Forstjóri Síldarvinnslunnar, forstjóri Samherja, annar fyrrverandi forstjóri Samherja og forstjóri Eskju eru meðal þeirra útgerðarmanna sem fjárfestu með beinum eða óbeinum hætti í útboði Íslandsbanka á hlutabréfum íslenska ríkisins sem fram fór þann 22. mars síðastliðinn. Allnokkrir útgerðarmenn og félög í þeirra eigu eru á listanum yfir þá 209 aðila sem keyptu hlutabréfin með afslætti fyrir samtals 52,7 milljarða króna.
Meðal þeirra eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja; Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar; Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri og annar stærsti hluthafi Eskju á Eskifirði; Björgólfur Jóhannsson, einn af hluthöfum Gjögurs á Grenivík og fyrrverandi forstjóri Samherja; Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Guðrún Lárusdóttir, eigandi félagsins Stálskipa sem áður var gamalgrónin og arðbær útgerð í Hafnarfirði þar til eigendurnir ákváðu að selja frá sér skip og kvóta.
Athugasemdir (3)