningaþraut: Tveggja ára afmæli spurningaþrautar

Tvö ár eru nú síðan spurningaþrautin hóf göngu sína hér í Stundinni. Af því tilefni birti ég fyrstu þrautina aftur í gær. En hér kemur þraut dagsins:

Fyrri aukaspurning:

Hvaða landafræðifyrirbrigði má hér sjá?

***

Aðalspurningar:

1.  Píreus er hafnarborg stórborgar einnar í Evrópu. Hver er sú?

2.  Michael Jordan var kappi mikill fyrir 20-30 árum. Hvað fékkst hann við?

3.  Og í nafni hvaða fyrirtækis/hóps/liðs/stofnunar/apparats vann Jordan þessi sín mestu afrek?

4.  Hversu hár er Heimaklettur í Vestmannaeyjum? Er hann 83 metrar á hæð — 183 metrar — 283 metrar — 383 metrar, eða 483 metrar?

5.  Hver er lengsta á í heimi?

6.  Alexandra Kollontai hét kona. Hún var eina konan í hópi karlmanna sem tóku sér mikið verk fyrir hendur í byrjun 20. aldar, og tókst það verkefni — því miður, má líkega segja með því að vera vitur á. En hvaða karllægi hópur var þetta sem Alexandra Kollontai tilheyrði?

7.  Þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og við erum sjálf (yfirleitt) stödd á uppstyttusvæði, hvað gerist þá?

8.  Hvað heitir sundið milli Sikileyjar og meginlands Ítalíu?

9.  Sveskjur eru þurrkaðar ... hvað?

10.  Hversu margir partar eru í einum meðalbíl og þá eru skrúfur og rær meðtaldar? Hér er gefið svigrúm upp á 10.000 til eða frá.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aþenu.

2.  Körfubolta.

3.  Chicago Bulls var liðið hans.

4.  283 metrar ku vera rétt.

5.  Níl.

6.  Rússneskir kommúnistar — Lenín og Bolsévíkar hans og fyrstu ráðamenn Sovétríkjanna.

7.  Þá sjáum við regnboga (nær undantekningarlaust).

8.  Messina-sund.

9.  Plómur.

10.  Um 30.000 hlutar segir á virðulegri vefsíðu. Allt frá 20.000-40.000 telst því vera rétt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Svartahafið úr norðaustri. Hér er það frá „venjulegu“ sjónarhorni.

Á neðri myndinni er Frida Kahlo.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Sigfusson skrifaði
    Stalin drap Lenin os stal byltingunni svo læiklega var konan á réttri leið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár