Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hryllingurinn í sumarbúðunum

Bucha er bær á stærð við Hafn­ar­fjörð. Allt þar til ný­lega vissu fá­ir að hann væri yf­ir höf­uð til. Í dag vek­ur nafn bæj­ar­ins óhug enda, er bær­inn einn stór glæpa­vett­vang­ur. Þó ein­ung­is einn af fjöl­mörg­um í landi þar sem ver­ið er að rann­saka 2.000 skráð til­vik stríðs­glæpa.

Hryllingurinn í sumarbúðunum
Glæpavettvangur Myndin sýnir eina af mörgum fjöldagröfum í Bucha sem fundist hafa eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan. Mynd: Óskar Hallgrímsson

„Tala látinna í Bucha er þegar orðinn hærri en í Vukovar,“ sagði varnarmálaráðherra Úkraínu í viðtali við fjölmiðla þann 4. apríl. Fjöldamorð serbneskra hersveita á stríðsföngum og almennum króatískum borgurum í bænum Vukovar í Króatíu var blóðugasta fjöldamorð króatísku sjálfstæðisbaráttunnar. Ríflega 200 manns voru teknir af lífi og komið fyrir í fjöldagröfum. Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn dæmdi tvo leiðtoga serbneskra hersveita í áratuga fangelsi fyrir morðin. Serbar hafa sjálfir síðan dæmt á annan tug manna fyrir aðild að fjöldamorðinu.

Það er samhengið sem atburðirnir í Bucha skyldu skoðast í. 

í kjallara sumarbúða fyrir börnFimm lík almennra borgara sem báru þess merki að fólkið hefði verið tekið af lífi, eftir pyntingar, fundust í kjallara sumarbúðanna við Bucha.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu