Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Systurnar berjast fyrir bótunum

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.

Systurnar berjast fyrir bótunum
Systurnar Linda er hér til vinstri á myndinni með Önnu systur sinni. Landsréttur dæmdi föður þeirra í sjö ára fangelsi og til að greiða Önnu 3,5 milljónir í miskabætur og Lindu 3 milljónir. Bótasjóður hafnaði kröfu systranna vegna þess að faðir þeirra framdi brotin erlendis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður skoðar möguleikann á að stefna ríkinu fyrir hönd systranna Önnu Gílaphon Kjartansdóttur og Lindu Biu Kjartansdóttur. Fyrst neitaði bótasjóður að greiða út miskabætur vegna þess að kynferðisbrot föður þeirra voru framin erlendis. Síðan hætti hann að svara. Systurnar hafa því varið síðustu árum í að berjast fyrir því að fá greiddar miskabætur sem þeim voru dæmdar, án árangurs. 

Ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi

Systurnar ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi án þess að nokkurt eftirlit væri haft með heimilinu. Faðir þeirra, Kjartan Adolfsson, hafði hlotið dóm fyrir að brjóta gegn elstu dóttur sinni og var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2019 fyrir kynferðisbrot gagnvart Önnu og Lindu. Áður hafði stjúpmóðir þeirra, Tipvipa Arunvongwan, verið dæmd í tíu mánaða fangelsi árið 2016 fyrir að vanvirða og ógna heilsu þeirra og velferð með líkamlegum refsingum og misþyrmingum. Anna lýsti reynslu sinni af ólýsanlegu ofbeldi á heimilinu í ítarlegu viðtali við Stundina í janúar 2018. Áður hafði eldri systir þeirra, Guðrún Kjartansdóttir, stigið fram og greint frá brotum föður síns. 

Nú berjast systurnar fyrir því að fá greiddar miskabætur, sem þau Kjartan og Tipvipa voru dæmd til að greiða þeim.

„Mér þætti rétt að fá allavega eitthvað í staðinn fyrir allt sem tekið var frá okkur“
Linda

„Æskunni var rænt af okkur. Við höfum aldrei átt eðlilegt líf,“ segir Linda og bætir við að þær systur hafi búið við frelsi í svo skamman tíma. „Mér þætti rétt að fá allavega eitthvað í staðinn fyrir allt sem tekið var frá okkur og við getum aldrei fengið til baka.“

Þríþætt krafa

Mál systranna gagnvart bótasjóði er þríþætt. Fyrst ber að nefna kröfu um greiðslu bóta sem faðir þeirra var dæmdur til að greiða með dómi Landsréttar árið 2019, síðan er það greiðsla bóta sem stjúpmóðir þeirra var dæmd til að greiða árið 2016 og loks bætur vegna annarra brota sem hún var dæmd fyrir gagnvart þeim.

Faðir þeirra var dæmdur til að greiða Önnu 3,5 milljónir og Lindu 3 milljónir. Í fyrra málinu gagnvart stjúpmóður þeirra var upphæð miskabóta 1 til 1,5 milljónir fyrir hvora systur. Loks voru það 800 þúsund krónur sem hún átti að greiða þeim vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Austurlands árið 2020. Þær bætur voru að endingu greiddar, eftir langa bið, en annað hafa þær ekki fengið.

„Hvaða munur er á því hvort hann braut á okkur í Taílandi eða á Íslandi? Það er jafn slæmt fyrir sál okkar“
Anna

Systrunum þykir bæði ósanngjarnt og skrítið hversu treg stjórnvöld eru að greiða út þessar bætur. „Ég skil það ekki,“ segir Linda. „Ég veit um fullt af fólki sem hefur fengið greiddar bætur þótt því hafi verið dæmdar lægri bætur en okkur.“

Neituðu því brotin voru framin erlendis

Fyrir hönd systranna sendi Arnar Kormákur fyrst kröfu í janúar 2019 vegna brota stjúpmóðurinnar, sem var ítrekuð í september 2019 og margoft síðan, en hefur ekki enn verið svarað. Eftir að dómur Landsréttar yfir föður þeirra lá fyrir sendi hann kröfu í apríl 2019. Bótasjóður dró að svara en systurnar fengu að endingu höfnun á þeim forsendum að þar sem kynferðisbrot föður þeirra voru framin utan Íslands bæri ríkinu ekki að borga miskabæturnar, þótt um íslenska ríkisborgara sé að ræða. „Hvaða munur er á því hvort hann braut á okkur í Taílandi eða á Íslandi? Það er jafn slæmt fyrir sál okkar,“ spyr Anna og segir að þeim hafi sárnað mjög yfir þessum undanbrögðum bótasjóðs. „Ég skil ekki hvað er svona erfitt við þetta,“ bætir Linda við. 

„Yrði það þá í annað sinn sem þær þyrftu að leita til dómstóla vegna ágreinings við ríkið um greiðslu þessara bóta“
Arnar Kormákur,
lögmaður

Fyrir hönd systranna stefndi lögmaðurinn bótasjóði vegna þessarar ákvörðunar, sem héraðsdómur felldi úr gildi þann 11. ágúst 2021, þannig að nú er óumdeilt að þær eiga rétt á greiðslu úr bótasjóði þótt brotin hafi verið framin erlendis. Síðan hafa hins vegar engin svör borist, þrátt fyrir að lögmaður þeirra hafi margítrekað kröfur um greiðslu, bæði með tölvupóstum og símtölum. Og nú er honum nóg boðið: „Lög um bætur til þolenda afbrota voru sett með það að markmiði að styrkja stöðu brotaþola, sem dæmdar hafa verið bætur í sakamáli vegna þess tjóns sem af refsiverðum brotum hlaust. Það er með öllu óásættanlegt að brotaþolar þurfi að bíða í mörg ár með að fá úrlausn slíkra mála gagnvart ríkinu, að afloknu því langa og stranga ferli sem sakamálin eru. Í þessu máli er óhjákvæmilega nú til skoðunar að stefna ríkinu vegna þessarar málsmeðferðar. Yrði það þá í annað sinn sem þær þyrftu að leita til dómstóla vegna ágreinings við ríkið um greiðslu þessara bóta.“

Dreymir um öruggt heimili

Systurnar dreymir báðar um að eiga öruggt heimili til framtíðar. Anna er gengin í hjónaband, orðin móðir og búin að finna hús með mikla möguleika, sem hana dreymir um að kaupa. Þar er bæði gestahús og hesthús og hún sér fyrir sér framtíðarsýn þar sem sonur hennar getur gengið frjáls um sveitina og leikið sér. „Ég held að þetta væru góð kaup og hægt að nýta húsnæðið vel.“ Ef þetta gengur eftir sér fósturmóðir þeirra systra fyrir sér að kaupa húsnæðið með henni. „Mér finnst gott að tilheyra einhvers staðar,“ segir Anna, sem kallar föður sinn aldrei annað en Kjartan og segir að ef hann geti ekki greitt miskabæturnar, eigi bótasjóður að greiða þær út og faðir hennar standi þá í skuld við ríkið. „Lögmaður okkar er búinn að reyna að sækja bætur til ríkisins en það vill ekkert fyrir okkur gera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Til hvers voru þeir þá að dæma í erlendu máli sem kemur þeim ekkert við ??? vegna þess að þetta kemur þeim við og þeir eiga að borga og borga skaðabætur líka fyrir þrjóskukjaftæðið , skammist ykkar bara mismunarar !!
    0
  • Ykkur vegna væri best að þið gætuð látið ykkur liða vel..andlega og líkamlega og ekki blanda tilfinngum ykkur i peningamál ..því af það er ekki hægt af kaupa hamingju frið og ró..sem þið getið fundið annarstaðar.
    0
  • Hulda Björk Þórisdóttir skrifaði
    ❤️ Elsku sterku stelpur ❤️
    0
  • Diðrik Diðriksson skrifaði
    Það mætti halda að þessi möppu dýr ættu þessa peninga hvað er að þessu skriffinnsku pakki 😡
    1
  • Inga Jona Traustadottir skrifaði
    Bótasjóður að koma sér undan að greiða og vonar að þær gefist upp .... Liggur frekar augljóst fyrir finnst mér
    1
  • Karen Linda skrifaði
    Hvaða rugl er þetta? Maðurinn er íslenskur og börnin líka. Hann er jafn sekur ef hann brýtur á þeim þar eða hér. Og hverskonar skilaboð eru þetta? Er þá bara í lagi að níðast á börnunum þínum ef þú skreppur með þau út fyrir landsteinana? Borgið þeim bara strax!
    6
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Viðbjóðslegt samfélag
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár